Fjósanótt

Reyðfirðingar héldu "Fjósanótt" í Rafstöðvargilinu í gærkvöldi. Einhver húmoristi kallaði þessa uppákomu því nafni, því nokkrir einstaklingar tóku það upp hjá sjálfum sér, með stuðningi BYKO, Reyðarfirði, Reyðarfjarðardeild Rauðakross Íslands og Rafveitu Reyðarfjarðar, að heilgrilla naut og bjóða öllum Reyðfirðingum til veislu.

Viðburðurinn heppnaðist afburðavel og hátt í 300 manns mættu í grillið. Rafstöðvargilið hentar sérlega vel fyrir svona samkomu og veðrið var ákjósanlegt, logn og þurrt. Að loknum snæðingi var brekkusöngur og varðeldur og var undirritaður forsöngvari ásamt Helga Magnússyni, stórsöngvara úr BRJÁN, Blús,Rokk/djassklúbbur á Nesi, Neskaupsstað. Guðmundur Frímann Guðmundsson spilaði undir á gítar.

Það var mál manna á staðnum að gera þetta að árvissum viðburði hér eftir og hafa þá tímasetninguna aðeins meira í sumrinu, eða fyrstu eða aðra helgi eftir Verslunarmannahelgi.

Ég set inn myndir frá þessum viðburði seinna í dag.

018-1

Grillið fengum við lánað hja Bændasamtökunum og BYKO sá um flutningin austur. Grillið hefur farið víða um land í sumar, m.a. til Vestmannaeyja. Áhugi er fyrir því á Reyðarfirði að smíða grill fyrir bæinn og útbúa aðstöðu fyrir það í Rafstöðvargilinu. Einnig mætti smíða svið og danspall í gilinu.

019-2

Kjötiðnaðarmaður og kokkur, Þorgeir og Siggi, sáu um að skera kjötið.

029-3

030-4

Nokkrir ferfætlingar voru með í gleðskapnum. Hér er hún Dillý, með hundinn sinn, Herkúles.

031-5

039-6

Brekkusöngur eftir matinn

045-6

Stálkar var fyllt af brettum og kveikt í. Notaleg stemning. Nokkrir ungliðar úr Björgunarsveitinni Ársól höfðu slökkvitæki við hendina svo fyllsta öryggis væri gætt.

Ps. Fleiri myndir: http://fjardabyggd.is/Forsida/Itarlegrifrettir/glaesileg-grillhatid-a-reydarfirdi

 


mbl.is Margt um að vera í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gott og þarft uppátæki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.9.2009 kl. 18:10

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Mér sýnist á síðustu myndinni að það hafi ekki verið vanþörf á að hafa slökkvitæki við hendina. En gaman að þessu engu að síður svo framarlega sem enginn hefur brennt sig.

Guðmundur St Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 23:10

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eldurinn var alveg temmilegur. Kom bara dálítill blossi fyrst.

Of mikil olía

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2009 kl. 23:15

4 identicon

Kærar þakkir fyrir þetta frábæra framtak!

Ég vil þó leggja orð í belg varðandi tímasetningu og legg mitt atkvæði við tímabilið "miður ágúst og fram í september" því það var notalegt að sitja við varðeld í rökkrinu! Þá er einnig flestir bæjarbúar komnir í sína hefðbundnu rútínu eftir sumarfrí :)

Harpa Vilbergsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 12:17

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir innlitið Harpa. Þetta verður skoðað vandlega.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2009 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband