Ung stúlka, nýútskrifuð sem sjúkraþjálfari var í heimsókn hjá vinkonu sinni hér á Reyðarfirði um daginn. Vinkonurnar eru báðar áhugasamir gofleikarar og ákváðu að spila nokkrar holur á nýja golfvellinum. Þegar sjúkraþjálfarinn slær af tí-inu, þá geigaði höggið all hressilega. Kúlan stefndi beint á fjóra menn sem voru að spila á næstu flöt
Kúlan lenti í einum mannanna og hann hrundi samstundis niður og veltist um af kvölum, með báðar hendur í klofinu á sér. Konan þusti til mannsins og byrjaði strax felmtri slegin að biðjast afsökunar á þessu slysaskoti.
Leyfðu mér að hjálpa þér, ég er sjúkraþjálfari og ég get örugglega minnkað verkinn eitthvað, sagði hún við manninn.
Nei, nei, segir maðurinn, Ég hlýt að jafna mig á nokkrum mínútum, en áfram lá hann þó á jörðinni í fósturstellingu, með báðar hendurnar í klofinu, greinilega mjög þjáður.
En stúlkan var ákveðin og að lokum leyfði maðurinn henni að hjálpa sér. Hún snéri manninum varlega á bakið og tók svo blíðlega í hendur hans og lagði þær með síðunum. Svo byrjaði hún að losa um beltið á buxunum hans og smeygði annari hendinni inn fyrir buxnastrenginn. Hún þreifaði rólega í kringum kynfæri mannsins og tók svo ofurlétt um punginn og nuddaði hann varlega. Maðurinn lyngdi aftur augunum og stundi.
Eftir dágóða stund spurði hún: Hvernig líður þér, ertu eitthvað að skána?
Maðurinn opnaði augun og sagði: Þetta er alveg rosalega gott.... en golfkúlan fór í þumalinn og ég held að hann sé brotinn.
Woods fékk 1,25 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | 27.9.2009 (breytt 28.9.2009 kl. 00:45) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 946220
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Íþróttir
- Arsenal - Dinamo Zagreb kl. 20, bein lýsing
- Dramatískt jafntefli Svíþjóðar í Bærum
- Formaðurinn selur treyjur í Zagreb
- Ísland - Egyptaland kl. 19.30, bein lýsing
- Risasigur Króata í riðli Íslands
- Við höfum engar áhyggjur af þessu
- Þriðji sigur stúlknanna og úrslitaleikur á morgun
- Ein breyting á leikmannahópi Íslands
- Íslendingurinn á förum frá Ajax?
- Misstu niður þriggja marka forystu
Athugasemdir
Ha ha ha ha ha ha :) Ég verð að fara prufa að taka hring þarna hjá ykkur fyrir austan. Mæti næsta sumar og hitti vonandi þennan sjúkraþjálfara í leiðinni.
Guðmundur St Ragnarsson, 27.9.2009 kl. 23:49
Fyrsta flokks þjónusta
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 23:58
Stolið Gunnar, en sagan er góð!
Björn Birgisson, 28.9.2009 kl. 00:41
Þýtt, stælt og skrumskælt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2009 kl. 00:42
Var með þetta á síðunni minni í vor, ásamt 26 öðrum sögum af golfvellinum. Ætti ég kannski að endurbirta sögurnar nú í haustéljunum?
Björn Birgisson, 28.9.2009 kl. 00:50
Hvernig hljómaði þetta hjá þér?
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2009 kl. 00:52
Annars átti þetta lika að vera auglýsing fyrir nýja golfvöllinn okkar hér á Reyðarfirði
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2009 kl. 00:56
Settu linkinn á golfsögurnar hjá þér hérna
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2009 kl. 00:57
"Hlekkinn".... er það ekki skemmtilegra og íslenskara orð?
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2009 kl. 00:59
Kíktu bara á síðuna mína núna. Setti nokkrar sögur inn. Á margar til góða. Þýddi þetta úr ensku fyrir nokkrum árum vegna lokahófs GG.
Björn Birgisson, 28.9.2009 kl. 01:11
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2009 kl. 02:29
Golf er greinilega hættuleg íþrótt.
Offari, 28.9.2009 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.