Vegvísirinn

Hvað er líkt með presti og vegvísi?

Þeir vísa veginn, en fara hann ekki sjálfir !

Ég velti því fyrir mér hvort allir í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna fari í greiðsluverkfall. Þeir sem tala fyrir greiðsluverkfalli annarra, þurfa ekki að taka afleiðingunum.

Skilyrði fyrir því að fólki verði hjálpað með sértækum aðgerðum fyrir þá sem verst standa, eru að það fólk sé ekki í vanskilum. Hvað ætlar stjórn Hagsmunasmtaka heimilanna að gera fyrir fólkið sem brennir brýr að baki sér, að áeggjan samtakanna?


mbl.is Greiðsluverkfall hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Skilyrði fyrir því að fólki verði hjálpað með sértækum aðgerðum fyrir þá sem verst standa, eru að það fólk sé ekki í vanskilum.

Þessi fullyrðin er að sjálfsögðu rugl og hótun sem ekki er hægt að taka mark á.

Er t.d. hægt að segja að til að hlustað verði á Ráðherra þá þurfi þeir allir að vera í vanskilum, þetta er arfavitlaust rugl ættað frá Samspillingunni !

Axel Pétur Axelsson, 1.10.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta var a.m.k. skilyrði af hálfu bankanna þegar þeir buðu upp á frystingu afborgana og/eða greiðsluaðlögun

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.10.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband