Söngur í bókasafni Reyðarfjarðar

Dagar myrkurs er menningarhátíð sem haldin er í nóvember ár hvert í Fjarðabyggð. Kórinn okkar á Reyðarfirði er á flandri á hverju kvöldi þessa vikuna og höfum við sungið m.a. á Fáskrúðsfirði fyrir eldri borgara, á Reyðarfirði í miðju bridgemóti Bridgefélags Fjarðabyggðar, tvisvar á Eskifirði, nú síðast í gærkvöldi á bókasafni bæjarins og í kvöld kl. 21.00 munum við syngja í bókasafninu í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Einnig munum við syngja í Molanum um sex leytið á föstudag og í sal eldriborgara á Reyðarfirði á laugardag.

Söngskrá okkar tekur um 20 mínútur í flutningi og er efnisvalið fjölbreytt, allt frá franskri miðaldatónlist til afrísks Zulu-söngs. Einnig syngjum við Ást, sem Ragnheiður Gröndal gerði vinsælt hér um árið og hið sívinsæla lag Einskonar ást með Brunaliðinu, að ógleymdu Angels, eftir Robbie Williams sem heyra og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Ég hvet alla tónlistarunnendur til að koma og hlusta á okkur í bókasafninu í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband