Í Óskarsverðlaunamynd Al Gore, eru margar fullyrðingar sem ekki hafa staðist nánari skoðun. "Venjulegt" fólk, leikmenn, hljóta að spyrja sig þeirrar spurningar; hvers vegna allar þessar ýkjur og rangfærslur? Hvað gengur manninum til? Og hvernig í ósköpunum er hægt að verðlauna "fræðslumynd" sem er svona uppfull af vitleysum?
Alls hafa 35 veigamiklar fullyrðingar í myndinni "The Inconvinient Truth", verið opinberaðar sem hrein fölsun eða í besta falli miklar ýkjur. Sjá HÉR
Ein fjölmargra fullyrðinga í myndinni er að fjöldi fellibylja sé að aukast og að þeir séu að verða æ öflugri með tilheyrandi tjóni. Þetta er rangt. Meira að segja leikmenn geta afsannað þessa fullyrðingu aðveldlega með því einfaldlega að skoða upplýsingar sem eru aðgengilegar á netinu, t.d. HÉR
Ef skoðaðir eru fellibyljir í karabíska hafinu s.l. 15 ár, kemur eftirfarandi í ljós:
- 2008: 8
- 2007: 5
- 2006: 6 Samtals: 36
- 2005: 10
- 2004: 7
- -------------
- 2003: 6
- 2002: 4
- 2001: 9 Samtals: 35
- 2000: 8
- 1999: 8
- -------------
- 1998: 10
- 1997: 3
- 1996: 9 Samtals: 36
- 1995: 11
- 1994: 3
Meðaltal þessara 15 ára er 7,1, en síðustu 3gja ára 6,3. Útlit er fyrir enn færri á þessu ári að mati Alþjóða fellibyljamiðstöðvarinnar í Miami, Florida og NOAA
Um það er ekki deilt að hnattræn hlýnun hefur átt sér stað og samhengi er á milli þess og fjölda fellibylja. En ekki er að sjá að á þessu tímabili sé um fjölgun fellibylja sé að ræða. Töluverðar sveiflur er í tíðni fellibyljana og árunum 1970- 1990 voru þeir færri, en á árunum 1965-1969 voru þeir 34, eða svipað og á tímabilunum í töflunni hér að ofan. Fyrirbærin "El Nino" og La Nina" í kyrrahafi, hafa sennilega áhrif á þetta.
![]() |
Jimena sækir í sig veðrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 30.8.2009 (breytt kl. 23:42) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Finnið þið ei styrkinn aldamótaverks, ljóð frá 9. júlí 2005.
- Heldur óvenjulegt
- Hvað um okkur Íslendinga og okkar nær umhverfi. Má ekki efla landamæri okkar fyrir óþokkalíð sem hefur ekki áhuga á okkar málum?????
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hernaðarútgjöld Þýskaland - aukningin er blasir við er slík, kalla verður það söguleg tímamót!
- Ísland og hernaðar máttur ósvífninnar
- Ósýnileg kynþáttahreinsun.
- Arfleifð Snorra Sturlusonar, konur sem steyta hnefa & Slavar sem berjast ...
- Ný forysta Sjálfstæðisflokksins
- Tollheimta og sjórán
- Frelsishetjur Svía
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Að minnsta kosti 53 látnir
- Lögðu hald á rúmlega 800 kíló af kókaíni
- Hútar segjast hefna sín á bandarísku herskipi
- Segja flest fórnarlömbin vera konur og börn
- Rannsaka hvort spilling og mútugreiðslur tengist brunanum
- Forsetanum settur dómstóllinn fyrir dyrnar
- Leita manns sem kveikti í konu sinni í sporvagni
- Trump og Pútín ræða saman í vikunni
Viðskipti
- Samtal við greinina skortir
- Icelandair með 55 vélar á árinu
- Hélt fyrst að boðið væri eitthvert plat
- Þóknanir Spotify tífaldast á 10 árum
- Datt ferðaþjónustan af himnum ofan?
- Skattlagning hefur afleiðingar
- Svipmynd: Vaxtaumhverfið er mjög krefjandi
- Vaxtamunur stórlega ofmetinn
- Sameiningar gætu reynst nauðsynlegar
- Fræða þurfi almenning um sjávarútveginn
Athugasemdir
Ég sé það núna að þú ert sammála því að hlýnunin sé óumdeilanleg - þú virðist meira vera á þeirri línu að efast um hver áhrifin af hlýnuninni verði.
Það er rétt að það er óljóst hvort fellibylum muni fjölga (vísbendingar benda þó til að þeim hafi fjölgað), en vísindamenn telja þó líklegt að þeir verði alvarlegri. Sjá Atlantshafsfellibylir í tíma og rúmi.
Loftslag.is, 30.8.2009 kl. 13:56
Ég hef hvergi sagt að hlýnunin sé ekki óumdeilanleg.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2009 kl. 14:52
Einungis haft uppi efasemdir um orsakirnar
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2009 kl. 14:53
Minn misskilningur
Loftslag.is, 30.8.2009 kl. 23:39
Meðaltal síðustu 15 ára er um 7,1 fellibylur á ári en síðustu 3gja ára er 6,3 og NOAA spáir þeim enn færri á þessu ári.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2009 kl. 23:45
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2009 kl. 23:49
South park hafði þetta þegar þeir lýstu Al Gore sem manni sem var að elta verur sem ekki voru raunverulega til...
Sigurjón, 31.8.2009 kl. 06:54
Hér má sjá fellibyljatíðni síðastliðin 1500 ár í Atlantshafi. Allavega þar hefur tíðnin aukist nokkuð ef marka má þessa rannsókn.
Loftslag.is, 31.8.2009 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.