Ólafur Ragnar, forseti, móðgaði sendiherra Bandaríkjanna með því að hætta við orðuveitingu á Bessastöðum, rétt áður en sendiherrann renndi í hlað. Sumir segja að það sé ástæðan fyrir því að enginn sendiherra frá landi tækifærana hafi verið hér síðan. En gæti mál Bobby Fischers haft eitthvað með afstöðu Bandaríkjamanna til Íslendinga að gera?
Bandaríkjamenn höfðu reynt að klófesta Bobby Fischer í rúman áratug, þegar honum var smeygt inn í íslenska himnaríkið, gegn vilja þeirra. Fischer fékk flýtimeðferð hér og var gerður að íslenskum ríkisborgara á met tíma. Íslendingar sýndu Bandaríkjamönnum fingurinn.
Ekki löngu seinna fékk ákvörðun um veru bandaríska varnarliðsins á Íslandi, flýtimeðferð hjá stjórnvöldum vestanhafs. Herstöðin var yfirgefin á met tíma.
Og skömmu síðar, þegar Bandaríkjamenn ljáðu máls á því að auka gjaldeyrisforða Norðurlanda, var Ísland undanskilið. Var það vegna Bobby Fischers?
Og nú er enginn sendiherra......
Efast um hjónaband Fischers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vörn gegn tollum Trumps?
- Ingólfur Jónsson frá Prestbakka og nútíma jól
- Forseti USA heldur tæpur.
- Jóladagshugvekja í allri helgislepjunni.
- Fæðingardagur frelsarans er 25. desember. Jafnvel þeir sem ekki eru kristnir eða efast hafa gott af því að hugleiða hans friðarboðskap að minnsta kosti einu sinni á ári - þann dag
- jólaálfur
- Gleðilega jólahátíð
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjórn -- viðurkenni að ég á pínu erfitt með að sjá hvernig stjórnin ætlar að ná utan um fjármögnun dýrustu kosningaloforða a.m.k. á þessari öld, með tekjuskattshækkanir fyrirfram útilokaðar!
- Gleðilega hátíð
- Jólakveðja
Athugasemdir
Svarið við öllum þessum spurningum er eitt og hið sama: nei.
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 14:51
Gunnar, það skyldi nú ekki vera,eftir allt saman að þetta sé skíringin/best gæti maður trúað því/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 9.12.2009 kl. 15:31
Það er mjög nærtækt að halda að utanríkisstefna BNA byggist á því hvort einhver hafi móðgast eða ekki. Svo er náttúrulega alþjóðlegt samsæri í gangi gegn íslendingum og taka BNA þátt í því eftir besta mætti.
Það má gera ráð fyrir að gleymi íslendingar að senda Obama jólakort í ár verði sendiráðinu lokað milli jóla og nýárs. Mjög snöggt.
Af því að bandaríkin eru vond og islensk stjórnvöld klaufar og hálfvitar.
Þetta Fischer mál er náttúrulega alger hneisa, enda lögðu Bandaríkin allt varnarmálastarf að veði til þess að ná í helvítis karlinn. Við hefðum frekar átt að lokka hann hingað og framselja hann. Þá væri væntanlega herstöðin ennþá á sínum stað og miklu stærri.
Jón (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 15:47
"Orðið á götunni" segir að vegna þess að Ólafi Ragnari var ekki boðið að vera viðstaddur embættistöku Obama forseta, eins og flestum þjóðarleiðtogum heims, hafi því Ólafur hefnt sín á kananum með þessari orðuveitingarhneisu.
Ólafur Ragnar er hefnigjarn og gleymir aldrei..... eins og fíllinn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2009 kl. 16:30
Það er auvitað vitað að kaninn var lengi búinn að vera með það á stefnuskrá sinni að draga úr umsvifum herstöðvarinnar hér og vildu í raun burt. Og e.t.v. er sendiherradæmið vegna almenns niðurskurðar og sparnaðar hjá þeim. En svona mál eru alltaf viðkvæm og þurfa "varlega" meðhöndlun. E.t.v. voru Bandaríkjamenn að leyta að átyllu og gripu þetta fegins hendi.
-
Að við skyldum ögra þeim með þeim hætti sem við gerðum í Fischer-málinu, er litið alvarlegum augum. Stórveldin í heiminum hugsa smáríkjum þegjandi þörfina ef þau rífa mikið kjaft. Það segir sagan okkur a.m.k.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2009 kl. 16:41
Þeir lokuðu fullt af herstöðvum á þessum tíma. Kunningi minn í Bretlandi sagði mér frá einni þar í landi sem var lokað. Einnig veit ég að á þessum tíma stóð til að loka fullt af herstöðum í Bandaríkjunum og ég veit að fólk í Rapid City í suður Dakóta var á tánum vegna þess að það stóð til að loka herstöðinni þar Ellsworth afb. en var hætt við.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 17:16
Takk fyrir þetta, Rafn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2009 kl. 17:17
Það er margt til í þessari tilgátu. Annað mál er íhlutanir í máli dæmds drengs og frá heimsókn Davíðs til Mexico þar sem Hann hitti Zaragozzanna sem er ein voldugasta fjölskylda Mexico og þekkt af misjöfnu hann gaspraði með það eftir fundin með þeim að íslenskur útflutningur til USA gæti farið í gegnum fyrirtæki þeirra í Mexico og bakdyraleiðina inní USA í krafti NADA .Ég hef ekki verið í aðstöðu til að finna fréttir frá heimsókninni á netinu.
Huckabee, 9.12.2009 kl. 20:04
Það eru fíkniefni, völd og þessir líka æðislegu peningar, eða þannig, sem enn fá að stjórna heiminum. Þvílík hörmung. Aumingja Bobbi var því miður klár og ríkur og nú þurfa aðstandendur hans að líða fyrir það.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir sagði sem satt var, að það væri hvorki gott að hafa of lítið né of mikið af því glópagulli sem peningar eru. Hvorutveggja leiðir til hörmunga að mínu mati.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.12.2009 kl. 21:43
Í dag er sorgardagur Gunni minn því gamall vinur þinn féll frá í dag allt of ungur blessuð sé minning hans.
Kv. Harpa.
Harpa Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 22:01
Já Harpa. Maður er varla búinn að átta sig á þessu ennþá.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2009 kl. 23:42
E.t.v. þarf að horfa á málið frá sjónarhóli Bandaríkjamanna. Á hvaða hátt þjónar það hagsmunum Bandaríkjanna að hafa öflug og góð vinatengsl við Ísland? Hvað græða þeir á því?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 09:52
Ef það var vegna Fischer væri það þess virði.
Róbert (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.