Frekar rólegt hefur verið á Atlantshafinu og í Karabíska hafinu hvað fellibylji varðar þetta haustið. Af hálfu þeirra sem ofurtrú hafa á katastrófum varðandi hnattræna hlýnun af mannavöldum, hljóta þetta að vera ákveðin vonbrigði. Eins og margir muna sem horft hafa á bull-kvikmynd Al Gore, var lögð töluverð áhersla á aukningu fellibylja, hækkandi sjávarstöðu, flóð og þurrka... allt mjög myndrænt, enda fékk hann Óskarsverðlaun fyrir.
Eins og sést á þessari mynd sem sýnir veðrið í dag, 17. október, er frekar rólegt um að litast miðað við árstíma í meðalári. Fellibylurinn Rick í Kyrrahafinu sést þarna við suðurströnd Mexíkó. Fréttir af fellibyljum eru algengari Atlantshafsmegin.
Myndin er af: http://www.stormpulse.com/
Fellibylurinn Rick styrkist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 17.10.2009 (breytt kl. 16:59) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
- Flokkur fólksins
- Að tapa sigrinum
Athugasemdir
Er þá nokkurra daga dúr á Atlantshafi sönnun þess að mynd Al Gore og kenningar um veðurfarsbreytingar séu bull eitt?
Ekki vera svona ódýr Gunnar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2009 kl. 17:11
Undanfarin 2-3 ár hafa verið undir meðallagi í tíðni fellibylja. Ekki hefur hlýnað á jörðinni í 10 ár..... er þetta ekki orðið nógu dýrt?
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2009 kl. 17:34
Hvernig líst mönnum á þetta graf sem sýnir þróun hitabeltis-hvirfilvinda (tropical cyclone).
Virkni þeirra er sú minnsta sem mælst hefur í 30 ár.
Stærri mynd hér:
http://icecap.us/images/uploads/global_year_ace.jpg
Sjá nánar um þessi má á síðu sem er á vef The Florida State University.
Ryan Maue's Seasonal Tropical Cyclone Activity Update
http://www.coaps.fsu.edu/~maue/tropical/
Átti ekki styrkur þessara hitabltisstorma að aukast með meintri hnatthlýnun, eða misminnir mig eitthvað?
Ágúst H Bjarnason, 17.10.2009 kl. 17:52
Nei, minnið svíkur þig ekki, Ágúst
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2009 kl. 18:14
Vísindamenn deila um það hvort það verði aukning eða ekki á fjölda fellibylja. Flestir telja þó að í þeim verði meiri raki og því verði eyðingarmáttur þeirra meiri.
Hitt er annað að það er alþekkt að El Nino fyrirbærið í Kyrrahafi (sem er nú) hefur áhrif á myndun fellibylja í Atlantshafi - vegna háloftavinda.
Vísindamenn segja að það hafi hlýnað síðustu 10 ár. Sjá á loftslag.is
Höskuldur Búi Jónsson, 19.10.2009 kl. 12:46
Ég var að vísa í bull-mynd Al Gore varðandi fellibyljina. Hinsvegar er orsakasamhengi milli hlýs sjávar og fellibylja. Minni tíðni undanfarin ár bendir til minnkandi sjávarhita, þvert á spár "alarmista"
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2009 kl. 13:25
Sjórinn hefur verið að hitna samkvæmt mælingum - sem er þvert á orð afneitunarmanna.
Höskuldur Búi Jónsson, 19.10.2009 kl. 14:15
Það er merkilegt ef beint samhengi er á milli sjávarhita og tíðni fellibylja.
Ekki ertu að neita því að dramatískar myndir af fellibyljum í mynd Gore, var áhrifamikill þáttur í myndinni og því spáð að þeir yrðu bæði öflugri og fleiri?
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2009 kl. 14:31
Ég sá myndina á sínum tíma, einu sinni. Mig minnir að mér hafi þótt hún ágæt - en einstök atriði man ég ekki nógu vel. Það er mjög líklegt að í henni hafi verið eins og þú segir talað um aukningu á tíðni fellibylja - og ég er ekki frá því að menn haldi því fram ennþá margir hverjir (vísindamenn deila þó á það eins og áður segir).
Annars er margt sem spilar inn í tíðni fellibylgja - þar á meðal sjávarhiti, raki og háloftavindar. Háloftavindar vinna á móti myndun fellibylja á meðan hærri sjávarhiti og raki vinnur með myndun fellibylja. Skilningur á fyrirbærinu er þó langt frá því orðinn fullkomlega ljós og ekki ætla ég leikmaðurinn að fullyrða um eitthvað sem sérfræðingarnir geta ekki komið sér saman um.
Höskuldur Búi Jónsson, 19.10.2009 kl. 14:52
Fróðlegt
http://rogerpielkejr.blogspot.com/2009/10/shameful-article-review-and-update.html
Ágúst H Bjarnason, 19.10.2009 kl. 18:25
Takk fyrir þetta Ágúst. Þetta er afar athyglisvert og sýnir svo ekki verður um villst, hversu trúarbragðakennd álit sumra "virtustu vísndamanna" eru.
-
Þessi Kevin Trenberth og IPCC eru ansi ófyrirleitin, þykir mér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2009 kl. 20:41
Það er greinilegt hvoru megin við strikið í "efanum" þið eruð...
Höskuldur Búi Jónsson, 19.10.2009 kl. 23:13
Ég er ekkert í felum með efan.
"Að vera eða vera ekki.... þar er efinn"
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2009 kl. 23:56
Það ber vott um skynsemi á háu stigi að kunna að efast. Öðru vísi ná menn aldrei langt
Ágúst H Bjarnason, 30.10.2009 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.