Hættir að rigna?

Einhversstaðar las ég en man ekki hvar, að þó jöklar hyrfu að mestu í Himalaya, þá væri fjarri því að ár þornuðu upp, nema það hætti jafnfram að rigna/snjóa í fjöllunum. Hafa komið fram vísindalegar sannanir fyrir því að það muni gerast?

Þeir sem ala á heimsendaspádómum varðandi hnattræna hlýnun, tala um ofsaflóð, brakandi þurrka, fellibylji og hækkandi sjávarstöðu og allt fari á versta veg ef ekki verða settir skattar og aðrar hömlur á losun gróðurhúsalofttegunda. Sumir segja: "Ok, kannski gerist þetta ekki, en viltu taka sénsinn?"

Mengun er vandamál, fæstir neita því og ýkjuáróður um loftslagsmál flýtir eflaust fyrir tækniþróun varðandi mengunarvarnir. Það er þó jákvætt.

Beijing_pollution_

Loftmengun í Peking.


mbl.is Segir hlýnun ekki ástæðu þess að jöklar hopi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er rétt, árnar munu ekki þorna - nema þá á þurrkatímum ólíkt því sem nú gerist.

Jöklar dempa sveiflur í rennsli fljótanna, ef þeir eru ekki lengur til staðar þá stjórnast vatnsmagn að mestu leiti af því hversu mikil úrkoma er - mikil úrkoma þýðir þá mikið vatnsmagn, lítil úrkoma lítið vatnsmagn.

Höskuldur Búi Jónsson, 10.11.2009 kl. 16:08

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En samt vatn... og nóg af því, segja sumir

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2009 kl. 17:18

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það má þó búast við töluverðum uppskerubresti - þá mánuði eða ár sem að úrkoman verður lítil.

Höskuldur Búi Jónsson, 10.11.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband