Vetrarstarfið í Kirkjukór Reyðarfjarðar og Bridgefélagi Fjarðabyggðar hófst fyrir um mánuði síðan. Bridge á þriðjudögum og kór á miðvikudögum. Um 20-30 manns eru virkir í kórnum og sömuleiðis í bridgefélaginu en ég er þó sá eini sem er í báðum. Nýir félagar eru að sjálfsögðu velkomnir og hvet ég sérstaklega fólk til þess að kíkja á söngæfingu hjá okkur á miðvikudagskvöldum kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu við hliðina á kirkjunni. Fólk þarf ekki að vera vant söngfólk og ekkert inntökupróf er í kórinn. Aðeins eitt skilyrði er fyrir inngöngu, en það er að hafa gaman af því að syngja og að halda þokkalega lagi
Þessi mynd af kórnum er tekin í vor og nokkrir félagar hafa bæst við síðan.
Þó þetta sé kirkjukór, þá er messusöngur ekki fyrirferðarmikill í kórstarfinu og æfingaprógram okkar er afar fjölbreytt. Nú erum við t.d. að æfa nokkur bráðskemmtileg afrísk lög og einnig lagið " Angels " eftir Robbie Williams, sem sjá má á myndbandinu hér að neðan. Í Angels byrjar bassinn í kórnum einn með laglínuna og svo koma hinar raddirnar inn. Mjög skemmtilegt.
Flokkur: Menning og listir | 21.10.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
Athugasemdir
Sæll Ég minnist þess að hafa tekið "test" hjá þér persónulega hér um árið, á góðri leið um Hólmahálsinn. Þá voru inntökuskilyrði frekar ströng þótti mér a.m.k. mætti ég ekki á æfingu
Arnar (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 11:51
Undarlegt nokk, ég var settur í svipað test og skítféll
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 11:56
Enda sagði ég "að halda þokkalega lagi"
Músík liggur gjarnan í ættum og ykkar hlýtur bara verið góð í einhverju öðru.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.10.2009 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.