Þurfti að skjóta manninn?
Hann var einn í íbúðinni og augljóslega ekki að fara neitt. Búið var að rýma nærliggjandi íbúðir og haglabyssa er ekki hættuleg á löngu færi.
Lá á að lögreglan færi í návígi við manninn?
Ég hélt að til væru einhver svæfingarmeðul (gas), hljóðsprengjur og fleira í þeim dúr sem lamar eða ruglar fólk tímabundið.
Ég er ekki að fullyrða neitt.... en maður spyr sig.
Féll fyrir skotum lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 2.12.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Ég spurði eineygðan kunningja minn hvort hann setti gleraugað sitt í uppþvottavélina.
Hann sagðist ekki gera það því þá héldu diskarnir að hann treysti þeim ekki.
Spaugilegt | 14.11.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar bent er á þá staðreynd að ekkert hefur hlýnað á jörðinni sl. 16 ár, þá segja þeir sem mestar áhyggjur hafa af mannanna verkum, t.d. eins og þeir hjá Loftslag.is, að fólk afneiti staðreyndum um hlýnun af mannavöldum.
"Það er ekki bara ég sem segi það, það segja það allir", segja þessir alarmistar (eins og það séu rök) og segja að 97% loftslagsvísindamanna standi á bak við fullyrðingar um hlýnun af mannavöldum.
Komið hefur í ljós að töluvert stór hluti þeirra sem taldir eru til þessara 97 prósenta, er alls ekki loftslagsvísindamenn, heldur vísindamenn á öðrum sviðum.
Þeir vísindamenn (og aðrir) sem draga í efa að hin hnattræna hlýnun sé af mannavöldum, eru úthrópaðir sem "afneitunarsinnar" og jafnvel erindrekar olíufyrirtækja og reykspúandi verksmiðja.
Í hlekknum hér að neðan má finna afar athyglisverða grein frá "afneitunarsinnum", sem ég vil frekar kalla efasemdarmenn. Á bak við greinina standa loftslagsvísindamenn.
Metmagn gróðurhúsalofttegunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 6.11.2013 (breytt kl. 14:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
"Eins og hvert annað hundsbit" er slæmt. Það er slæmt að segja upp fólki.
Asskoti glefsa menn glatt í Vigdísi.
Það er rétt hjá Vigdísi að vinstrimenn líta á ríkisstarfsmenn sem skjólstæðinga sína, jafnvel án þess að spyrja þá fyrst hvort þeir kæri sig um þá umhyggju eða ekki.
Það er meira framboð en eftirspurn af umhyggjusemi stjórnmálamanna af vinstri vængnum. Þeir hafa í gegnum tíðina stokkið á mál sem eiga að sýna að vinstrimönnum farnist betur úr hendi en öðrum að styðja við þá sem minna mega sín.
Flesta minnihlutahópa taka þeir upp á arma sína og ekki má gleyma blessaðri náttúrunni sem þeir telja að sé skilgetið afkvæmi sitt og hafi því fullt umboð "þjóðarinnar" til að gæta hagsmuna hennar.
Ummæli Vigdísar forkastanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.11.2013 (breytt kl. 17:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég átti orðastað við kunningja minn um daginn um landsleikina við Króata. Hann spáði slæmri útreið okkar manna en spá hans var svona:
Eftir kraftmikla byrjun Íslendinga í fyrri leiknum heima og 1-0 forystu í háleik, setja Króatar í gang í seinni hálfleik og skora á okkur 3 mörk og niðurstaðan því 1-3 tap. Í seinni leiknum leggja Íslendingar allt í sölurnar og stilla upp sókndjörfu leikkerfi. Því er svarað af Króötum með 4 mörkum og niðurstaðan 0-4 tap. Lokatölur, 1-7 fyrir Króata.
Þessi spá er martröð líkust en ég verð að viðurkenna að þessi niðurstaða er vel möguleg. Ég ætla hins vegar að vera bjartsýnni og mín spá er svona:
Við vinnum fyrri leikinn 1-0 en hefðum vel getað skorað fleiri mörk. Við töpum svo seinni leiknum 2-1 og komumst áfram á marki á útivelli. Mikið mun mæða á okkar mönnum í seinni hálfleik, þrátt fyrir að Króatar verði einum færri síðasta hálftímann.
