Þorleifur Gunnlaugsson var í hópi með sex mótmælendum sem handteknir voru fyrir utan Hilton hótelið í janúar sl. en þar fór fram móttökuathöfn vegna málstofu á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO)
Fyrir um ári síðan lak hann út trúnaðarupplýsingum um skjólstæðing félagsmálanefndar Reykjavíkurborgar í fjölmiðla, í þeim tilgangi að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína.
Hér er Þorleifur í hópi grímuklæddra mótmælenda við Hilton Hotel.
Segir Þorleif ekki fara með rétt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.11.2009 (breytt kl. 17:32) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvaðan kemur þessi kyn- kynlífs- og trans"fræðsla" barnanna okkar?
- Tvöfalt eftirlit EES
- Sigur LJÓSSINS yfir myrkrinu?
- Pútin borðar okkur ekki, að sögn
- Það er rétt að halda til haga SPURNINGUM ATVINNULÍFSINS TIL FORMANNA HELSTU FLOKKA Á ALÞINGI.
- Raunvextir húsnæðislána í Bandaríkjunum á svipuðu róli og á Íslandi
- Vinstri skipbrot í Bandaríkjunum og Evrópu
- Derrick mættur á svæðið
- Samfylkingin gegn Suðurkjördæmi
- Herratíska : CORNELIANI í veturinn 2024
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Fólk
- Fékk fyrirframgreiddan arf en er peningurinn búinn?
- Birnir sendir frá sér nýtt lag
- Eyþór Arnalds: Ég er rétt að byrja
- Myndir: Svona var fyrsta kvöldið á Airwaves
- Þótti óviðeigandi að hagnast fjárhagslega
- Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne
- Forvitnin er mjög ríkjandi í okkur öllum
- Þrír grunaðir um aðild að andláti Payne
- Á fátt sameiginlegt með Lúkasi
- Íslensk athafnakona fagnaði með Trump í Flórída
Athugasemdir
Já, Gunnar, Þorleifur Gunnlaugsson er ærlegur maður með hjartað á réttum stað. Það er eitthvað annað en auðvaldssleikjurnar, sem réru öllum árum að því að leggja þjóðfélagið á hliðina.
Jóhannes Ragnarsson, 6.11.2009 kl. 18:57
O,joj, joj, JÓHANNES!!!!!!
Stefán Lárus Pálsson, 6.11.2009 kl. 22:21
Ég sé aðeins einn grímuklæddan í þessum "hópi grímuklæddra" og þekki hann eðlilega ekki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2009 kl. 00:08
Þorleifur er auðþekkjanlegur þarna, sá fremsti grímulausi
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 00:18
Sæll Gunnar
Haraldur heiti ég og er sonur umrædds Þorleifs. Langar aðeins að leggja nokkur orð í belg vegna þessarar færslu.
---
Það er rétt hjá þér að Þorleifur er þarna myndaður í hópi fólks sem mótmælti því að hernaðarbandalið NATÓ fundaði hér. Einhverjir voru þarna grímuklæddir en eins og þú segir sjálfur þá er Þorleifur grímulaus. Enda hefur hann ekkert að fela.
Hann hefur verið á móti NATÓ frá því að ég man eftir mér. Þú kannt að vera ósammála þessari skoðun hans en það er varla neitt eðlilegra í lýðræðissamfélagi en að menn nýti sér rétt sinn til að stunda friðsamleg mótmæli. Í mínum huga er mótmælandi ekki slæmt orð. Það væri hinsvegar slæmt ef allir væru meðmælendur.
Það má ennfremur skilja orð þín þannig að Þorleifur hafi verið handtekinn. Svo það komi skýrt fram þá var hann ekki handtekinn (það voru hinsvegar aðrir en af þeim veit ég ekki til þess að neinn hafi verið ákærður, hvað þá dæmdur.)
---
Varðandi leka á trúnaðarupplýsingum þá voru það upplýsingar sem fóru til fjölmargra fjölmiðla með tölvupósti sendum frá Þorleifi. Það er ekki kallað að leka upplýsingum. Fréttatilkynning er ekki leki. Hann kom þessum upplýsingum á framfæri.
Upplýsingarnar sem um ræðir komu frá stúlku sem nýtti sér þjónustu sem hugmyndir voru uppi um að breyta. Stúlkunni, sem notanda, leist illa á þessar breytingar og hafði þessvegna samband við Þorleif. Að fengnu samþykki stúlkunnar og foreldra hennar kom hann þessum upplýsingum á framfæri eins og áður hefur komið fram.
Hann gerði hinsvegar þau mistök að honum láðist að taka nafn stúlkunnar út úr bréfinu. Þessi mistök voru tæknileg en ekki sprottin af einhverjum illum vilja. Þeir fjölmiðlar sem fengu bréfið í hendurnar gerðu sér grein fyrir því að um mistök var að ræða og birtu því nafn hennar að sjálfsögðu ekki. Þannig varð skaðinn af þessum tæknilegum mistökum enginn.
---
Vona að þetta skýri málin fyrir þér. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir er þér velkomið að hafa samband við mig og ég mun þá svara þér eftir bestu getu.
Kær kveðja
Haraldur
Haraldur Ingi Þorleifsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 15:21
Takk fyrir þetta Haraldur.
Sjálfur var ég eitt sinn á móti Nato og fór m.a.s. í Keflavíkurgöngu gegn þeim einu sinni, svo ekki er ég á móti því að menn mótmæli, þó mín skoðun hafi breyst síðan þetta var. Mér finnst hins vegar ekki sama hvernig fólk mótmælir.
Ég segi hvergi að faðir þinn hafi verið handtekinn, heldur einungis að hann hafi verið í hópi með sex mótmælendum sem handteknir voru. Ég vissi að hann var ekki einn þeirra.
-
Varðandi "trúnaðarlekan", þá man ég ekki betur en nafn stúlkunnar hafi komið fram í fjölmiðlum og að hún (eða foreldrar hennar) hafi kvartað undan því.
Það er auðvitað ábyrgðarleysi af föður þínum að senda fjölmiðlum "óvart" nafn stúlkunnar, en það er hægt að fyrirgefa honum það, ef um sannarlegt óviljaverk hafi verið að ræða.
-
Og aftur... takk kærlega fyrir innleggið og útskýringar þínar... fyrir hönd föður þíns.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2009 kl. 16:52
Takk fyrir svarið Gunnar
Það er satt hjá þér að það er alls ekki sama hvernig fólk mótmælir. Veistu til þess að Þorleifur hafi farið yfir einhver strik í þessum mótmælum?
---
Ég þekki málið með stúlkuna mjög vel. Nafn hennar kom ekki fram í neinum fjölmiðli. Eins og áður segir láðist honum að taka nafn hennar út á einum stað. Það var sannanlega óvart enda tekur hann sérstaklega fram í upphaflega bréfinu sem hann sendi á fjölmiðla að nafnið hafi verið tekið út.
Svona að lokum er hér brot úr yfirlýsingu sem foreldrar stúlkunnar sendu frá sér vegna þessa máls:
---
"Reynt hefur verið að drepa á dreif umræðu um niðurskurð borgaryfirvalda á fjárframlagi til unglingastarfs í borginni. Hæst hefur borið bréf sem Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi sendi til fjölmiðla um þetta málefni þar sem fram kom nafn einstaklings án þess að nafnbirting væri sérstaklega heimiluð. Viðkomandi borgarfulltrúi hefur beðist afsökunar á nafnbirtingunni en augljóst er að þar var um mistök að ræða sem hann kom á framfæri við fjölmiðla.
Þetta mál er okkur skylt því bréfritarinn er dóttir okkar. Í ljósi umræðunnar sjáum við ástæðu til þess að taka það skýrt fram að umrætt bréf var sent fjölmiðlum með samþykki dóttur okkar og með samþykki og vitund okkar einnig. Þannig var í engu við borgarfulltrúann að sakast. Á öllum stigum máls hafði hann samband við fjölskylduna og var umhugað um að ekkert væri gert í hennar óþökk.
Við álösum borgarfulltrúanum ekki fyrir eitt eða neitt í hans framgöngu. Þvert á móti þökkum við fyrir einarðan stuðning hans við brýnt málefni.
Umræða um nafnbirtingu má ekki verða til að fólk missi sjónar af mikilvægi málefnisins sjálfs, mikilvægri umræðu um úrræði fyrir unglinga sem lenda í tímabundnum erfiðleikum. Við skorum á fjölmiðla að taka þetta málefni föstum tökum og fjalla um kjarna málsins, hvernig standa á að unglingastarfi í borginni. "
---
Kær kveðja
Haraldur
Haraldur Ingi Þorleifsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 17:19
Takk fyrir þetta, Haraldur. Þá er þetta komið á hreint.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2009 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.