Vantrú?


mbl.is „Svo mörg tár þessi jólin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkir leikmenn

Ég horfði að venju á "Messuna" á St2 sport í gærkvöldi. Mér finnst þeir skemmtilegir, Gummi, Hjörvar og félagar. 

Þegar þeir fjölluðu um leik Tottenham og Burnley barst Harry Kane, miðjumaður Tottenham eðlilega til tals. Hann hefur verið mikilvægur hlekkur í Lundúnaliðinu ásamt Cristian Ericsen, Dananum knáa. 

Harry Kane er ótrúlega þroskaður leikmaður miðað við 21 árs gamlan strák og Hjörvar Hafliðason hefur lengi haft trú á honum. Meira að segja í fyrra, þegar Kane tók byrjunarliðssætið af Gylfa, stráksláninn, eða var settur inná af bekknum og Gylfi fékk ekkert sð spila, talaði Hjörvar hlýlega um drenginn.

Hjörvar benti réttilega á líkindin með Thomas Muller og Harry Kane. Þó Kane sé enginn "glamour" leikmaður, ekki með sérstaklega fallegar hreyfingar eða með neina sérstaka tækni, þá er hann vinnusamur og með ótrúlega gott markanef, ekki ósvipað Muller. En Muller er þó skrefi framar, enda 4 árum eldri. 

Svo kom Hjörvar með gullkorn:

" Thomas Muller er betri útgáfan af Harry Kane "

muller-kane

 


mbl.is „Góð lið í kringum okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar vil ég bjartara síðdegi

Meðal vísitölufyrirvinnan kemur heim úr vinnu um eða uppúr kl. 17 síðdegis. Flestar fjölskyldur á Íslandi borða kvöldmat milli klukkan 18 og 19.30.

Ég vil hafa birtu og yl úti og eiga möguleika á að njóta kvöldmatarins utandyra með fjölskyldunni á sumrin. Síðdegissólin er mér meira virði en morgunsólin. Ég held að fleiri njóti sólarinnar þegar þeir eru ekki að vinna.

Ég sé ekki neitt heilsusamlegt við að fækka gæðastundum okkar í sólinni.


mbl.is Svona birtir með breyttri klukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn sjá ekki grimmdina og munu því ekki læra

Afskaplega margir vinstrimenn virðast misskilja eða slíta úr samhengi orð Sigmundar. Sennilega meirihluti þjóðarinnar hefur skynjað hatrið og heiftina í ásökunum, t.d. í athugasemdakerfum dagblaða, sérstaklega DV og Vísi. Flestum finnst þetta ógeðfellt.

Sigmundur segir:

"... að harkan í umræðunni um lekamálið sé afleiðing af hatursumræðu eftirhrunsáranna. Ég held að það sé ástæða fyrir alla til þess að hafa áhyggjur af hvernig umræðan hefur þróast. Hún er auðvitað afleiðing af ákveðnum tíðaranda sem hefur verið ríkjandi undanfarin ár.En sá tíðarandi er ekki til þess fallinn að byggja upp og gera samfélagið betra."

Þeir sem skynja ekki heiftina og hatrið og einnig þeir sem nærast á slíku, sjá auðvitað ekkert vandamál og munu þ.a.l. ekki læra neitt.


mbl.is Þjóðin læri af lekamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kenneth Máni Johnson

kenneth máni

Það er ekki hægt annað en þykja vænt um Kenneth Mána Johnson, hlæja að honum, með honum og stundum tárast yfir brestum hans, greiningum og örlögum. 

Sýningin í Borgarleikhúsinu er yndisleg skemmtun, tragic/cómísk og Björn Thors er snillingur.  Ég veit þetta er yfirdrifið lýsingarorð en þetta er bara staðreynd Wink

Það var margt eftirminnilegt í sýningunni en ég fer ekki nánar út í það. Ég vil þó segja ykkur frá uppklappinu í lokin þegar Björn Thors er að hneigja sig fyrir áhorfendum... í karakter Kenneths Mána. Svo stendur hann teinréttur á miðju sviðinu í blálokin og andlit Kenneths Mána rennur af leikaranum og Björn Thors í eigin persónu hneigir sig auðmjúklega fyrir dynjandi lófaklappi áhorfenda í fullum sal.

Umbreytingin á andlitinu, augnsvipurinn, glottið...það var magnað að verða vitni að þessu. Ég mæli með kvöldstund með Kenneth Mána.


Fleiri loftmyndir

Ég flaug með Flugfélagi Íslands til Egilsstaða um daginn og þá var gott útsýni yfir gosstöðvarnar.

 037

Ekki er langt milli Öskju og Holuhrauns.

026

Einnig er örstutt í skriðjökulinn.

049

Þessi "þúfa er skammt austur af Holuhrauni en ekki veit ég örnefnið.

047

Hér er "þúfan" í víðara samhengi. 


mbl.is „Besta myndin af Holuhrauni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt milli Öskju og Holuhrauns

Ég flaug með Flugfélagi Íslands til Egilsstaða um daginn og þá var gott útsýni yfir gosstöðvarnar.

037 

Ekki er langt milli Öskju og Holuhrauns.

 


mbl.is Stór skjálfti í Bárðarbungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strandverðir

055 

Þessi bryggja er ekki nógu stór. "They are doing it wrong" Tounge

Tvo stór skip stranda í og við Reyðarfjörð (Fáskrúðsfjörð) með nokkurra daga millibili. Í bæði skiptin var einmuna veðurblíða og logn. Í fyrra strandinu sofnaði stýrimaðurinn á vakt og hefur hann þegar fengið 700 þús. kr. sekt og og á væntanlega yfir höfði sér réttindamissi. Í seinna strandinu mun vélarbilun hafa verið ástæðan. Myndin er tekin á föstudaginn við bæinn Eyri í Fáskrúðsfirði en þá slitnaði taugin þegar varðskipið Þór reynda að draga Green Freezer á flot.

Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í Fjarðabyggð að undanförnu og eru þeir farnir að ganga undir nafninu Strandverðir (Bay watch). 

033 

Hér er Akrafellið dregið til hafnar í Reyðarfirði eftir nokkurra daga dvöl við bryggju á Eskifirði. Þar var tjaslað í botninn á skipinu svo það sykki ekki. Óvíst er um örlög skipsins en líklegt að það fari í brotajárn. 


mbl.is Þurfa að fjarlægja farm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lexía dagsins

Ég labbaði framhjá sambýli þroskaheftra um daginn. Húsið hafði háa skjólgirðingu umhverfis lóðina og ég heyrði fólk kalla á bak við: "13....13....13...13"

Þar sem skjólveggurinn var of hár til að ég sæi inn í garðinn, ákvað ég að kíkja inn um rifu sem ég sá á honum. Einhver hálfviti stakk þá priki beint í augað á mér!

Svo hrópuðu þeir: "14...14...14...14"

Lexía dagsins: Skiptu þér ekki af því sem þér kemur ekki við. 

 


Fuðuleg vinnubrögð

Vitstola maður skýtur úr byssu í allar áttir úr íbúð sinni. 

Tveir óvopnaðir lögreglumenn fá óbreyttan borgara (lásasmið) skömmu síðar til að opna íbúðina og verða fyrir skotárás.

Þeir leita skjóls hjá óbreyttum borgurum í íbúð fyrir ofan. 

Eftir um tveggja tíma umsátur og búið var að rýma stigaganginn og loka svæðinu í kringum húsið, ráðast vopnaðir sérsveitarmenn inn til mannsins og drepa hann.

Það er eitthvað verulega mikið að við þessa atburðarrás. 


mbl.is Lögreglan leitaði skjóls hjá fjölskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband