Gott hjá honum

Það er ekki hægt að kvarta yfir því að menn sjái að sér og iðrist. Ef hugur fylgir máli hjá hinum brotlega, þá á hann fyrirgefninguna skilið. Ef hugur fylgir ekki máli... þá á hann ekkert skilið og slíkur einstaklingur endar óhamingjusamur. Sumir virðast ekki hafa næga siðferðisvitund til þess að sjá að einhverjir tilteknir hlutir eru rangir. Þeir einfaldlega sjá það ekki þó flestir aðrir geri það. 

Ofnotkun vímugjafa kemur oftar en ekki ranghugmyndum af stað. Stundum eru þessar ranghugmyndir um eigið ágæti... stundum eitthvað annað.

Í þessu myndbandi er farið yfir þau 10 helstu dóp sem ætti að forðast ef fyrirhugað er að fá sér ökutúr.

Ef myndbandið er dálitla stund að hlaðast inn, má smella á "pásu". Það hleðst þá inn án þess að spilast um leið og þið getið smellt á "play" þegar ykkur hentar.


mbl.is Þórður biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er þúsund sinni meiri reisn í Þórði heldur en miður skemmtilegum hópi útrásarasna og bankamanna sem í engu iðrast og er nokk sama um annað en eigin rass.

Guðmundur St Ragnarsson, 15.8.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband