Dýravernd er göfug hugsjón, alveg eins og umhverfisvernd. Öfgafólk úr röðum dýra- og umhverfisverndarsinna, skaða þó oftar en ekki málstaðinn.
Um daginn var umdeildur þáttur um minnkaeldi sýndur í danska sjónvarpinu. Þar var til umfjöllunar meint ill meðferð á dýrunum. Var farið með falda myndavél inn á minkabú og sýndar hroðalegar aðstæður dýranna.
Þátturinn hefur vakið umtal og er talið líklegt að hann munu valda breytingum á lögum og reglugerðum sem lúta að minkabúum. Í þættinum voru sýndir minkar í minkabúrum og þjást þeir augsjáanlega af sýkingum, hafa opin sár og eru beinbrotnir. Myndirnar eru teknar með falinni myndavél sem dýraverndunarhópurinn Anima náði
Ég hef ekki séð þennan þátt en ég fordæmi illa meðferð á dýrum. Ég kannast hins vegar við aðferðir svona öfgahópa og þau áhrif sem þær valda. Er það sem fram kemur í myndinni rétt? Samtök minkaræktenda í Danmörku segja að svo sé ekki.
Dan Jörgensen sem situr á Evrópuþinginu vill vill láta banna minkaeldi gersamlega á danskri jörð, líkt og er þegar tilfellið í Stóra Bretlandi og Austurríki. Tillaga um minkaeldisbann á örugglega eftir að koma fram innan ESB.
Ísland verði minkaland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fjölmiðlar | 3.11.2009 (breytt kl. 23:27) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
Athugasemdir
Hvernig væri þá að allir ræktunar minkar væru örmerktir og ef x margir minkar nást frá sama ræktanda þá ætti hann á hættu að missa starfsleyfið.
Minkar eru ekki náttúrulegir í íslenskri náttúru og eru alvarleg vá gagnvart fuglalífi landsins. Þeir drepa til þess að drepa, ekki aðeins til ætis.
Helena (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 23:47
Mætti alveg skoða þessa hugmynd, Helena.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2009 kl. 00:32
Ef ég man rétt þá hefur þetta verið reynt áður, með skelfilegum afleiðingum.
Þeir sluppu allir út.
Þráinn Jökull Elísson, 4.11.2009 kl. 01:00
Minkurinn er þegar dreifður um allt landið og orðin hluti af náttúrunni svo engu breytti þótt einhverjir aliminkar til viðbótar slyppu út.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2009 kl. 02:33
Minkar eru orðnir partur af íslenskri náttúru í dag og ég efast um að þeim verði útrýmt.
Ég held að umgjörðin og öryggið sé nú eitthvað skárri í minkabúum nútímans miðað við þau sem voru hér fyrir Seinni heimsstyrjöldina
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2009 kl. 02:35
Heh... nánast sama kommentið á næstum sömu mínútu, Axel
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2009 kl. 02:36
Sæll Gunnar,
Þeir minkar sem sluppu út í fyrstu umferð minkaeldis á Íslandi voru valdir að verulegu tjóni. Við sáum þetta í sveitinni þegar silungurinn í ánum hvarf gersamlega á nokkrum árum eftir að minkurinn fór að setjast að innfrá. í kjölfarið hvarf kríuvarp sem var talsvert á eyrunum milli Grænuhlíðar og Stuðla. Á eftir kom múkkinn sem fór að hreiðra um sig bæði í Grænafellinu og eitthvað líka í klettunum fyrir ofan hjá okkur. Á tímabili var maður í vandræðum við slátt og heyskap á sumum túnum því maður var að klessukeyra þessi ungagrey út um allt.
Ég man eftir að minkur komst í endur hjá Sléttubóndanum og syni hans fyrir margt löngu og stútaði öllum stofninum nokkrum sinnum. Ég held að þrjóskan í minknum hafi sigrað á endanum;) Pabbi heitinn var með endur síðustu árin sem hann bjó innfrá og fékk að hafa þær í friði að mestu enda virtist minkurinn hafa hopað þar eftir að það voru gerðar atlögur að honum í kring um 1990 ef ég man rétt. Þá var fenginn minkaveiðimaður og ég man að þegar hann kom inneftir þá hafði hann náð 50 dýrum á leiðinni frá Vattarnesi!
Minkurinn er sérlega agressívur og getur drepið margfalt það sem hann þarf að éta og margar sögur, sumar sannar og sumar lognar er ég viss um, af minkum sem komust í hænsnakofa og lögðu bústofninn að velli eins og hann lagði sig.
Það þarf að fara varlega í það að koma upp nýjum minkabúum og nýjum atvinnuvegum. Ég óttast að þetta verði eins og minkarnir og refirnir og laxeldið, það verði ruglað í þessu þar til að allir fara í þetta, enginn kemur neinu á koppinn og allt fer út um þúfur með tugmilljarða tapi. Allir verða að græða og verða ríkir með slíki offorsi að vitið víkur algjörlega fyrir ruglinu. Mér finnst menn verði sérstaklega að fara varlega núna þegar þjóðin er að súpa seyðið af síðasta rugli og ég óttast að það næsta verði bara ennþá verra.
Ég er ekki í nokkrum einasta vafa um að meðferð minka á stórbúum í Danmörku og annars staðar er ekki upp á marga fiska. Ég hef séð allt of margar myndir og myndbönd frá verksmiðjubúum hér í Bandaríkjunum til þess að þurfa að velkjast eitthvað í vafa um það<g>. Fyrirtæki hér hafa neyðst til að hætta viðskiptum við risabú vegna þess að upp komst um hörmulegar aðstæður bæði dýra og verkafólks, sem samrýmdust ekki reglum hér, sem geta ekki kallast sérlega strangar miðað við flest Evrópulönd. Þetta hefur sérstaklega átt við um fuglabú (kjúklinga og kalkúna)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 4.11.2009 kl. 02:51
Ég hef persónuleg kynni af einu minkabúi, sá meira að segja um það í afleysingum fyrir rúmum 20 árum síðan. Dýrin voru vel haldin en aðvitað eru þessi búr ekki kræsileg, en þau þekkja ekkert annað og ég held að minkarnir séu ekkert að spá í tilveruna í frelsinu.
Ég tek undir flest sem þú segir, Arnór, þetta eru skaðræðisskepnur. Einhverjir minkar munu alltaf sleppa, en ég hef ekki trú á því að það verði vandamál og skipti engum sköpum um núverandi stærð minkastofnsins.
Kveðja til þín, Arnór
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2009 kl. 03:32
Reyndar sagði Siggi á Sléttu mér frá því að það hefðu alltaf verið sveiflur í silungastofninum í Sléttuá. Væri svipuð og sveiflan í rjúpnastofninum.
Ég held að minkurinn hafi ekki numið land á Austfjörðum fyrr en eftir 1970, jafnvel nær 80.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2009 kl. 03:37
Og almennt, varðandi meðferð á dýrum, þá eru alltaf svartir sauðir alls staðar og það þarf að uppræta illa meðferð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2009 kl. 03:39
Minkaeldi gengur vel eins og er, - út af falli krónunnar. En allt loðdýraeldi hefur gengið brösulega síðustu ár, m.a. út af of hárri krónu og svo aðgerðum dýraverndunarsinna o.þ.h.
Það var verið að ota þessu að bændum, og þetta spratt upp um allar sveitir, og rak sig svo ekki þegar til kom.
EN, það er nú svo, að þetta er sniðugur vinkill til að útrýma úrgangi, bæði sláturúrgangi og fiskúrgangi. Og þá þurfa búin að vera eins nálægt upprunanum til þess að útrýma flutningskostnaði, og grunar mig að það hafi verið feillinn. Það er ekki vitlaust að breyta úrgangi sem beinlínis er kostnaðarliður, í gjaldeyritekjur.
Og með lausa minka, þá er það skaði sem er skeður og vandamál sem er komið til að vera, þar sem minkurinn er erfiður viðureignar, og veldur miklu tjóni. Það tekst þó nokkuð að halda honum í skefjum, en ég hef enga trú á því að það náist að útrýma honum.
Það er ekki langt síðan að ég skilaði inn skotti ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.