Færsluflokkur: Bloggar
Í umræðum um Múslima undanfarið þá hefur gjarnan heyrst að ekki megi alhæfa um hlutina. Ég er alveg sammála því en það breytir því ekki að vandamál í kringum múslimsk samfélög t.d. í Skandinavíu og í norðanverðri Evrópu eru sláandi. Þó "vandamálið" sé minnihlutahópur þá eru vandamálin samt mörg. Og Þeir Múslimar sem tilheyra ekki þessum vandamálahópi, eiga ekki að móðgast við okkur sem bendum á þetta heldur frekar að móðgast við trúbræður sína og systur sem praktisera sína trú og menningu í andstöðu við lög og gildismat vesturlanda.
Ég hef aldrei talið mig fordómafullan gagnvart trúarbrögðum eða kynþáttum. Fyrir nokkrum árum kom hópur fólks hingað á Reyðarfjörð frá Kosovo Albaníu á vegum Rauða Krossins. Þetta var rúml. 30 manna hópur, 8-9 fjölskyldur sem allar tengdust á einhvern hátt innbyrðis. Tekið var afskaplega vel á móti þessu fólki, því var útvegað húsnæði með öllu s.s. húsgögnum, þvottavélum, sjónvörpum o.s.frv. Á fundi sem Rauði Krossins hélt fyrir komu þessa fólks var þetta kynnt og tekið fram að ekki væri um neinskonar öfga-Múslima að ræða. Þetta væri bara fólk eins og við a.m.k. hvað trúarhita varðaði. Ég og fjölskylda mín buðum okkur fram sem stuðningsfjölskyldu fyrir ung hjón með eitt barn. Allar fjölskyldurnar fengu stuðningsfjölskyldu. Eftir reynslu mína af þessu fólki hef ég alvarlegar efasemdir um að fólk með svona trúarlegan og menningarlegan bakgrunn egi nokkuð erindi í vestræn samfélög. Rétt var það að það lá ekki á bæn í tíma og ótíma og yfir höfuð sá ég aldrei neitt trúartengt í athöfnum þessa fólks, en vilji þess til að aðlagast var enginn. Fjölskyldunum 9 var stjórnað af af "höfði" fjölskyldnanna, eldri manni og orð hans virtust vera lög. Þegar stríðinu í Kosovo lauk þá vildi þetta fólk fara strax til baka. Við bentum þeim á að þó stríðinu væri opinberlega lokið þá væri landið í rjúkandi rúst. Löggæsla var lítil sem engin og morð og gripdeildir óhugnanlega algengar. Sömuleiðis heilbrigðisþjónusta, lyf af skornum skammti og barnið í "okkar" fjölskyldu hafði króníska eyrnabólgu og þurfti sérhæfð lyf við henni. Þegar ég ræddi þetta við hjónin, eða réttara sagt eiginmanninn, því eiginkonan unga sat hljóð og stillt við hlið mannsins síns, (eiginmaðurinn hafði sussað oftar en einu sinni á konu sína ef hún reyndi að tjá sig eitthvað, t.d. þegar við buðum þeim í mat til okkar, og sagt svo afsakandi við okkur, "fyrirgefið mér, en konan mín talar of mikið") og bað þau að staldra við og hugsa um öryggi og velferð barnsins. Þá sagði maðurinn að ákvörðunin hefði verið tekin sameiginlega af fjölskyldunum. En allir vissu að það var ekki rétt, heldur hafði "höfuðið" talað. Þegar ég talaði við karlmann úr annari fjölskydu og spurði hann hvað lægi á, hví þau vildu ekki bíða í nokkra mánuði þar til ástandið lagaðist, sagði hann að þau vildu drífa sig til að taka þátt í uppbyggingu landsins. En hvað með öryggi og velferð barna ykkar, spurði ég þá. Þá sagði hann ógleymanlega setningu; "Allha er númer eitt, föðurlandið er númer tvö og fjölskyldan er númer þrjú. Ég ætlaði ekki að fara í langa ritgerð um hvað það var sem sannfærði mig um að þetta fólk ætti ekki erindi hingað en ég get þó reynt að súmma það í eina setningu.
Kvenfyrirlitning var algjör og gildismat brenglað í samnburði við vestræna siði og venjur.
Ég vil ekki að fólki sé meinað að setjast hér að á grundvelli trúar eða kynþáttar. Ég geri hins vegar kröfu til íslenskra stjórnvalda að þau tryggi að ekki hreiðri um sig í þjóðfélaginu hópar fólks sem hunsar okkar lög og gildismat. Við eigum ekki að umbera siði og venjur annara ólíkra menningarheima ef það brýtur í bága við lög hér. Ég vil ekki sjá "heiðursmorð" á Íslandi, við eigum að koma í veg fyrir þau. Ég held að það sé ekki svo erfitt, en það verður erfitt ef enginn þorir að tala um þessa hluti. Og það verður of seint ef við bregðumst ekki við strax.
Bloggar | 28.2.2007 (breytt kl. 16:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ekki taka orð mín svo að ég sé á móti nýjum framboðum, ég fagna þeim. En hafa ber í huga að þegar stofnuð eru eins máls flokkar, þá eru gjarnan of ólíkar skoðanir um önnur mál til þess að þetta virki. Niðurstaðan verður pólitískt ábyrgðarleysi. Og hvað varðar umhverfismál þá er náttúruvernd skilgreiningar og smekksatriði hverju sinni. Að mínu mati má skipta umhverfisverndarfólki upp svipað og með grænmetisætur. Mig minnir að það séu til 5 flokkar grænmetisætna. Í harðasta flokknum er fólk sem borðar einungis grænmeti og þá bara þannig að viðkomandi planta lifir nýtinguna af. Svo stig mildast öfgarnar upp í "semi" grænmetisætur, fólk sem borðar kjúkling, fisk og mjólkurvörur, en megin uppistaðan þó grænmeti. Ekki bara það að fólk í svona einsmálsflokkum geti haft mismunandi áherslur í eigin málaflokki, heldur Guð hjálpi okkur þegar kemur að öðrum málefnum.
Og hvað varðar þessi nýju framboð, eins og Samfó og VG þá eru þetta auðvitað bara gömlu flokkarnir, Alþýðufl. og Aðþýðubandalag. Þegar tilvistarkreppa þeirra náði nýjum hæðum, þá var farið í einhverskonar "BOTOX" aðgerðir og sumir eru bara ekki gleggri en það að þeir þekkja þá ekki aftur.
Bloggar | 27.2.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekkert óeðlilegt að "gömlu" flokkarnir séu hræddir við ný framboð. Mér finnst að almenningur ætti að vera það líka. Ef þessi framboð ná, þó ekki nema 2-3 þingmönnum inn þá geta þau verið í lykilaðstöðu hvað stjórnarmyndun varðar. Þegar stofnuð eru samtök um jafn huglæg málefni og umhverfismál, þá er hætt við að ekki einu sinni umhverfisverndin, (sem þó er eini samnefnari þessa fólks) sé í raun að endurspegla skoðunn fólksins á umhverfismálum. Umhverfisvernd er ekki sama og umhvefisvernd. Þeir sem eru í forsvari fyirr svona samtök nýta sér að sjálfsögðu alla þá tækni og þekkingu sem til er í að matreiða hið "huglæga" mat, svo það falli sem flestum kjósendum í geð. Hættan er að þeim takist að klæða úlfinn í sauðagæruna og að kjósendur vakni svo upp við vondan draum þegar lagðarnir fara að týnast úr henni.
Tilfellið er að margir fá óbragð í munninn þegar umhverfissamtök, eins göfug og þau annars ættu að vera, beita sér í hinum ýmsu málum. Það sem knýr alþjóðleg umhverfissamtök, t.d. Greenpeace er gjarnan örvæntingafullt kapphlaup um fjármagn til að viðhalda tilvist sinni. Þeim verður ekkert heilagt í þeirri viðleitni og beita oft vafasömum aðferðum til þess. Tilgangurinn helgar meðalið. Í tifelli stjórmálasamtaka er það ekki leit að fjármagni sem knýr það áfram heldur leit að kjósendum.
Bloggar | 26.2.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 7.2.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sókn er bezta vörnin - það er sú stefna sem hjálpar mest íslenzkunni
- Trump boðar hreinsanir í hernum: âBurt með woke ruslið
- Gott að einhver talar af skynsemi.
- Tíu dögum síðar
- Nú er of langt gengið
- Frá tískusýningu herra á Ingólfstorgi 2011
- Hús dagsins: Háls í Eyjafirði
- Veðurstofusumarið 2025 - í hópi hlýrra sumra
- Ísland orðið Norðurlandameistari í Listamannalaunum
- ríkisstjórninni ætlar að takast að koma okkur í evrópusambandið jafnvel þótt þjóðin segir nei
Vandamálið við Fagra Ísland gagnvart alverndunarsinnum er að í því stendur ekki að "allt" sé einstakar náttúruperlur og þess vegna megi engu raska. Tilraun Samfylkingarinnar til að skapa sér sérstöðu er dæmd til að mistakast. VG heldur dauðahaldi í sína alverndunarsérstöðu og flaggar henni ótt og títt þó vissulega hafi þeir sérstöðu á fleirum sviðum. Þær sérstöður eru bara ekki eins vel fallnar til vinsælda og er því lítt áberandi. Frjálslyndir hafa aukið sína sérstöðu um helming, er orðinn tveggja mála flokkur, kvóti og innflytjendur.
Gagnvart kjósendum er Fagra Ísland engin sérstaða. Rammaáætlun um náttúruvernd er í farvegi. Samfylkingin verður víst að halda áfram sinni örvæntingafullu leit að sérstöðu.