Dagpeningar sem landkrabbar fá fyrir störf fjarri heimili sínu, eru til að dekka kostnað við mat og gistingu. Ekki þurfa sjómenn að borga gistingu, en ef ég man rétt þá borga sjómenn einhvern hlut í matarkostnaði, a.m.k. hlut af olíu og umbúðakostnaði. Þær álögur finnst mér reyndar ósanngjarnar, svona svipað og að láta starfsfólk spítala, skóla eða banka borga rafmagnsreikninga vinnuveitanda síns.
En einu virðast margir gleyma varðandi sjómenn, en það er að þeir eru ekki að njóta opinberrar þjónustu líkt og aðrir launamenn, nema að takmörkuðu leiti. Þeir hafa hreinlega ekki aðgang að henni. Einhverntíma heyrði ég mann segja að kostnaður vegna björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar væri vegna sjómanna, en það er tóm vitleysa. Meirihluti útkalla þyrla LHG er á landi.
Það þarf að finna sanngjarna lausn á þessu máli fyrir sjómenn. Spurning að tekjutengja sjómannaafsláttinn.
Sjómenn fái dagpeninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.12.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ný stjórn, en sami gamli grauturinn?
- GLEÐILEG JÓL - frá ÖGRI bloggari
- Hringrásarslef
- Hvergi talað um að banna hvalveiðar
- Hin ljúfsáru jól
- Næsti landlæknir kemur ekki til með að búa að reynslu af stjórnunarstörfum á sviði heilbrigðisþjónustu
- Grjótari og Jakobsleiðin á hálendi Íslands
- Hótanir, Málsbætur??????
- Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins 2024
- 48 dagar
Athugasemdir
Enga vitleysu.
Fæðast þeir ekki á fæðingardeildum landsins og við hin? Eru þeir ekki jarðsettir í kirkjugörðum landsins eins og flest allir? Fá börn þeirra ekki grunnskólamenntun, eru þau yngri ekki á leikskóla? Aka þeir ekki á vegum landsins? Hlusta þeir ekki á útvarp?
Um hvaða þjónustu ertu að tala?
Ég væri líka alveg tilbúinn í að taka þátt í rafmagnsreikningnum ef ég fengi hlutfall af innkomunni þar sem ég vinn? Fá þeir ekki hlut af því sem inn kemur, er þá ekki eðlilegt að þeir borgi hlut af því sem út fer?
Annars er mér alveg sama um þetta eða hitt. Mér er sama hversu há laun þeir fá, hvort þeir borgi olíuna eða ekki, hvort þeir séu á föstum launum eða hlut. Mér er alveg sama. En ég hef engan áhuga á því að greiða fyrir þeirra skattaafslátt. Nei takk......
Birgir Örn Birgisson, 29.12.2009 kl. 13:58
Eru þið eitthvað ruglaðir, að sjálfsögðu á að borga sjómönnum sjómanna-afsláttinn!!! ef það á að afnema hann þá er réttlátast að afnema alla dagpeninga hjá öllum. Dagpeningar hjá landkröbbum er upphæð sem þeir fá borgað fyrir að vera að heiman ekki einhverjir matarpeningar. Þetta er ein enn dellan hjá þessu leikfélagi sem situr á alþingi.
daniel (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 14:13
Alveg sammála Birgi að það er tímabært að fyrirtæki standi undir sínum launakostnaði sjálf.
Þess vegna, af augljósum ástæðum, á að afnema persónuafsláttinn ekki seinna en núna!
Þessi bjánalegi persónuafsláttur gerir það að verkum að fyrirtæki sem greiða lágt kaup fá ríkisstyrk því hluti stór hluti launakostnaður þeirra er lækkaður með skattaafslættinum sem er persónuafsláttur. Fyrirtæki sem greiða hátt kaup greiða hlutfallslega meira í launatengda skatta og niðurgreiða því láglaunafyrirtækin. Það að fyrirtæki sem greiða lágt kaup séu styrkt með þessum hætti er hreinlega fásinna.
Sé persónuafslátturinn afnuminn þá fækkar þeim fyrirtækjum sem greiða lágt kaup og þau fyrirtæki sem greiða hátt kaup geta ráðið fleiri í vinnu! Þá hækka meðallaun í landinu ;)
Er þetta ekki það sem kallað er 'common sense'?
Lúðvík Júlíusson, 29.12.2009 kl. 14:17
Einhverra hluta vegna læðist að mér sá grunur að Birgir Örn Birgisson hafi ekki nokkra glóru um hvað hann er að tala en verst finnst mér, hans vegna, að hann opinberar heimsku sína svo um munar.
Athugasemd Lúðvíks Júlíussonar er bara hrein snilld og á ég þá ósk heitasta að sem flestir lesi hana og helst að hún rataði til manna sem um þessi mál fjalla.
Jóhann Elíasson, 29.12.2009 kl. 14:24
Sælir
Skv þeim sem skrifa hér að ofan væri þ.a.l. góð hugmynd að greiða eingöngu útlagðan kostnað, upp að marki, í stað dagpeninga og aksturskostnaðar. Ekki satt. Þá verða ríkisstarfsmenn ofl. verulega glaðir með kjör sín. Ekki satt? Allir til í að lækka sín kjör um tugi prósenta. Við erum svo hjálpsöm.
Kv.
Sveinbjörn
Sveinbjörn (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 15:09
Birgir Örn, sjómenn nota ekki vegina þegar þeir eru á sjó og þeir heyra ekki alltaf útvarp og aldrei sjónvarp. Þeir hafa ekki aðgang að opinberri þjónustu á sama hátt og aðrir, ekki aðgang að neinni þjónustu eins og aðrir.... þegar þeir eru á sjó.
-
Hins vegar hefur þetta kerfi verið misnotað af öðrum, sem í raun eru ekki á sjó, t.d. beitingarmönnum og e.t.v. einhverjum fleiri.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2009 kl. 15:31
Daníel... dagpeningar landkrabba ERU matar og gistipeningar
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2009 kl. 15:32
Sjómenn borga allan fæðiskostnaðinn ekki bara hluta. en við fáum
fæðispeninga frá útgerðinni per dag, en af þessum fæðispeningum borgum við
fullan skatt.
Maður á nú von á því að nafninu á þessum fæðispeningum verði breitt í
dagpeninga í næstu samningum, og þá verða þeir skattlausir. (og þá kemur
þetta nánast út á það sama)
Ingi Ragnarsson, 29.12.2009 kl. 15:57
Já og,
Fullir fæðisdagpeningar eru 8300 krónur á dag og gisting + fæði eru 18700
kr.
Ingi Ragnarsson, 29.12.2009 kl. 15:58
Kæri Gunnar, sú regla hefur almennt viðgengist meðal vinnuveitenda að borga ferðir og gistingu fyrir starfsmenn og hálfa dagpeninga sem eru mikklu hærri heldur en nokkurn tíman fæðiskostnaður. í rauninni á að ganga jafnt yfir alla grúppuna og afnema dagpeningana, hinsvegar ef að halda á dagpeningum ætti að borga sjómönnum þá líka. Það á ekki að mismuna fólki varðandi þessi mál þó að það sé með mishá laun.
daniel (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 16:07
Gaman að segja frá því að sjómanna afslátturinn er 987 kr. á dag
daniel (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 16:14
Sjómannaafslátturinn var ekki settur á til að bæta sjómönnum einhverja þjónustu sem þeir gætu ekki notið til jafns við flesta aðra landsmenn. Enda gætu þá margir stærri hópar átt sömu kröfu. Hann var settur á sem styrkur til útgerðarinnar þegar hún taldi sig ekki getað hækkað laun til samræmis við hækkanir sem orðið höfðu í landi og illa gekk að manna fiskiskipaflotann.
Stærsti hluti sjómanna sefur heima hjá sér og notar alla þá þjónustu sem er í boði. Og sjómannaafsláttur beitningamanna sem aldrei fara á sjó sýnir að þetta hefur ekkert með fjarverur eða þjónustuleysi að gera.
Fjarverur, þjónustuleysi, læknisleysi, sjónvarpsleysi eru allt síðari tíma afsakanir á þessari ölmusu sem fyrir löngu hefur misst allan tilverurétt.
Vilji sjómenn fá dagpeninga er réttast að þeir semji um það við sinn vinnuveitanda, eins og aðrir.
sigkja (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 17:11
það kemur mér á óvart að menn sem berjast gegn ölmusu eins og þeir kalla sjómannaafsláttinn séu ekki jafn harðir andstæðingar persónuafsláttar sem er ekkert annað en ölmusa til eigenda þeirra fyrirtækja sem greiða lægstu launin í þessu samfélagi á kostnað annarra skattgreiðenda.
Ætli þeir að vera samkvæmir sjálfum sér þá myndi ég vilja heyra í þeim á þeim vetfangi líka.
Þá getur þetta fólk sýnt og sannað að ekki sé verið að berjast gegn sjómannaafslættinum út af öfund og óvild heldur sé markmið þeirra réttlæti.
Lúðvík Júlíusson, 29.12.2009 kl. 19:15
Persónuafsláttur er hinn sami á alla. Ef fyrirtækin ættu að hækka launin sem nemur persónuafslættinum fengju allir sömu krónutöluhækkun, sama hver laun þeirra voru áður. Kostnaður fyrirtækjanna væri sá sami fyrir hvern starfsmann. Þú værir með sömu ráðstöfunartekjur og fyrirtækið hærri útgjöld. Kostnaðarauki per starfsmann væri sá sami hjá öllum fyrirtækjum. Hlutfallareikningur á varla við í þessu dæmi frekar en meðaltals veður í ESB ríkjum í þeirri umræðu.
Ég sé ekkert að því að fella niður persónuafslátt, en það verður þá að vera hjá öllum. Ekki bara rétthentum eða Reykvíkingum.
Óréttlætið við sjómannaafsláttinn er fólgið í því að þeir sem fá hann eru flestir ekki í neitt öðruvísi vinnu en aðrir launþegar. Og það eru engin rök til fyrir þessum afslætti. Það mætti eins veita rauðhærðum afslátt.
sigkja (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 20:22
Sigkja,
og eins eru engin rök fyrir því hvers vegna fyrirtæki sem greiða lágt kaup fái styrk til þess.
Styrkurinn felst í því að hlutfallslega eru tekjuskattar hærri eftir því sem laun hækka.
Þetta er allt spurning um hlutfall en ekki krónutölu. Fyrirtæki sem greiða lágt kaup þurfa að hækka laun hlutfallslega hærra en fyrirtæki sem greiða hátt kaup! Það er ölmusan!
Öll rök með afnámi sjómannaafsláttar eru þau sömu og með afnámi persónuafsláttar.
Lúðvík Júlíusson, 29.12.2009 kl. 21:13
Ahhhhh já auðvitað þeir aka ekki vegina. Ertu alveg viss um það? Eða aka þeir bara færri daga. ársins hring? Aka þeir kannski alveg jafn mikið en aðalega þegar þeir eru í landi? Skiptir það eitthvað máli hversu oft er ekið, eða hversu mikið? Ég þekki einn hann ekur ekki neitt hann fær engan skattaafslátt. Bíddu aðeins er ekki lagður helling af gjöldum á benzin til að standa undir gatnagerðagjaldi. Eru það þá ekki þeir sem aka sem greiða þessa vegi?
En fyrst og fremst eiga fyrirtæki að standa undir sínum launakostnaði sjálf, alveg eins öll önnur fyrirtæki.
Jóhann Elíasson getur bara haldið áfram að brúka kjaft á netinu án þess að þora að leggja eitt einasta orð í belg. Þeir sem hafa minnst að segja rífa oftast bara kjaft. Þannig er það nú bara.
Birgir Örn Birgisson, 29.12.2009 kl. 23:17
Annars er ég hjartanlega sammála þér Sigkja. Bullið í honum Lúðvík er í hæsta máta fyndið. Bara einn eitt bullið til að afvegaleiða umræðuna og að tala um öfund og óvild, Það bara dæmir sig sjálft.
Birgir Örn Birgisson, 29.12.2009 kl. 23:43
Já svo afsaka ég ofangreindar málfarsvillur. Ég sendi þetta óvart inn og gat ekki tekið út til leiðréttingar :)
Birgir Örn Birgisson, 30.12.2009 kl. 00:27
Þegar ég var á sjó (frystitogara og fragtara), þá var ég að jafnaði 240-250 daga á sjó á ári og var ekki að slíta götunum á meðan....
Allir vita, nema e.t.v. þú, Birgir, að vegagjaldið á bensínið fer ekki í vegagerð nema að litlu leyti.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.12.2009 kl. 02:18
Jú ég veit það alveg.
Mér finnst þetta með þjónustuna reyndar ekki vera kjarni málsins. En margir sjómenn tönglast svolítið á þessu. En mér finnst það bara ekki vera nógu haldbær rök. Því það er til fullt af fólki sem nota samgöngur landsins minna en sjómenn og þeir fá engan afslátt. Það er til fullt af fólki sem horfir ekki á Rúv en fær engan afslátt.
Svo er ég alls ekki viss hvort það ætti að horfa til þess hversu mikið viðkomandi notar vegina. Einhver tiltekin vegur getur verið sjómanni miklu meira virði en þeim sem vinnur í landi. En ég nenni svo sem ekki að fara í langar rökræður varðandi það.
En ég ber engan kala til sjómanna og vona að þeir fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Ég var sjómaður sjálfur. Ég vil bara að útgerðin greiði sínum mönnum laun. Alveg eins og öll önnur fyrirtæki í landinu.
Birgir Örn Birgisson, 30.12.2009 kl. 13:45
En varðandi vegagjaldið. Það skiptir ekki máli hvort hundraðkallinn sem innheimtur var sé nákvæmlega sá sem fer beint í vegagerðina. Hann fer í ríkissjóð og þaðan koma peningarnir sem lagðir er í gatnakerfið. þeir sem aka greiða. það er kannski greitt í vinstri vasa en borgað úr hægri vasa. En báðir vasarnir eru á sömu buxunum :)
Birgir Örn Birgisson, 30.12.2009 kl. 15:15
Þá á að kalla skatta og gjöld vegna bíla, eitthvað annað en vegagjald.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.12.2009 kl. 18:24
Já já það má alveg kalla þá eh öðru nafni. En það breytir því ekki að þeir sem keyra borga brúsann er það ekki ?
Birgir Örn Birgisson, 31.12.2009 kl. 03:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.