Í frétt í DV í dag er sagt frá hinu hörmulega slysi á Hafnarfjarðarveginum og þar er segir í fyrirsögn "Sparnaður möguleg orsök bílslyss".
Þó ég taki heilshugar undir það að þarna eigi að vera vegrið (og reyndar mun víðar), þá er ég algjörlega ósammála þessari fyrirsögn. Orsakir slyssins var ekki skortur á vegriði, heldur skortur á aðgæslu við akstur. Ökumaðurinn missti ekki stjórn á bíl sínum vegna vöntunar á vegriði, heldur vegna þess að hann ók óvarlega miðað við aðstæður.
Stundum sér maður í fréttum að viðkomandi "hafi lent í lausamöl og það hafi verið orsök slyssins. Þetta er líka rangt að mínu mati. Það "lendir" engin (óvart) í lausamöl. Lausamöl er á öllum vegum sem ekki hafa bundið slitlag. Lausamölin stekkur ekki óvænt í veg fyrir bílana heldur aka bílstjórarnir of hratt miðað við aðstæður og eigin færni.
Lést í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennaraâ⬦eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
Athugasemdir
Sæll bróðir minn. Oft hef ég lesið athugalemdir frá þér um vinstri menn. Þeir eru auðvitað samir við sig og vilja bæta samfélagið með heiðarleika og bræðralagi sem þér er mjög í nöp við. Það er miklu betra að græða á daginn og grilla á kvöldin, þannig líður manni best, eða er það ekki? Þessi athugasemd þín er hinsvegar langt því frá sanngjörn elsku bróðir minn. Margir eiga þarna um sárt að binda og samkvæmt áræðanlegum heimildum missti ökumaðurinn sem ók í suður ekki stjórn á bíl sínum heldur fékk hann aðsvif, eða eins og ein heimild segir fékk hann heilablóðfall. Þessvegna hefði vegrið getað komið í veg fyrir alvarlegt slys Gunni minn. Af því ég þekki þig og þó ég sé ekki sammála þér í afstölu þinni til þjóðmála þá ert þú ekki vondur maður og þess vegna bið ég þig að byðja viðkomandi fjólskyldur afsökunar á þessum dómi þínum bróðir minn.
Með vinsemd og bróðurlegri kveðju Einar
Einar Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 05:09
Tek heilshugar undir þetta hjá þér Einar,maður er bara orðlaus yfir svona skrifum,
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 12:33
Ég hafði reyndar ekki heyrt að maðurinn hefði fengið aðsvif. Í fréttinni sem ég las um atburðinn, var sagt að maðurinn hefði misst stjórn á bílnum í mikilli hálku og skömmu áður hefðu vegfarendur kvartað við Vegagerð/lögreglu vegna þess.
-
Einar, að þú skulir blanda pólitískum skoðunum mínum í þetta mál er þér til minnkunnar. Að þú skulir ekki skilja inntak pistilsins betur en þetta, segir meira um þig en mig. Það hvarflar ekki að mér að biðja neinn afsökunnar, ég hef ekkert gert rangt, heldur einfaldlega komið með þarfa hugleiðingu um umferðarmál.
-
Ég votta aðstendum mannanna samúð mína og skiptir mig þá engu hvernig slysið bar að höndum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2009 kl. 13:23
Þessar "áræðanlegu heimildir" þínar.....
Samkvæmt fréttum áðan eru orsakir slyssins ókunnar og málið í rannsókn hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa.
-
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2009 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.