Mér skilst að þetta hafi sést á bloggi einhversstaðar, en ég fékk þetta sent í e-mail. Ég læt fylgja með nokkrar myndaskrítlur til skrauts.
Eftirfarandi bréf barst stjórnendum MK á dögunum frá nemanda sem vill
koma á nýtískulegum kennsluháttum í skólanum:
Mörgum nemendum finnst kennarar þeirra vera ótrúlega leim og voða
mikið bara að kenna eitthvað júsless stöff. Allar bækurnar sem eru
lesnar í íslensku eru t.d. most boring bækur ever sem enginn les nema
einhverjir proffar! Án djóks! Svo tala þeir einhvað fokking fornmál
og maður bara VÓ! og skilur ekki rass og svo hrauna þeir bara yfir
mann ef maður spyr kannski aftur hvað hafi skeð fyrir einhvern í
einhverri sögu!
Kannski ættu kennarar að pæla í því að gleyma gömlu kennsluaðferðunum
sem eru nú ekkert til að hlaupa húrra fyrir og þeir eru búnir að nota
síðan í örlý seventís og fara að öpdeita sig aðeins.
Þeir gætu t.d. komið sér upp kennslusíðum á feisinu og gætu þá addað
nemendum og þá nottla bara þeim sem hafa áhuga. Þá gætu kennararnir
líka tjattað við nemendur og búið til allskonar quiz og test sem
nemendum þætti gaman af í staðinn fyrir að vera alltaf að bögga
nemendur með sjúklega leiðinlegum prófum.
Svo er gegt góð hugmynd að nemendur gætu þá líka alltaf kommentað á
t.d heimanámið því það er ógeðslega fúlt að hafa of mikið að gera eða
verið með reitings á kennsluna og kannski gætu kennarar sem skora
hátt fengið hærri laun eða eikkað.
Kennarar gætu líka verið með til dæmis groups um kjörbókarritgerð og
þá gætu þeir bara joinað sem ætluðu að lesa heila bók eða sollis og
fá þannig 10% .
Kennaranir gætu líka sett inn events þegar væri að koma próf og sent
nemendum bara invitation þá myndu allir pottþétt vita það. Ekki eins
og núna þegar stundum er ekki einu sinni sagt manni að það sé próf
næsta dag! Kommon!
Svo ef kennarinn sé veikur þá er næs að hann geti bara sett það í
statusinn og nemendur sjá það og bara hjúkket! Frí! Sjitt hvað það
væri osom!
Svo gætu allir sett inn myndir bara svona normal myndir ekkert
djúsí sem kennarinn má ekki sjá ;) og þá er hægt að tagga aðra
nemendur á myndunum og þá væri miklu meira easy skiluru fyrir
kennarann að muna hvað allir heita sko.
Kennarar gætu líka kennt bara online og allir fengu mætingu ef þeir
væru loggaðir inn. Það væri svít. Þá gætu nemendur bara tjillað heima
kannski og dánlódað bara öllu draslinu í tölvurnar eða ipodana sína!
Allavega er aðal issjúið að kennarar átti sig á því að núna eru þeir
í tómu tjóni og það sé möst að þeir geri huge breytingar á kennslunni
sko! Sorrý en þeir verða að spá í að þeir eru líka í keppni við allt
hitt stöffið sem nemendur geta skemmt sér við í tölvunum. Það er
audda miklu skemmtilegra að spila tölvuleik eða að horfa á eitthvað á
Youtube heldren að hlustá einhvern kennara tala. En whatever...eikkað
er greinilega að og því er skorað á kennara: Reynið að láta
nemendunum hlakka til að mæta í tíma til ykkar og þið rúlið!
Luv,
xoxo
Pétur með 31. útgáfu petrísk-íslenskrar orðabókar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | 27.11.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 946109
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Framtíðin er komin, og einhver vél er til sem slappar af fyrir þig
- Tæling Englands
- Sprellfyndin menning
- Draga upp ranga mynd
- Draga upp ranga mynd
- Alvöru sparnaður
- Stjórnmálaleiðtogar ydda blýanta fyrir komandi friðarviðræður
- Álfabakkahúsið er minnisvarði
- Væri fólkið á Sauðárkróki opið fyrir því að hitta 100% mennska gesti frá öðrum stjörnukerfum Y/N?
- Munu heilbrigðisstarfsmenn stíga fram (á aldrei von á kennurum, sem sýnir aumingjagang stéttarinnar)
Athugasemdir
Ég sá á öðru bloggi að þetta "bréf" hafi verið samið af íslenskukennara sem verkefni. Verkefnið var að "þýða" bréfið á íslensku.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2009 kl. 11:14
Ok... þetta er orðin flökkusaga
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.11.2009 kl. 11:43
Off topic - ég sá að þú hefur skrifað um 'hnattræna hlýnun' og vildi bara benda þér á risastóra frétt sem lítið hefur farið fyrir - Climategate
Climategate vikugamalt - yfirlit
Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 10:14
Takk fyrir þetta, Gullvagn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.11.2009 kl. 21:03
Stærðfræðidæmið er náttúrulega snilld!!.......:-))....... dálítið óheppilegt að táknið fyrir óendanlegt skuli vera eins og talan 8 á hliðinni!!......
Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 23:01
Já, sérlega óheppilegt í þessu tilfelli
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.11.2009 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.