Ísland – Króatía 1:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 4.11.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Maður er eiginlega orðlaus yfir þessu hjá totaliceland.com.
Við vitum að þeir sem voru á móti Kárahnjúkavirkjun og álverinu reyndu ýmislegt til að koma í veg fyrir þær framkvæmdir, m.a. með ýmsum gjörningum erlendis, þar sem íslensk stjórnvöld voru svert.
Þeir fullyrtu líka að framkvæmdirnar myndu skaða ferðamannastraum til Austurlands um 50% og 20% á landinu öllu, vegna skaðaðrar ímyndar en ekkert hefur ræst af þeim spádómum eins og alþjóð veit.
En úr því spádómurinn klikkaði, þá skal reynt að skaða ímynd Fjarðabyggðar með lygabulli um ömurlega álbræðslu og áþreifanlega sjón og loftmengun sem frá henni kemur. í þessum pistli totalicelnd.com, Reydarfjordur segir m.a.
"Like everywhere in this world there are good places and there are bad places. The town of Reydarfjordur in the East of Iceland fits comfortably into the latter category.
Located in a small valley right by the Ring Road you cannot but see it should you venture to drive that famous route on your travels. In any case you would have to be blind not to see the biggest thing around here; an aluminum smelter.
Once upon a time, or rather a few years ago, the Icelandic government was keen to harness our wilderness for the benefit of foreign companies and one of the results was a giant smelter right by the side of this town. But when you put a giant factory next to a small town you naturally take away any whiff of local charm along with it.
Truth be told this place was never very interesting at all but the smelter factory didn´t exactly help. It certainly didn´t better the air quality in the otherwise tranquil valley."
Ekki fær Eskifjörður betri meðhöndlun hjá þessum hatursvef, sjá Now, why would you like to visit Eskifjordur in Icelnad?
Mér var sagt að Albert Eyþórsson, fyrrv. blaðamaður á Fréttablaðinu, beri ábyrgð á þessum skrifum, en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það.
Sú uppbygging sem átt hefur sér stað í Fjarðabyggð í kjölfar framkvæmdanna, m.a. í aukningu hótelrýmis o.fl. er athyglisverð. Fyrstu skemmtiferðaskipin komu til Eskifjarðar í sumar og fleiri eru væntanleg á næstu árum, ef Guð lofar...og totaliceland.com.
Bloggar | 18.10.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hægt er að skoða umfjöllun norskra um leikinn HÉR og taka þátt í könnun um úrslit. Heldur lágt er risið á frændum okkar og vonandi reynist það byr í segl okkar manna.
Staðan í Sviss skiptir miklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 14.10.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 11.10.2013 (breytt kl. 14:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ef ég man rétt þá hefur svokölluðu íbúalýðræði mikið verið flaggað af Besta og Samfylkingarfólki á undanförnum misserum. Svo virðist sem Bestiflokkurinn ætla að standa við kosningaloforð sín, þ.e. að svíkja öll kosningaloforð.
Það mætti gjarna upplýsa borgarbúa um hvað þessi vitleysisgangur hefur kostað, eða öllu heldur hvað hefði sparast ef eðlilegir stjórnunarhættir hefðu verið viðhafðir.
Fjarlægja flögg og eyjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.10.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Tiki Taka" fótbolti hef ég heyrt það kallað þegar menn spila stuttar sendingar og einnar snertingar bolta, eins og Barcelona hefur verið þekkt fyrir. Handbragð Pep Guardiola leynir sér ekki á Bayern Munchen, en samt er þýski karakterinn ekki langt undan. Pep og Bayern verður eitruð blanda.
En þá að fyrirsögninni.
Í lok viðtengdrar greinar segir: "Oft á tíðum fengum við gott pláss" (Arjen Robben)
Lengi vel sagði ég "oft á tíðum" eins og mér heyrðist allir aðrir segja, í merkingunni "oft á ýmsum tímum". En svo leiðrétti mig ágætur íslenskumaður og sagði að rétt mál væri "oft og tíðum" eins og "oft (ótt) og títt"
Og þar með er lokið mola dagsins.
Robben: Áttum ekki von á svona léttum leik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 3.10.2013 (breytt kl. 09:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði