Eskfirðingur, Norðfirðingur og Reyðfirðingur

Eskfirðingur, Norðfirðingur og Reyðfirðingur fóru í göngutúr til fjalla í Fjarðabyggð um daginn. Þetta var heitasti dagur sumarsins og þegar félagarnir komu að lítilli tjörn, ákváðu þeir að skella sér í tjörnina til að skola af sér svitann.

Þar sem þeir voru staddir á afskektum stað og ekki sála í nánd þá fóru þeir úr öllum fötum og svömluðu svo í svalandi tjörninni. Þegar þeir komu upp úr, lögðust þeir í lyngið á vatnsbakkanum og létu sólina þurrka sig.

Þegar þeir höfðu legið dálitla stund í blíðviðrinu, tóku þeir eftir því að töluvert var af berjum í kringum þá. Þeir fór þá á stjá og tíndu berin uppí sig eins og kindur á beit. Skyndilega verða þeir varir við hóp af konum sem eru á gangi rétt hjá þeim. Þar sem félagarnir voru komnir spottkorn frá fötum sínum, ákváðu þeir að leita skjóls á bak við hól sem var þar rétt hjá. Eskfirðingurinn og Norðfirðingurinn huldu kynfæri sín á hlaupunum, en Reyðfirðingurinn huldi andlit sitt.

Þegar konurnar voru farnar spurðu þeir tveir sem huldu kynfæri sín, Reyðfirðinginn, hvers vegna hann hefði hulið andlit sitt en ekki kynfærin.

Reyðfirðingurinn svaraði: "Ég veit ekki hvernig þetta er hjá ykkur, en á Reyðarfirði þekkist fólk á andlitinu."

bean_laughing_hb


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

 

Jóhann Elíasson, 5.9.2009 kl. 07:51

2 identicon

Góður en ég heyrði hann um séra Ólaf biskup sem var á  presta ráðstefnu í Finnlandi. Eftir ráðstefnu fóru þeir í sauna og svo hlupu þeir út og í ískalt vatn þegar að full rúta af kvennfélagskonum komu. Nú kuldinn var að drepa þá og þá hlupu þeir upp úr og sá eini sem huldi kynfærin var séra Ólafur, restin var eins.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 10:51

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

góður!!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.9.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband