Franskir dagar

Franskir dagar voru haldnir hátíðlegir á Fáskrúðsfirði um liðna helgi. Fjölmenni var við hátíðahöldin og heppnuðust þau vel að vanda. Franski ræðismaðurinn var gestur á hátíðinni og ég sá um að koma honum á milli staða en hann gisti á Fjarðahóteli á Reyðarfirði.

Mynd026

Franski ræðismaðurinn rak upp stór augu þegar hann sá þennan haus af hreindýrstarfi aftan á mótorhjóli. Veiðimaðurinn ók stoltur um bæinn með sinn fyrsta tarf, en ekki þann síðasta að eigin sögn.

Síðar um kvöldið var boðið til hátíðarkvöldverðar á Café Sumarlínu. Meðal gesta ásamt ræðismanninum var sendinefnd frá vinabæ Fáskrúðsfjarðar, Gravelines.         Á bílaplaninu við veitingastaðinn stóð hjólið með hausnum og Fransmennirnir létu mynda sig sitjandi á hjólinu, með góðfúslegu leyfi eigandans að sjálfsögðu.

ps. Myndina tók ég á tiltölulega ódýran gsm-síma og sendi hana svo úr símanum í tölvupóstfangið hjá mér. Glettilega góð mynd að mínu mati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband