Áramótaskaupið - meiðyrðamál

Skaupið í gærkvöldi var það besta í mörg ár, ef ekki frá upphafi. Það eina sem ég get sett út á, var að Laddi skyldi leika forsetann. Fannst hann ekki alveg passa í hlutverkið. Þeir sem léku Sigmund Erni og Sigmund Davíð voru ótrúlega góðir og eins Örn Árnason, sem Sigurjón Árnason. Sömuleiðis þremenningarnir í Hreyfingunni og þá sérstaklega Margrét.

cocaine%20crosswalkÉg hafði fyrir löngu heyrt þá kjaftasögu að Jón Ásgeir væri kókaín neytandi. Það er auðvelt að koma slíkum gróusögum af stað, þó engin fótur sé fyrir þeim, en ég bjóst ekki við að skaupið þyrði að fjalla um það.

Spurning hvort Ríkissjónvarpið (skattgreiðendur) fái ekki á sig kæru fyrir þetta með tilheyrandi skaðabótakröfum. Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Í vissum kreðsum er þetta ekkert stórmál.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 18:53

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Margt líðst í áramótaskaupi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.1.2010 kl. 19:03

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gleðilegt árið kæri bloggvinur og þakkir fyrir skoðanaskiptin á liðnu ári. 

Já, gott skaup, ekki spurning.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.1.2010 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband