Á hvað var "veðjað"?

Það er ekkert athugavert við það að skattleggja hóflega, en aukaskattur á gerða samninga gengur ekki upp. Það eru slæm skilaboð til erlendra fjárfesta í atvinnustarfsemi hér.

Ég held að bankabólan hafi ruglað fólk eitthvað í ríminu. Hinar fáránlegu fjárupphæðir sem skiptu um hendur við tilfærslur með "táknmyndir á blaði", eins og Bjarni Ármannsson orðaði það um fésýslu sína, er ekki sá raunveruleiki sem venjuleg fyrirtæki búa við. Margir virðast halda að t.d. álfyrirtækin í heiminum séu endalaust og alltaf í botnlausum gróða, en það er auðvitað ekki svo.

Áliðnaðurinn í heiminum titraði við það eitt að heimsmarkaðsverð á áli hrapaði umtalsvert niður í nokkra mánuði fyrir um ári síðan. Álfyrirtækin eru ekkert ýkja mörg í heiminum og talað var um "óvinveittar yfirtökur" o.fl. í þeim dúr, því tap var á þessum iðnaði um tíma.

Sjávarútvegsfyrirtækin "græða" stundum ágætlega, sem betur fer, en svo koma mjög erfið tímabil inn á milli. Miklar og dýrar fjárfestingar eru í sjávarútveginum sem fjármagnaðar hafa verið að miklu leyti með erlendu lánsfé.

Manni dettur stundum í hug dæmisögur um mjólkurkýr og kartöfluútsæði, þegar maður skoðar skattahugmyndir vinstrimanna.

 


mbl.is Veðja á réttan hest?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll bróðir. Ég sé að þú ert að reyna að sýna hægri kinnina.

Ég sðyr nú bara eins og fávís kona úr versturbænum.

Þekkir þú eitthvað til reksturs álfyrirtækja?

Veist þú eitthvað um hvernig gróði þeirra myndast og er höndlaður í bókhaldi þeirra?

Ertu með einhverjar tillögur um hvernig á að greiða þessar óreiðuskuldir kapitalistanna, vina þinna?

Þinn bróðir Einar.

Einar Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 15:02

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, ég þekki ekkert til reksturs álfyrirtækja, annað en það að það var tap á rekstri þeirra í fyrra og á fyrri helmingi þessa árs.

-

Við greiðum skuldir kapitalistanna með því að hvetja þá kapitalista sem eftir eru til dáða. Við eigum ekki að leggja stein í götu góðra kapitalista. Þeir eru undirstaðan fyrir velferðarþjóðfélagi okkar, ásamt fólkinu sem vinnur hjá þeim.... auðvitað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.10.2009 kl. 16:36

3 identicon

Ertu nú viss um að þeir kapítalistar sem eftir eru séu svo rosalega góðir? Hverjir eru það annars? Það er alveg rétt að kapítalisminn er undirstaða þeirrar velferðar sem við búum við. Hann er líka höfuðorsökin fyrir örbirgð fólks sem vér kapítalistar teljum okkur ekki bera nein skylda til að hjálpa í neyð.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 04:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband