Kór og bridge - "Angels"

Vetrarstarfið í Kirkjukór Reyðarfjarðar og Bridgefélagi Fjarðabyggðar hófst fyrir um mánuði síðan. Bridge á þriðjudögum og kór á miðvikudögum. Um 20-30 manns eru virkir í  kórnum og sömuleiðis í bridgefélaginu en ég er þó sá eini sem er í báðum. Nýir félagar eru að sjálfsögðu velkomnir og hvet ég sérstaklega fólk til þess að kíkja á söngæfingu hjá okkur á miðvikudagskvöldum kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu við hliðina á kirkjunni. Fólk þarf ekki að vera vant söngfólk og ekkert inntökupróf er í kórinn. Aðeins eitt skilyrði er fyrir inngöngu, en það er að hafa gaman af því að syngja og að halda þokkalega lagi Joyful

044

Þessi mynd af kórnum er tekin í vor og nokkrir félagar hafa bæst við síðan.

Þó þetta sé kirkjukór, þá er messusöngur ekki fyrirferðarmikill í kórstarfinu og æfingaprógram okkar er afar fjölbreytt. Nú erum við t.d. að æfa nokkur bráðskemmtileg afrísk lög og einnig lagið " Angels " eftir Robbie Williams, sem sjá má á myndbandinu hér að neðan. Í Angels byrjar bassinn í kórnum einn með laglínuna og svo koma hinar raddirnar inn. Mjög skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ég minnist þess að hafa tekið "test" hjá þér persónulega hér um árið, á góðri leið um Hólmahálsinn. Þá voru inntökuskilyrði frekar ströng þótti mér a.m.k. mætti ég ekki á æfingu

Arnar (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 11:51

2 identicon

Undarlegt nokk, ég var settur í svipað test og skítféll

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 11:56

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Enda sagði ég  "að halda þokkalega lagi"

Músík liggur gjarnan í ættum og ykkar hlýtur bara verið góð í einhverju öðru.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.10.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband