Ég er ekki talsmaður langra fangelsisdóma almennt, nema e.t.v. vegna alvarlegra ofbeldisbrota. Stundum þarf samfélagið að verja sig gegn hættulegum mönnum. Ég tel að hið gamla hugtak, "betrunarvist", eigi ekki við um þann gjörning að einangra fólk frá samfélaginu, án þess að einhverskonar meðferð fylgi í kjölfarið.
Það á ekki að líta á fangelsisdóma sem "hefnd samfélagsins" á afbrotamönnum. Að senda þá í "Glæpaskóla Ríkisins", með fríu fæði og húsnæði, er ekki góð fjárfesting. En samfélag heiðarlegs fólks hlýtur að fagna því ef hægt er að snúa mönnum til betri vegar. Það kostar peninga, en þeir skila sér til baka.... margfalt.
Ég geri engar athugasemdir við fangfelsisdóma þeirra sem réðust á lögregluþjónana sem fjallað er um í fréttinni sem ég tengi við. Gegn svona ofbeldisbrotum þarf að bregðast við af hörku. En ég vona að þessum afbrotamönnum verði boðin einhverskonar aðstoð á meðan á fangavistinni stendur.
Í fangelsi fyrir árás á lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 946220
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
Athugasemdir
Ég er með lausn við þessu - Ekki hleypa þeim út meðan þeir lifa, sérstaklega þá sem margrjúfa samfélagssáttmálann. Mér er alveg sama þótt það kosti peninga. ;)
Arngrímur (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 16:43
Líka ef barnið þitt ætti í hlut?
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2009 kl. 17:34
Ef barnið manns er óforbetranlegur glæpamaður þá má alveg loka það inni í fangelsi í LANGAN tíma.
Ef barnið hans ætti í hlut þá kannski vantaði eitthvað uppá uppeldið af hans hálfu.
Á enginn að gjalda afleiðinga gjörða sinna af því að hann á ættingja?
Haukur Þór Smárason (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 18:02
Gott innlegg Gunnar. Ég hef reyndar lengi verið þeirrar skoðunar að beita eigi samfélagsþjónustu í meiri mæli. Ef menn brjóti af sér og lendi í fangelsi eigi þeir að vinna að lágmarki 10-14 klst. á dag (fer eftir dóminum) meðan á refsivist þeirra stendur. Þeir eiga ekki að hanga iðulausir inni í fangelsum með það eitt til dundurs að lyfta lóðum og háma í sig stera. Hugsa mætti sér að einhverjum þeirra væri gefin kostur á námi í hluta af vistinni sem kæmi þá til frádráttar vinnutímanum.
Hulduheimar, 28.10.2009 kl. 18:05
Þetta eru allt útlendingar. Það það ekkert að vera að dæma svona menn og eyða tíma og peningum í svona drullupakk. Það á bara að senda svona drasl úr landi og taka af þeim allar eigur hér á landi og þeir eiga ALDREI að fá að koma aftur hingað
óli (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 18:10
Fyrirgefðu, ég ætla nú ekkert að verja þessa menn.
Ég sjálf er hálf filippensk og skammast mín svolítið, út af hvað þeir gerðu og auk þess þekki ég þá. En verið alveg róleg (Óli) á því að vera með þessi (rasista) leiðindi að kalla þá drasl og þeir ættu að fara frá landi og aldrei koma hingað til Íslands.
Þetta eru manneskjur og þær gera mistök, alveg eins og þú og allir aðrir. Ég er samt sammála því að þeir eiga að fá að gjalda því sem þeir gerðu.
En eins gott að þeir læri af þessu. Takk fyrir mig :)
Lovísa (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 19:24
Ég á ekki börn ;)
Arngrímur (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 21:56
Svo er annað í þessu sem fær mig til að líða ögn betur með þetta - Þeir sem berja lögguna svona fá hlýlegar móttökur á Hverfisgötu, lyftupartí, detta niður stiga osfrv.
Og til að endurkomubann virki almennilega á að dömpa Schengen strax og taka up 100% vegabréfaskoðun inn og út úr landinu, þannig að þetta farbann verði raunhæft úrræði.
Arngrímur (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.