Viljum við þessa tegund ferðamanna?

Þeir sem ekki vilja hrófla við neinu á hálendi Íslands, hafa alveg rétt fyrir SÉR, af því ÞEIM finnst það. Það er þeirra smekkur og um hann verður ekki deilt. Þeir sem eru ekki á sömu skoðun og verndunarsinnarnir, benda á sitthvað máli sínu til stuðnings og þá helst byggðasjónarmið og þjóðhagslega hagkvæmni af raskinu.

Þegar verndunarsinnarnir reyna að nota þau rök að arðsemi sé af verndun, þá fylgir gjarnan "ef" röksemdunum. "Ef" þetta eða hitt er gert, þá megi hafa miklar tekjur af ferðamönnum á hálendinu.

Þegar "ósnortið víðerni" er aðalmálið í augum verndunarsinna, þá er erfitt að sjá hvernig mikill straumur ferðamanna, með tilheyrandi þjónustu á svæðin, samræmist  ósnortna víðerninu. Og ef engin þjónusta á að vera við ferðamennina í ósnortna víðerninu til að skemma það ekki, hvernig á þá að "græða" á þessum svæðum?

Í dag eru tiltölulega lítið hlutfall erlendra ferðamanna á Íslandi í hálendisferðum, en þó hefur þeim auðvitað fjölgað í hlutfalli við gríðarlega fjölgun ferðamanna hingað á undanförnum árum. Eitthvað mun arðsemin af þeim minnka trúi ég, ef þarf að bjarga þeim úr ógöngum eins og sagt er frá í þessari frétt og slíkt mun örugglega aukast í sama hlutfalli og fjölgun ferðamanna. 

Aukning ferðamanna undanfarið er ljós í myrkrinu, segja margir. En hvernig ferðamenn viljum við hingað? Varla ferðamenn sem hafa kostnað í för með sér, er það?

Ég hef miklar efasemdir um að við eigum að beina ferðamönnum mikið inn á hálendið og er þá sama hvenær ársins það er. Á veturna er raskið örugglega minnst vegna frosts og fanna, en þá er von á illviðrum hvernær sem er, auk lítillar birtu. Á vorin er ófært víðast hvar. Á sumrin er fært en spjöll vegna umferðar veruleg. Á haustin er allra veðra von.

Hálendisferðir er mikil upplifun, það vita allir sem reynt hafa. En ég hef miklar efasemdir um að við eigum að markaðssetja þær eitthvað sérstaklega.

funny-picture-1234208925

Móðir Náttúra


mbl.is Bílar festast á hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband