Hvað er til ráða?

Það verður hlutverk mitt á næstunni að leita allra ráða til þess að ökunemendur mínir hagi sér ekki með þeim hætti sem pilturinn gerði samkvæmt viðtengdri frétt.

En þetta er ekki einfalt mál.

Ungi ökumaðurinn getur hagað sér óaðfinnanlega í ökunáminu og í æfingakeyrslunni. Hann stenst öll próf um andlega og líkamlega getu til að aka bifreið og þá er hann kominn með ökuskírteini. 

Ákveðinn áhættuhópur ungra ökumanna (og þar eru karlmenn í miklum meirihluta), lenda í fleiri og alvarlegri slysum en aðrir jafnaldrar þeirra. Hraðakstur er þar efstur á blaði sem orsakavaldur. Það er ökukennarans að meta nemandann því ökunám verður alltaf að stórum hluta einstaklingsmiðað nám.

Ég ætla ekki að fara í nánari skilgreiningar á áhættuhópum en segi þó það að innsæi ökukennarans er mikilvægur þátttur í matinu á nemandanum. Það veltur á því innsæi hvort ökukennaranum þyki ástæða til að tala við foreldra nemans, með það fyrir augum að fá frekari gögn um viðkomandi, með samþykki foreldranna að sjálfsögðu.

Þarna getur efinn legið


mbl.is Tekinn á 147 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er svo gaman að keyra hratt, sá er vandinn.

Baldur Hermannsson, 3.12.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, en þetta getur átt sér djúpstæðari rætur hjá 17 ára unglingi með skerta sjálfsmynd.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2009 kl. 19:14

3 identicon

en þarf ekki ökukennarinn að hafa einhverja smá kunnáttu í akstri td á veturnar í hálku og snjó ?????

Þetta segir mér bara að ef að þú ert að fara að gerast ökukennari þá geta allir orðið ökukennarar

Guðmundur Fr Þorsteinsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 10:36

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Úff, nú skjóta menn af þungvopnunum.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 10:55

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Guðmundur Frímann, félagi minn í snjómokstri hjá Vegagerðinni fyrir nokkrum árum, á helstu fjallvegum á Mið-Austurlandi.....

-

Nú situr helvítið og skellihlær

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.12.2009 kl. 11:05

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe engar skræfur á þessum bæ heyri ég.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 11:08

7 identicon

HaHa Gangi þér bara vel

Guðmundur Fr Þorsteinsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 11:53

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það Guðmundur

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.12.2009 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband