Færsluflokkur: Bloggar

Dapurleg örlög

Ég vil benda á  ÞESSA góðu grein um Icesave málið.

Endilega takið efnislega afstöðu til þess sem þarna er sagt en ekki hver segir það.


mbl.is Funda um Icesave um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er hægt að sjá Bill

Á síðunni http://www.stormpulse.com/ má sjá Bill og hugsanlegt ferli hans á næstunni. Hægt er að "Zoom Out", uppi, vinstramegin á kortinu, þar til Ísland kemst á kortið. Hægramegin uppi, eru skemmtilegir valmöguleikar, t.d. ef "Forecast models" er á "ON", þá fáum við lengri spá og ef "Clouds" er haft á "ON", fáum við skýjafarið.
mbl.is Bill stefnir upp með austurströnd Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég spái því að þarna verði jarðskjálfti....

Dálítið fyndið að konan sem var með jarðskjálftaspá upp á mínútu, (var það ekki kl. 23.15, þann 30. júlí?),  er eiginkona manns sem selur færanleg timburhús sem bera nafnið "Jarðskjálftahús". Örugglega hrein tilviljun.

Nú er orðið svolítið langt frá síðasta eldgosi á Íslandi og fram yfir meðalárafjölda á milli gosa frá landnámi. Lengsta goshlé á Íslandi er þó 14 ár, svo það er þó nokkuð í að það met verði slegið.

psychic%20small

 


mbl.is Jarðskjálfti við Krýsuvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bill er á leiðinni til Íslands

Hitabeltisstormurinn "Bill", í karabíska hafinu er 4. stigs fellibylur og stefnir nákvæmlega á Reyðarfjörð í langtímaveðurspá, eins og sjá má á  http://www.stormpulse.com/ 

Þetta sést ef smellt er á "ON" í "Forecast Models" , í hægra horninu uppi, á kortinu. Þið "zúmmið" myndina inn og út eftir hentugleikum, í vinstra horninu uppi. Einnig er hægt að setja skýjafar inn á kortið og fleira. Mjög skemmtilegt.

En Bill hækkar sennilega ekki íbúatöluna hjá okkur.


mbl.is Íbúum á Íslandi hefur fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi láta menn ekki freistast

Sumir hafa bent á að veiðidagakerfið dragi smábátasjómenn til að tefla í tvísýnu með veðrið. Jæja, það kemur þá væntanlega í ljós núna en við skulum svo sannarlega vona að svo verði ekki. 

Ég held að flestir landsmenn hljóti að vera jákvæðir út í strandveiðikerfið og meira að segja LÍÚ hefur verið óvenju lítið áberandi í mótmælum sínum.

hookers


mbl.is Strandveiðikvótinn næst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geðveikissvipurinn

hallgheMér brá þegar ég sá Hallgrím Helgason í sjónvarpsfréttum fyrir utan Stjórnarráðið veitast að bíl Forsætisráðherra, Geirs Haarde. Svipurinn á andliti hans var svipur stjórnlauss manns af heift og bræði. Ég hræðist einstaklinga sem eiga þetta í sér og vil ekki vera í návist þeirra.

Einhverskonar langlundargeð hlýtur Illugi Gunnarsson að hafa úr því hann bíður Hallgrími Helgasyni í brúðkaup sitt. Kannski eru þeir tengdir á einhvern hátt, nema að þetta sé "p.r. stunt" hjá Illuga; sýnir hversu víðsýnn og sterkur hann sé.


mbl.is Hattinum stolið af Hallgrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá honum

Það er ekki hægt að kvarta yfir því að menn sjái að sér og iðrist. Ef hugur fylgir máli hjá hinum brotlega, þá á hann fyrirgefninguna skilið. Ef hugur fylgir ekki máli... þá á hann ekkert skilið og slíkur einstaklingur endar óhamingjusamur. Sumir virðast ekki hafa næga siðferðisvitund til þess að sjá að einhverjir tilteknir hlutir eru rangir. Þeir einfaldlega sjá það ekki þó flestir aðrir geri það. 

Ofnotkun vímugjafa kemur oftar en ekki ranghugmyndum af stað. Stundum eru þessar ranghugmyndir um eigið ágæti... stundum eitthvað annað.

Í þessu myndbandi er farið yfir þau 10 helstu dóp sem ætti að forðast ef fyrirhugað er að fá sér ökutúr.

Ef myndbandið er dálitla stund að hlaðast inn, má smella á "pásu". Það hleðst þá inn án þess að spilast um leið og þið getið smellt á "play" þegar ykkur hentar.


mbl.is Þórður biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri gaman að sjá óklippta myndbandið

633538693164070447-shesjustbittershegotexludedinthefckingprocess

Myndin tengist ekki færslunni.... nema óbeint Joyful


mbl.is Ásakanir Saving Iceland ekki svara verðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftmynd af Íslandi

iceland2_large

Mögnuð mynd. Fleiri myndir á http://earth.imagico.de/view.php?site=iceland2    Smella tvisvar á myndina til að fá hana stærri.

Myndin er tekin í 59 km. hæð. Reyndar er þetta "artificial image" en flott engu að síður.


Ný blogg-hausmynd

Ég er búinn að setja inn nýja hausmynd á bloggið hjá mér. Sú nýja er tekin af Eiði Ragnarssyni á Reyðarfirði. Myndin er tekin á ágústkvöldi uppi á "Skessu" og sér yfir Reyðarfjörð. Hann notar sérstakt forrit til þess að fá "Panorama".

_gust_hennig_ingi_255

Þessa mynd tók Eiður einnig og má finna á bloggi hans. Ég held að þetta sé ein myndanna í Panoramamyndinni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband