Það er ekkert athugavert við það að skattleggja hóflega, en aukaskattur á gerða samninga gengur ekki upp. Það eru slæm skilaboð til erlendra fjárfesta í atvinnustarfsemi hér.
Ég held að bankabólan hafi ruglað fólk eitthvað í ríminu. Hinar fáránlegu fjárupphæðir sem skiptu um hendur við tilfærslur með "táknmyndir á blaði", eins og Bjarni Ármannsson orðaði það um fésýslu sína, er ekki sá raunveruleiki sem venjuleg fyrirtæki búa við. Margir virðast halda að t.d. álfyrirtækin í heiminum séu endalaust og alltaf í botnlausum gróða, en það er auðvitað ekki svo.
Áliðnaðurinn í heiminum titraði við það eitt að heimsmarkaðsverð á áli hrapaði umtalsvert niður í nokkra mánuði fyrir um ári síðan. Álfyrirtækin eru ekkert ýkja mörg í heiminum og talað var um "óvinveittar yfirtökur" o.fl. í þeim dúr, því tap var á þessum iðnaði um tíma.
Sjávarútvegsfyrirtækin "græða" stundum ágætlega, sem betur fer, en svo koma mjög erfið tímabil inn á milli. Miklar og dýrar fjárfestingar eru í sjávarútveginum sem fjármagnaðar hafa verið að miklu leyti með erlendu lánsfé.
Manni dettur stundum í hug dæmisögur um mjólkurkýr og kartöfluútsæði, þegar maður skoðar skattahugmyndir vinstrimanna.
![]() |
Veðja á réttan hest? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.10.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 946949
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Fjandans kommar
- Trump er að landa allan heiminn í tolla- og friðarsamningum
- Hagfræði stjórnmálanna
- Smellibeitufréttir. 99% af eigum Bill Gates fara í Gates Foundation. Ekki er allt sem sýnist með góðmennskuna, að gefa eigin fyrirtæki næstum aleiguna.
- Á bólakafi í Kófinu
- Fals
- Ekki verður aftur snúið
- Svöðusár í boði Viðreisnar
- Verndari öfganna.
- Nýjum tilfellum krabbameins fjölgar um allt að 40%
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum
- Fólk veit að eitthvað er að
- Lögreglan tók lykla af öldauðum manni
- Maður með hníf ógnaði ungmennum
- Þorbjörg óskar eftir upplýsingum um gagnastuld
- Sérstaklega skaðlegt fyrir börn
- Veiðigjaldafrumvarpi vísað til atvinnuveganefndar
- Var á vinnustofu: Við erum í ríkisstjórn. Hvað nú?
- Staðsetning Daða rædd við upphaf þingfundar
- Grímur vék af fundinum
Erlent
- Mótmæltu dauða heilbrigðisstarfsfólks í Palestínu
- Macron segist ekki hafa tekið kókaín
- Mikil hætta á hungursneyð á Gasa
- Selenskí vill hafa Trump viðstaddan
- Hamas lætur bandarískan gísl lausan
- Við stöðvuðum kjarnorkuátök
- Kartöflumaðurinn dæmdur í fangelsi
- 22 látnir eftir loftárás á skóla
- Trump íhugar að vera viðstaddur fundinn
- Trump hyggst lækka lyfjakostnað um 59 prósent
Fólk
- Lopez fagnaði dansandi á ströndinni
- Réttarhöld hefjast yfir Sean Diddy Combs
- Laufey á heiðurslista Gold House
- Biður mömmu sína um styrk fyrir flutninginn
- Fagnar fyrsta mæðradeginum sem þriggja barna móðir
- Við fórum inn í þetta blindandi
- Lofsyngur Hitler í nýju lagi
- Axel O fer alla leið í kántrítónlistinni
- Framtíðarborgir úr hrauni
- Ólífa verður að rottu
Athugasemdir
Sæll bróðir. Ég sé að þú ert að reyna að sýna hægri kinnina.
Ég sðyr nú bara eins og fávís kona úr versturbænum.
Þekkir þú eitthvað til reksturs álfyrirtækja?
Veist þú eitthvað um hvernig gróði þeirra myndast og er höndlaður í bókhaldi þeirra?
Ertu með einhverjar tillögur um hvernig á að greiða þessar óreiðuskuldir kapitalistanna, vina þinna?
Þinn bróðir Einar.
Einar Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 15:02
Nei, ég þekki ekkert til reksturs álfyrirtækja, annað en það að það var tap á rekstri þeirra í fyrra og á fyrri helmingi þessa árs.
-
Við greiðum skuldir kapitalistanna með því að hvetja þá kapitalista sem eftir eru til dáða. Við eigum ekki að leggja stein í götu góðra kapitalista. Þeir eru undirstaðan fyrir velferðarþjóðfélagi okkar, ásamt fólkinu sem vinnur hjá þeim.... auðvitað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.10.2009 kl. 16:36
Ertu nú viss um að þeir kapítalistar sem eftir eru séu svo rosalega góðir? Hverjir eru það annars? Það er alveg rétt að kapítalisminn er undirstaða þeirrar velferðar sem við búum við. Hann er líka höfuðorsökin fyrir örbirgð fólks sem vér kapítalistar teljum okkur ekki bera nein skylda til að hjálpa í neyð.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 04:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.