Færsluflokkur: Bloggar

Sólarfólk í Straumi að fara á límingunum?

 

Athyglisvert hvernig glímuskjálfti Sólar manna í Straumi er að fara með þá. Þeir voru glaðhlakkalegir fyrir nokkrum vikum þegar skoðanakannanir bentu til að andstaðan í Hafnarfirði væri yfirgnæfandi og sú niðurstaða jafnvel notuð sem rök í umræðuna. Nú þegar dregur saman með fylkingunum þá skrifar Ámundi Loftsson pistil  á Sólar síðunni:

 " Yfirskin atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði um að hún snúist eingöngu um skipulag er falskt".

 Og einnig " Samfylkingin ber ábyrgð á að mál þessi hafa komist í þennan farveg.  Hver verða örlög hennar ef stækkunin verður samþykkt?

Og enn eitt gullkornið: " Ef Samfylkingin ætlar ekki beinlínis að fyrirfara sér verður forysta hennar að skerast hér í leikinn og gera það sem í hennar valdi stendur til að fyrirbyggja pólitískt stórslys og bjarga lífi sínu".

Er ég að skilja þetta rétt? Eru umhverfisverndarsamtök að hóta stjórnmálaflokki? Hvað á Samfylkingin að gera? Reyndar býður hún oft eftir niðurstöðum skoðanakannana áður en hún tekur afstöðu, en er það einmitt málið? Skoðanakönnun Blaðsins bendir sem sagt til að aðgerða sé þörf af hálfu flokksins.

 Ég hef ákveðnar efasemdir um að það sé lýræðislegt að kjósa beinni kosningu um svona mál. Bæði greinir "sérfræðinga" á um ýmislegt, s.s. mengunarmálin og efnahagslegt gildi stækkunarinnar fyrir Hafnarfjörð og þjóðina alla, en það sem verra er, er að kosningin er hafin nú þegar með utankjörstaða atkvæðagreiðslu og endasprettur upplýsingaflæðisins varla hafinn. Á hvaða forsendum kýs fólk í dag? Ég vil ekki að svona ákvarðanir séu teknar á grundvelli lýðskrums eða að besti ræðumaðurinn vinni.

Það er allt í lagi að vera á móti einhverju þó rökin séu bara  af því bara. En í máli af þessu tagi geri ég þá kröfu að til þess kjörnir einstaklingar vinni þá heimavinnu sem ærin er, og taki svo pólitíska ábyrgð á afstöðu sinni til málsins. Dómurinn verður kveðinn upp í næstu kosningum á eftir.

En á hinn bóginn er það líka hættulegt lýræðinu þegar einhver trend skapast í þjóðfélaginu og stjórnmálaflokkar hræðast mál eins og umhverfismál. Þegar hástemmd lýsingarorð koma frá frægum og vinsælum einstaklingum um náttúruna, ómótstæðilegt..einstakt..náttúrperlur, o.s.fr.v. þá ríkur barómeter náttúruverndar upp. Þá verður Samfylkingarfólk ráðvilt... ekki viljum við það?


Hvurs er hvers?

Smámynd: Gunnar Theodór Gunnarsson

 

Það er rómantískt að sjá litlar en blómlegar sjávarbyggðir þar sem trillurnar og aðrir smærri bátar koma að landi færandi björg í bú. En ef við skoðum sögu útgerða fyrir kvótakerfið, þá kemur í ljós frekar döpur mynd. Trillukarlarnir voru kannski með hor í nös og í gatslitinni og óhrjálegri lopapeysu og útgerðamógúlar í stærri kantinum hlupu með skjalatöskuna, sem vel að merkja var ekki full af peningum, á milli pólitískra bankaráða og alþingismanna á Austurvelli. Þá varð pennastrikið hans Alberts heitins Guðmundssonar frægt. Bæjarútgerðir o.fl. fengu "fyrirgreiðslu".

Fyrir mig og 96,5% þjóðarinnar, sem aldrei ætlum í útgerð og fyrir alla þá sem geta hugsað sér að starfa til sjós eða vera í störfum tengdum sjávarútvegi, held ég að besta afkoman út úr þessari atvinnugrein, fyrir alla, sé að atvinnugreinin sé í höndum þeirra sem bestu ná út úr henni. Aðeins þannig geta sjávarafurðir verið sá stólpi í samfélaginu sem okkur flestum finnst að þær eigi skilið að vera.

Í stað þess að þurfa að vera með "sértækar" aðgerðir hér og þar, styrkja þessa og hina, pennastrik eins og eftir óðan leikskólakrakka, þá er greinin að skila arði. Við meigum ekki gleyma því að á því byggist þetta allt, að sem flestir skili sæmilegri framlegð. Á því byggjast kjör okkar til langframa.

En ef ekki er hægt að stunda útgerð í dag sem áður var, þá kemur náttúrulega stóriðjan sterk inn ef orkugjafar eru í þægilegri fjarlægð....... en það er önnur saga  


Bændur, standið ykkur.

 

Er ekki hugsanlegt að bændur þurfi bara að nýta sér einmitt sérstöðu íslenskra landbúnaðarafurða? Gæðin og hreinleikan... villibráðareiginleikana. Ég persónulega vil borga meira fyrir eðalvöru við hátíðleg tækifæri.

Ég vil að hver bóndi fyrir sig geti markaðsvætt sína afurð sjálfstætt. Eins og "minn" bóndi hefur gert gagnvart mér. Ég er aldrei svikin af lambakjötinu úr Breiðdalnum.  Ef bændur standa að heimaslátrun samkvæmd reglum um hreinlæti o.þ.h. þá þyrfti landinn ekki að óttast að hinn þjóðlegi bóndi liði undir lok. Ef neytendur hér vilja hins vegar ódýrari landbúnaðarafurðir frá ESB eða Nýja Sjálandi þá á ekki að banna þeim það eða hefta slíkt með of mikilli "vernd".

Bændur! Nýtið ykkur tækifærin sem eru að opnast í hágæðaframleiðslu. Ykkur fækkar e.t.v. aðeins, en þeir sem eftir standa geta borið höfuðið hátt. Berjist fyrir sjálfstæði og innleiðið löglega heimaslátrun. Ykkar kjöt verður merkt ykkur. Hugsaðu þér Ágúst...Dúddi Bóndi...skrásett eðal vörumerki  Cool


Sönnunin er fundin!!

image00111

Clinton brandari

Hvað er ennþá hægt að kalla Hillary Clinton fyrst á morgnanna?

The First Lady.


Ferðaþjónustan til fjandans?

Oft er talað um ímynd landsins, að hún sé verðmæt og viðkvæm. Það má ekki gera þetta eða hitt sem skaðað getur ímyndina. Í því sambandi er oft minnst á náttúrurask og hvalveiðar. 

Höfuðpaurinn í verndunargeira þessara málaflokka er merkilegt nokk einn og sami  maðurinn , Árni Finnson. Ekki nóg með að hann vari okkur "vinsamlega" við því að þetta stórskaði, ekki bara náttúruna og lífríkið, heldur einnig þá hagsmuni sem í ferðaiðnaðinum liggja, heldur fer hann í krossferðir til útlanda til að útmála okkur sem umhverfissóða og að við séum að veiða hvali sem séu í útrímingarhættu.  Meira að segja var gengið svo langt að erlendum systursamtökum Náttúruverndarsamtaka Íslands, var sigað á þær bankastofnanir sem hugðust lána Landsvirkjun peninga fyrir Kárahnjúkavirkjun. Þessi systursamtök reyndu sem sagt að beyta þrýsting og hótunum til að gera Landsvirkjun erfiðara fyrir að fara í framkvæmdirnar fyrir austan. Einhversstaðar hefði þetta verið kallað landráð.

Þessar fréttir hljóta að vera Árna Finnsyni mikil vonbrigði.

 


Að mæra borgaraleg óhlíðni

 

Þegar ég sá fyrirsögn þessa bloggs hugsaði ég með mér að alveg væri það nú dæmigert af fulltrúa VG að mæra hústökufólkið Og við frekari lestur er ekki annað að sjá en svo sé verið að gera. Nú hef ég ekki komið þarna né þekki sögu þessa húss en það sem ég hef heyrt í fréttum er í stuttu máli þetta: Húsið var selt fyrir 7 árum af borgaryfirvöldum og ungmennunum var gefinn ríflegur frestur til að rýma húsið og þeim m.a. boðin aðstaða annarsstaðar. Ungmennin neituðu að fara. Þau voru kærð og málið fór alla leið í hæstarétt og þau voru dæmd út. Reynt var ítrekað að fara samningaleiðina. Aðgerðir lögreglu miðuðust við að hætta á meiðslum yrði sem minnst.  Er þetta ekki borðleggjandi?

Salome Mist er þarna með gott innlegg, einnig Maron Bergmann o.fl.

En borgaraleg óhlýðni er eitthvað svo voða mikið VG. Skítt með lögin og kúkum á kerfið er svona trend hjá ungum róttæklingum. En hjá ábyrgum stjórnmálamönnum og konum samanber Hlyni og Álfheiði Ingadóttir, finnst mér það ekki alveg að gera sig. Er hústökufólk markhópur V-Grænna?


Framsóknarsamsærið

Nú fer að spretta upp samsærisgúrkutíð þegar dregur að kosningum.

Hér er eitt og annað


Er talsmaður feminista að tapa sér?

Hvað er kynferðislegt frjálslyndi í þínum huga?

Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því. Ert þú femínisti?

Þessar spurningar er á síðu Forsvarskonu Feminista her

Þetta minnir mig á spurninguna sem verður að svara með já eða nei:

"Ertu hættur að berja konuna þína?"

 

Þeir sem komenta á bloggið fá svívirðingar til baka:

Eins og ég nenni í rökræður við illa upplýsta og pirraða einstaklinga"

"Alltaf gaman þegar fólk mætir í heimsókn - illa upplýst og fordómafullt..."

"Nenni ekki að hafa hér einhverja skemmdarvarga sem koma í veg fyrir allar umræður. Hljómar eins og þið séuð 5 ára...  "

Ja hérna! 


Sherlock Holmes og nafnlausa bréfið.

 

Hr. Holmes hélt á nafnlausa  bréfinu fyrir framan sig eins og hann væri að lesa það gaumgæfilega. En í raun var augnaráð hans fjarlægt og starandi. Hann hélt á pípunni með hægri hendi og munnstykkið lék um varir hans, en glóðin í hausnum var löngu kulnuð. Dr. watson var farinn að ókyrrast. Hr. Holmes hafði setið í hægindastólnum nær hreyfingalaus í 20 mínútur. Skyndilega spratt hann á fætur og sagði ákveðið. " Miðað við innihald bréfsins mætti ætla að réttlætiskennd bréfritara hafi verið stórlega misboðið og hann skrifar það af mikilli ástríðu. Það glittir meira að segja í skáldlegt ívaf í gegnum lögfræðilegt orðavalið. Bréfið á að draga upp dökka mynd af sakborningunum. En snjall maður eins og af bréfinu mætti ætla að bréfritari sé lætur sér ekki detta í hug að bréf af þessu tagi sé málsstað sakborninga til tjóns. Þannig að augljóst er að það er lykkja í þessu plotti. Af þessu er hægt að álykta að bréfið sé  samið af skósveinum sakborninganna, ef ekki af sakborningunum sjálfum. Eða er kannski tvöföld lykkja í plottinu?

Hvað heldur þú, Dr Watson?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband