Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Ísbreiða Suðurskautsins stækkar og stækkar

Árið 2012 var óvenjulegt á Norður heimskautinu. Aldei hafði mælst eins lítil ís á svæðinu og það ár, en hafa verður í huga að nákvæmar mælingar hafa ekki staðið yfir nema í ca. 40 ár.

2012 var ekkert hlýrra en sl. 15 ár eða svo, en óvenjulegir vindar á Norðurskautinu munu hafa kurlað ísinn og dreift honum suður á bóginn. Útlit er fyrir að meiri ís verði þetta árið, eins og fram kemur í bloggi Ágústs H. Bjarnason

S_stddev_timeseries

Ísinn eykst á Suðurskautinu.

Er Suðurskautið ekki örugglega á sama hnetti og Norðurskautið? FootinMouth


mbl.is Norðurísinn aldrei hörfað hraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverðir staðir - jarðfræðikort af Suðvesturlandi

ÍSOR, Íslenskar orkurannsóknir heldur úti vefsíðu með jarðfræðikorti af SV-landi sem sýnir áhugaverða staði. Með vinstri músarsmelli á kortið, er hægt að draga það til og fyrir neðan er hægt að smella á hina númeruðu staði til að fá nánari upplýsingar.

Ýmislegt fleira áhugavert má finna á þessari vefsíðu, sjá hér:

 http://isor.is/efni/ahugaverdir-stadir-jardfraedikort-af-sudvesturlandi


mbl.is „Eldstöðvarnar eru ólíkindatól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða næringarfræðingar?

Þetta eru augljóslega næringarfræðingar á vegum lífrænt ræktandi bænda. Það hefur marg oft verið hrakið að erfðabætt hveiti, sojabaunir o.s.f.v. séu eitthvað verri næringarlega séð.

Og þetta með "diet" gosdrykki, að þeir framkalli sykursýki 2.... mér finnst dálítið skrýtið að matvælaeftirlit í Evrópu og USA samþykki þessi sætuefni ef þau eru svona hættuleg. Getur verið að það sé bull líka?


mbl.is 9 atriði sem næringarfræðingar myndu forðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn bullar Haraldur eldfjallafræðingur

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, skrifar afar skemmtilega pistla um jarðfræði og kíki ég reglulega á skrif hans mér til ánægju og fróðleiks.

Hann bloggar einnig mikið um loftslagsmál og virðist að hluta hafa gert það áhugamál að lifibrauði sínu. Augljóst er að Haraldur er ekki vísindamaður á því sviði, heldur meira eins og sölumaður á blaðagreinum eftir sig.

Og nú sé ég að eldfjallafræðingurinn  bloggar um þessa frétt um refinn og bullar enn eina ferðina um vísindaleg efni sem hann hefur ekkert vit á. Virðist ekki einu sinni hafa fyrir því að lesa fréttina almennilega eða kíkja á frumheimildir. Í greininni er auðvitað hvergi minnst á það að refir hafi ekki verið hér fyrir "litlu ísöld", heldur einungis að refir frá nálægum norðurslóðum hafi átt auðveldar um vik að komast hingað á þessu kuldatímabili og því sé erfðaefni íslenska refsins mun fjölbreyttara í dag, en t.d. við landnám.

Haraldur hefur nú sýnt af sér þá lítilmennsku að loka á athugasemdir mínar við pistla sína og hef ég þó ekki sýnt honum aðra ókurteisi en þá að draga í efa fullyrðingar hans um loftslagsmál. Gerði ég ekki annað en að taka undir fjölda athugasemda sömu nótum á bloggi hans. Væntanlega verða innan tíðar bara fáir útvaldir jábræður sem fá að gera athugasemdir við pistla hans.

Mér finnst ekki ósennilegt að athugasemd mín á bloggi Ágústs Bjarnason fyrir nokkrum dögum þar sem ég nefndi Harald, hafi farið svo fyrir brjóstið á blessuðum manninum að hann hafi ákveðið að útiloka mig frá bloggi sínu, sjá HÉR

Ps. Það er kaldhæðnislegt að athugasemd mín hjá Ágústi og á bloggi Haraldar er einmitt um þá tilhneigingu loftslagsalarmista að þagga niður í efasemdarröddum. Ástæðan er einföld eins og fram kemur í tilvitnun minni í vaðtal sem Ágúst bendir á:

"Tragically, policymakers have thrown horrendous amounts of taxpayer money needed for other purposes at solving an unsubstantiated emergency. It is scandalous that so many climate scientists who fully knew that Al Gore had no basis for his irresponsible claims stood mute. Meanwhile, that alarmism has generated billions of dollars more to finance a rapidly growing climate science industry with budgets that have risen by a factor of 40 since the early 1990s. I consider this failure to speak up just as unethical as the behavior of those who put out the false catastrophic claims."

Gríðarlegur fjöldi allskyns vísindamanna og "ekki" vísindamanna af ýmsu tagi (ekki bara á sviði loftslagsfræða) þiggja lifibrauð sitt úr opinberum sjóðum sem hafa djúpa vasa vegna "matreiðslu" þessara aðila sem hafa hagsmuni af því að ástand og horfur séu sem verstar. Þrýsingur skapast svo frá fjölmiðlum sem vita að æsifréttir seljast best og það hefur svo áhrif á almenning en ekki síst stjórnmálamenn sem ausa í kjölfarið fjármagni í rannsóknir.


mbl.is Refur komst á ísbrú til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Afneitunarsinnum" meðal vísindamanna fjölgar

Þeir sem hafa vogað sér að efast um orsök og afleiðingu hlýnandi loftslags á jörðinni, eru gjarnan uppnefndir "afneitunarsinnar". Uppnefning af þessu tagi er grímulaus aðgerð til að þagga niður í þeim sem spyrja óþægilegra spurninga um loftslagsmál.

Í nýlegri grein sem birtist í The Wall Street Journal og 16 vísindamenn skrifa undir, er nokkuð hörð gagnrýni á hinn svokallaða "alarmisma", sem virðist hafa ráðið opinberri umræðu um loftslagsmál á undanförnum árum. Í greininni segir m.a. eftirfarandi:

"The lack of warming for more than a decade—indeed, the smaller-than-predicted warming over the 22 years since the U.N.'s Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) began issuing projections—suggests that computer models have greatly exaggerated how much warming additional CO2 can cause. Faced with this embarrassment, those promoting alarm have shifted their drumbeat from warming to weather extremes, to enable anything unusual that happens in our chaotic climate to be ascribed to CO2"

Hlýnunin virðist hafa stöðvast að mestu sl. áratug, þrátt fyrir aukið magn co2 í andrúmsloftinu en þá var breytt um áherslur: ... "shifted their drumbeat from warming to weather extremes"

"Alarmism over climate is of great benefit to many, providing government funding for academic research and a reason for government bureaucracies to grow. Alarmism also offers an excuse for governments to raise taxes, taxpayer-funded subsidies for businesses that understand how to work the political system, and a lure for big donations to charitable foundations promising to save the planet."

Greinina alla má lesa hér og neðst má sjá vísindamennina sem kvitta undir.

Ég hef skrifað nokkur blogg á undanförnum árum um akkúrat þetta og fengið bágt fyrir og m.a. verið kallaður "afneitunarsinni" og verið þar með settur á bekk með þeim sem afneita þróunarkenningu Darwins.


mbl.is Meira en 200 látnir vegna kulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómar Ragnarsson var sannspár

"Í textanum "Árið 2012" sem gerður var fyrir 45 árum og Vilhjálmur Vilhjálmsson söng af snilld í frábærri útsetningu og hljóðfæraleik hljómsveitar Magnúsar Ingimarssonar var mörgu ótrúlegu spáð um árið 2012..."

Á þessum orðum hefst pistill Ómars þann 30.12 sl. sjá hér .

Lagið hefur gengið í endurnýjun lífdaga, nýr texti eftir Ómar og sonur Villa Vill syngur. En í gamla textanum segir m.a.:

Mig dreymdi ég væri giftur þeirri sömu sem ég er.

Hún sagði: "Ó, mér leiðist þetta barnaleysi hér."

Ég gerðist nokkuð bráður og vildi bæta úr því strax.

"Nei, bíddu", sagði hún, góði, "við notum pillur nú til dags."

Árið 2012 er runnið upp og nú framleiða vísindamenn sæði! Happy


mbl.is Vísindamenn framleiða sæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindaleg löghyggja

Náttúran og lögmál hennar huldi myrkrið svart.

Drottinn sagði: “Verði Newton”,  og allt varð síðan bjart.

(Þorsteinn Vilhjálmsson, Heimsmynd á hverfandi hveli, 1987)

Ég er að lesa Skipulag alheimsins en hún skiptist í eftirfarandi kafla:

  • Formáli þýðenda
  • Leyndardómar tilverunnar
  • Lögmálin ráða
  • Hvað er raunveruleiki?
  • Mismunandi sögur
  • Kenningin um allt
  • Að velja alheim
  • Kraftaverk?
  • Skipulag alheimsins
  • Orðskýringar

Bókin er 190 blaðsíður, skrifuð á alþýðlegu máli höfundarins Stephen Hawking sem íslenskum þýðendum verksins hefur tekist að koma afar vel til skila. Um vísndalega löghyggju er fjallað í 3. kafla bókarinnar, "Lögmálin ráða" og er þar vitnað í marga forna vísindamenn og heimspekinga frá árdögum mannsins í slíku sýsli og fram á okkar dag. Í þessum kafla og raunar í bókinni allri, eru færð góð rök fyrir því að kraftaverk af Guðlegum toga séu einfaldlega ekki til. Ég ætla þó að leyfa mér að halda áfram í þá von að þar skjátlist vísindamönnunum hrapalega,  með hinum "þægilegu rökum", að vegir Guðs séu órannsakanlegir. Joyful

Með vísindalegri löghyggju eru einnig færð fram athyglisverð rök fyrir því að "frjáls vilji"sé í raun ekki til, því allt sem gerist er bundið lögmálum. Mannshugurinn, þ.e. heilinn, er bundinn sömu lögmálum og efnisheimurinn, því hann er jú ekkert annað en efni. Í kaflananum segir m.a. eftirfarandi:

"Hefur fólk frjálsan vilja? Ef svo er, hvar skyldi hann þá hafa komið fram í þróun lífsins? Hafa blágrænir þörungar eða bakteríur frjálsan vilja eða er hegðun þeirra sjálfvirk og undir stjórn vísindalegra lögmála? Hafa eingöngu fjölfrumungar frjálsan vilja eða eingöngu spendýr? Við höldum kannski að simpansar fari að frjálsum vilja sínum þegar þeir japla á banönum, eða kötturinn þegar hann rífur gat á sófann þinn. En hvað um hringorm að nafni Caenorhabditis elegans - einfalda lífveru sem er aðeins gerð úr 959 frumum? Hann hugsar líklega aldrei með sér,

 "hún er býsna bragðgóð bakterían, sem ég borðaði áðan"

Þrátt fyrir það hefur hann ákveðinn smekk fyrir mat og sættir sig annað hvort við lítt freistandi málsverð eða leitar sér að einhverju betra, allt eftir því hvað nýleg reynsla býður honum. Er hann með því að beita frjálsum vilja?"

Pælið í því Cool


Skipulag alheimsins

skipulag-alheimsinsNýlega var gefin út bókin Skipulag alheimsins í þýðingu Baldurs Arnarssonar og Einars H. Guðmundssonar, en höfundur bókarinnar er enginn annar en Stephen_Hawking ásamt Leonard_Mlodinow .

 Stjörnufræðivefurinn bloggar um útgáfu bókarinnar, en þar kemur fram að íslenskir bókaútgefendur vildu ekki gefa bókina út. Þýðendurnir tóku því á sig fjárhagslega áhættu og gáfu þeir út bókina sjálfir. Þetta er lofsvert framtak og ég skora á unnendur rita af þessu tagi að láta þessa bók ekki fram hjá sér fara. Sjálfur pantaði ég mér eintak af vefnum um helgina, hér á aðeins 3.990 kr.  og fékk hana í hendur í dag.

Ég hlakka til að lesa bókina en við  fyrstu flettingar sé ég að hún er skemmtilega upp sett, með slatta af myndum og húmorinn er heldur ekki langt undan, því einnig eru nokkrar myndaskrítlur í bókinni. Ein er svona:

Tveir menn eru kynntir í samkvæmi með þessum orðum:

 "Þið eigið svolítið sameiginlegt. Dr. Davis hefur uppgötvað ögn sem engin hefur séð og prófessor Higbe hefur uppgötvað vetrarbraut sem engin hefur augum litið". Joyful


mbl.is Háþróað vélmenni sent til Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímyndunarafl er mikilvægara en þekking

"Ímyndunarafl er mikilvægara en þekking. Þekking er takmörkuð en ímyndunaraflið spannar alheiminn" - Albert Einstein (1879-1955)

Ég hef haft þessa tilvitnun í Einstein í höfundarboxinu hjá mér frá stofnun þessa bloggs árið 2007. Mér finnst athyglisvert að þessi mikli hugsuður hafi sagt þetta. Það er dýpt í þessu.

Albert_Einstein_HeadEn varðandi afstæðiskenninguna... sem ég hef ekki nokkurn skilning á, Þarf þessi uppgötvun endilega að kollvarpa henni? Samkvæmt kenningunni getur enginn hlutur farið hraðar en ljósið.

"Grunnhugmyndin á bakvið báðar kenningarnar, almennu afstæðiskenningunni og þeirri takmörkuðu er sú að tveir athugendur í sitthvoru tregðukerfinu mæla mismunandi hraða og vegalengd á sama hlutnum en öll eðlisfræðilögmál eru óbreytt á milli tregðukerfa. Þ.e.a.s. mælendur í tveim mismunandi tregðukerfum mæla kannski mismunandi hröðun á hlut en krafturinn á hlutinn fylgir samt sem áður 2. lögmáli Newtons F = ma " ( Wikipedia )

Ég spyr því eins og fávís kona í barnsnauð, getur þetta ekki staðið áfram, nema í staðinn fyrir ljósið, sé það fiseindin sem fer hraðst?


mbl.is Fiseindir ferðast hraðar en ljósið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algengur misskilningur um aspir

Alaskaaspir (populus tricocarpa) henta illa sem götutré, einfaldlega vegna þess að aðstæður bjóða yfirleitt ekki upp á það rými sem ræturnar þurfa. Ef grafin er nægjanlega djúp og víð hola fyrir öspina, þá hafa ræturnar enga ástæðu til að rjúka um víðan völl í leit að næringu. Þetta á við allstaðar, einnig í heimagörðum.

Ef alaskaösp er gróðursett í grunnan moldarjarðveg sem liggur á malarefni, er voðinn vís. Ef skólplagnir eru orðnar gamlar og úr sér gengnar, þá er líklegra en ekki að rætur asparinnar gangi endanlega frá þeim. Sömuleiðis ef húsgrunnar eru sprungnir þá geta rætur asparinnar leitað í sprungurnar og gert enn meiri skaða.

Fólk þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að asparrætur eyðileggi nýjar skólplagnir eða geri innrás í gallalausa húsveggi og grunna. Maður heyrir stundum hálfgerðar tröllasögur um skaðsemi af völdum aspa sem eiga ekki við rök að styðjast.

Ef jarðvegurinn er djúpur og frjór, þá þarf ekki að hafa áhyggjur af öspum.


mbl.is Aspirnar eyðilögðu ekki hitalagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband