Færsluflokkur: Evrópumál

Rökstuðningurinn

funny

Á kaldastríðsárunum reyndu sumir vinstrimenn að halda því fram að með því að efla vestræna samvinnu við NATO og Bandaríkin, þá væri verið að gera Ísland að einni stjörnunni í bandaríska fánanum. Sjálfstæði landsins væri í hættu en það var auðvitað tóm þvæla. Í dag vilja Kratar gera okkur að stjörnu í evrópska fánanum.

Þó auglýsing Evrópusinna hér að ofan sé góð, þá dugði hún samt ekki til að snúa mér Joyful


mbl.is Rökstuðninginn skortir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðkvæmar trúnaðarupplýsingar?

Ég botna ekkerti í hræðslu stjórnarflokkanna að upplýsa almenning um þessi drög og gaman væri að vita hvor flokkurinn hafi lagt áherslu á leyndina. Samfylkingin, vegna þess hversu aumingjalegt þetta er, eða VG, vegna svika við kjósendur sína? Nema hvort tveggja sé.

Þeir eru athyglisverðir tveir síðustu liðirnir:

  • Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum
  • Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.
  • Er það ekki magnað að þurfa yfir höfuð að standa í samningaviðræðum við erlenda aðila um þessa hluti á Íslandi? 


mbl.is ESB-tillagan birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskilja sér rétt?

Þingmennirnir Atli Gíslason, Jón Bjarnason, Þuríður Backman, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Rafney Magnúsdóttir lýstu yfir andstöðu sinni við ESB-málið á fundi flokksráðsins og sögðust áskilja sér rétt til að greiða atkvæði á móti ESB-tillögunni á Alþingi.

Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að þingmönnum væri skylt að greiða atkvæði sín á þingi í samræmi við eigin sannfæringu. Þegar þingmenn VG gera það, þá birtist það sem frétt í fjölmiðlum.


mbl.is Þingmenn lýstu yfir andstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hataður af feministum

Berlusconi er eins og Davíð Oddsson að því leyti til að hann opnar varla munninn án þess að hálf Ítalía og Vatikanið með, fari á hliðina. Berlusconi er mikill gleðimaður og ótrúlegt að kallinn skuli vera kominn á áttræðis aldur. Lítur ekki út fyrir að vera degi eldri en sextugur.

berlusconi


mbl.is Berlusconi snupraður í fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röksemd Samfylkingarinnar

Samfylkingarmenn telja að nú sé lag að sækja um aðild að Evrópusambandinu af því að formaður þess er Svíi. Aumari rök hef ég ekki heyrt. Ef formennska einhvers Svía er forsenda aðildarumsóknar Íslendinga nú, þá er eitthvað brogað við þetta blessaða samband.  Auk þess hafa Svíar ekki alltaf verið okkur hliðhollir í alþjóðamálum. Og hver man ekki eftir Staffan (Faxa) Olson? GetLost

eu%20borg%20collective_lrez

Smæsti minnihlutahópurinn í heiminum er einstaklingurinn. Þeir sem afneita rétti einstaklingsins, geta ekki sagst vera verjendur minnihlutahópa.


mbl.is ESB-málið til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristján Þór Júlíusson á Reyðarfirði

esb 003

Kristján Þór Júlíusson hét kynningu á afrakstri starfs Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins í Fjarðahóteli á Reyðarfirði í dag. Kynningin var mjög upplýsandi og skýrði ýmislegt óljóst fyrir mér. T.d. er ekki útlit fyrir að ESB-lönd komi hingað og veiði í fiskveiðilögsögu okkar, eins og margir harðir andstæðingar ESB-aðildar hafa haldið fram. Veiðiréttur þjóða í öðrum fiskveiðilögsögum byggist á veiðireynslu síðustu 30 ára og um slíkt er ekki að ræða hjá okkur, nema lítilsháttar hjá Færeyingum. Eitthvað þó í karfakvóta okkar af öðrum þjóðum.

Landbúnaðarmálin líta heldur ekki svo illa út fyrir mér eftir kynninguna. Ég vil benda á vefinn: http://www.evropunefnd.is/, en þar er hægt að nálgast málefnalega umræðu um þessi mál.

Það er auðvitað svo að margir hafa þegar tekið einarða afstöðu til málsins, með eða á móti, og það í öllum flokkum en sennilega er þó meirihluti landsmanna einfaldlega með opin huga fyrir málinu og vill láta reyna á það hvað í aðild raunverulega felst. Sumir virðast sjá frelsandi ljós í ESB-aðildinni og halda að öll okkar vandamál leysist, jafnvel bara með því að sækja um. Aðrir finna þessu allt til foráttu og segja þvert nei. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar er einn þeirra sem sér bjart og frelsandi ljós í Evrópusambandinu. Þangað vill hann fara, sama hvað tautar og raular og hvetur hann aðra til fylgis við þá skoðun, beinlínis með grátstafina í kverkunum. Frekar ótrúverðugur málflutningur það.

Hitt er annað mál að eins og staðan er í dag og reyndar eins og hún hefur verið í mörg ár, þá er aðild einfaldlega ekkert í kortunum þó við vildum það. Til þess eru of mörg atriði í ólagi hjá okkur og mikið og seinlegt verk fyrir höndum að laga það.


mbl.is Telja að óreiðumenn stjórni bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engir erfiðleikar eru svo miklir að aðild að Evrópusambandinu geti ekki gert þá verri.

danielhannan.jpgBretinn Daniel Hannan er þingmaður á Evrópuþinginu. Hann hefur oft komið til Íslands síðastliðin 15 ár og þekkir vel til ESB. Það er því full ástæða til að hlusta á hvað þessi Íslandsvinur hefur til málanna að leggja varðandi Evrópusambandið.

Lesið endilega það sem Hannan hefur að segja, sjá HÉR

22 


mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband