Kona, líttu þér nær

Þetta snýst alls ekki um afstöðu karla til kvenna, heldur afstöðu kvenna til sjálfs sín. Konur eru ekki nógu "graðar" að koma sér á framfæri.

Ýmsir þáttastjórnendur hafa kvartað yfir því að mun erfiðara sé að fá konur sem viðmælendur en karla.

vanityinside

You wanna be a man? Act like one!


mbl.is Sjónarmið kvenna komast ekki að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar þetta er rétt hjá þér, en það væru klárar ýkjur að segja að karlar hafi stutt við bakið á konum á framabraut og rýmt til fyrir þeim.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.11.2009 kl. 16:16

2 Smámynd: Blogblaster

Enda konur bara með tvo hálsa en karlarnir tvö höfuð. Líklega hugsa margir "graðir" karlar eins og þú aðeins með þeim neðri.

Blogblaster, 3.11.2009 kl. 16:22

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hver er sjálfum sér næstur. Enginn hyglir öðrum á eigin kostnað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2009 kl. 16:22

4 identicon

Ég þekki það vel úr mínu starfi  (fréttamyndatökum) hvað það er erfitt að fá konur í viðtöl, það þar iðulega að dextra þær til og oft gefa þær sig en ekki alltaf þrátt fyrir fortölur. Þetta er bara svona og lagast hægt. 

HStef (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 17:38

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta Hstef. Kemur heim og saman við það sem ég hef heyrt

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2009 kl. 17:44

6 identicon

Myndin sem fylgir þessari bloggfærslu segir eiginlega meira en textinn um hugarfarið. Konur geta sem sagt sjálfum sér um kennt að komast ekki að í fjölmiðlum... þær haga sér ekki nógu mikið eins og karlar. Ef þær myndu breyta hegðun sinni, og vera meira eins og karlar, þá væru þær meira í fjölmiðlum....

... en er ekki einmitt málið að raddir kvenna ættu að hljóma í fjölmiðlum til jafns við karla, einmitt til að fá fram önnur sjónarmið? Að hin opinbera orðræðan sé ekki takmörkuð við reynsluheim annars kynsins?

Hef sjálf starfað við fjölmiðla og var aldrei í nokkrum einustu vandræðum að fá konur sem viðmælendur. Það þurfti stundum að nálgast þær aðeins öðru vísi, gefa þeim færi á að undirbúa sig (karlar óhræddari við að röfla um eitthvað sem þeir hafa ekki hundsvit á - sem að ég er nú ekki endilega viss um að sé kostur ef markmiðið er að ná fram málefnalegri umræðu!), en ef tekið var tillit til þessara þátta var aldrei neitt mál að hafa kynjajafnvægi varðandi viðmælendur. Bara spurning um að vera smá meðvituð. 

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 20:44

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú misskilur þetta hjá mér Auður. Myndin og textinn við hana er grín.

-

Að sjálfsögðu eiga að heyrast sem flest sjónarmið, en að flokka raddir eftir kyni er tóm vitleysa hjá þér. Slík flokkunarárátta heyrist einmitt mest frá femínistum... þær eru alveg fastar í þeim hugsunarhætti.

Hvað er kvenkyns-sjónarmið varðandi AGS?

Hvað er kvenkyns-sjónarmið varðandi stóriðju og virkjanir?

....varðandi málefni útlendinga?

..... skattamál?

.... niðurskurð ríkisútgjalda?

....  samgöngumál?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2009 kl. 21:42

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kannski hafa karlkynsþáttastjórnendur ekki þá þolinmæði sem þú sýndir kynsystrum þínum, Auður. Þeir hafa ekki talið sig hafa haft tíma til að dekstra þær til að koma í spjall og hóað þá bara í karlmann sem vill ólmur koma.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2009 kl. 21:45

9 identicon

Að sjálfsögðu eiga að heyrast sem flest sjónarmið, en að flokka raddir eftir kyni er tóm vitleysa hjá þér. Slík flokkunarárátta heyrist einmitt mest frá femínistum... þær eru alveg fastar í þeim hugsunarhætti.

Hvað áttu við?

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 21:59

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sumir vilja skilgreina sjónarmið sem koma frá konum sem einhverja sérstaka skoðun sem bara konur hafa.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2009 kl. 00:46

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það sjálfgefið að kona, sem kemur í 10 manna hóp, sem er að ræða heimsmálin, komi með nýja fleti í umræðuna? 

Af hverju ganga svona margir út frá því að maður og kona geti ekki haft sömu sýn á sama hlutinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2009 kl. 02:40

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það á víst að koma einhver önnur "vídd" í sjónarmiðin.... eitthvað sem við karlarnir eigum ekki að hafa í okkur. Sumir hafa bent á að þær séu á einhvern hátt jarðbundnari og taki ekki eins mikla áhættu. Hefði kannski verið betra að hafa einhverja Jónu Ásgerði... í stað Jóns Ásgeirs ´

-

En að öllu gamni slepptu, þá hlýtur góð rökhugsun að vera málið, með hæfilegu "dassi" af tilfinningum. Bæði kynin hafa allt í það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2009 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband