Sjúkraþjálfari á golfvellinum

Ung stúlka, nýútskrifuð sem sjúkraþjálfari var í heimsókn hjá vinkonu sinni hér á Reyðarfirði um daginn. Vinkonurnar eru báðar áhugasamir gofleikarar og ákváðu að spila nokkrar holur á nýja golfvellinum. Þegar sjúkraþjálfarinn slær af tí-inu, þá geigaði höggið all hressilega. Kúlan stefndi beint á fjóra menn sem voru að spila á næstu flöt

Kúlan lenti í einum mannanna og hann hrundi samstundis niður og veltist um af kvölum, með báðar hendur í klofinu á sér. Konan þusti til mannsins og byrjaði strax felmtri slegin að biðjast afsökunar á þessu slysaskoti.

„Leyfðu mér að hjálpa þér, ég er sjúkraþjálfari og ég get örugglega minnkað verkinn eitthvað“, sagði hún við manninn.

„Nei, nei“, segir maðurinn, „Ég hlýt að jafna mig á nokkrum mínútum“, en áfram lá hann þó á jörðinni í fósturstellingu, með báðar hendurnar í klofinu, greinilega mjög þjáður.

golfEn stúlkan var ákveðin og að lokum leyfði maðurinn henni að hjálpa sér. Hún snéri manninum varlega á bakið og tók svo blíðlega í hendur hans og lagði þær með síðunum. Svo byrjaði hún að losa um beltið á buxunum hans og smeygði annari hendinni inn fyrir buxnastrenginn. Hún þreifaði rólega í kringum kynfæri mannsins og tók svo ofurlétt um punginn og nuddaði hann varlega. Maðurinn lyngdi aftur augunum og stundi.

  Eftir dágóða stund spurði hún: „Hvernig líður þér, ertu eitthvað að skána?

Maðurinn opnaði augun og sagði: „Þetta er alveg rosalega gott.... en golfkúlan fór í þumalinn og ég held að hann sé brotinn“.


mbl.is Woods fékk 1,25 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ha ha ha ha ha ha :) Ég verð að fara prufa að taka hring þarna hjá ykkur fyrir austan. Mæti næsta sumar og hitti vonandi þennan sjúkraþjálfara í leiðinni.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.9.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Fyrsta flokks þjónusta

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 23:58

3 Smámynd: Björn Birgisson

Stolið Gunnar, en sagan er góð!

Björn Birgisson, 28.9.2009 kl. 00:41

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þýtt, stælt og skrumskælt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2009 kl. 00:42

5 Smámynd: Björn Birgisson

Var með þetta á síðunni minni í vor, ásamt 26 öðrum sögum af golfvellinum. Ætti ég kannski að endurbirta sögurnar nú í haustéljunum?

Björn Birgisson, 28.9.2009 kl. 00:50

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvernig hljómaði þetta hjá þér?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2009 kl. 00:52

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Annars átti þetta lika að vera auglýsing fyrir nýja golfvöllinn okkar hér á Reyðarfirði

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2009 kl. 00:56

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Settu linkinn á golfsögurnar hjá þér hérna

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2009 kl. 00:57

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Hlekkinn".... er það ekki skemmtilegra og íslenskara orð?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2009 kl. 00:59

10 Smámynd: Björn Birgisson

Kíktu bara á síðuna mína núna. Setti nokkrar sögur inn. Á margar til góða. Þýddi þetta úr ensku fyrir nokkrum árum vegna lokahófs GG.

Björn Birgisson, 28.9.2009 kl. 01:11

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2009 kl. 02:29

12 Smámynd: Offari

  Golf er greinilega hættuleg íþrótt.

Offari, 28.9.2009 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband