Enskur maður sagði mér....

.... sem er á miðjum aldri eins og ég, að þegar hann var í barnaskóla í Sheffield þá voru um 2-3% barnanna í skólanum af erlendum uppruna. Í dag eru innan við 10% barnanna í skólanum af innlendum uppruna.

A-blurry-shot-of-us-in-da-perfume-shopMargt fleira hefur breyst í gamla hverfinu hans. Allir enskir kaupmenn "á horninu" eru horfnir á braut og í stað þeirra eru komnir kaupmenn frá Pakistan, Indlandi, Víetnam og Indónesíu. Ástæðan fyrir því að hinir ensku hurfu á brott, eru aðallega tvær. Þeir erlendu hafa opið hjá sér alla daga vikunnar í 16-18 tíma á dag og verð og vöruúrval er sniðið að þörfum annarar menningar en þeirrar ensku.

Enska menningin er gjörsamlega horfin úr stórum hluta borgarinnar.

Þessi Englendingur, sem var að vinna við uppbyggingu álversins hér á Reyðarfirði, var nokkuð við skál þegar ég keyrði hann á milli húsa eina helgina. Hann sagði við mig að Íslendingar væru heppnir að fá að búa í sínu eigin landi við sína eigin menningu. "Látið víti okkar verða ykkur til varnaðar", sagði hann við mig í töluverðri geðshræringu.


mbl.is Bretum fjölgar sem aldrei fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Annars er þessir ágætu innflytjendur aðeins Bretar að forminu til. Þessa þróun má sjálfsagt líka túlka svo að ekki líði á löngu þar til að Bretar verða í minnihluta í eigin landi. Ýmis önnur Evrópuríki eru á sömu þróunarbraut og þegar Ísland verður orðin nýlenda Evrópusambandsins, sem óðfluga styttist í,  tekur ekki nema örfáa áratugi að Íslendingar verði í minnihluta í einu gjöfulasta landi Evrópu.

Gústaf Níelsson, 21.10.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband