Þegar Landsbankinn var einkavæddur, þá fylgdi honum EKKI ríkisábyrgð, þetta er alveg klárt. Þegar bankar féllu hver af öðrum í Bandaríkjunum í fyrra, þá valdi Bandiríkjastjórn úr þá banka sem þóttu lífvænlegir, aðrir voru látnir falla óbættir, utan þeirra tryggingasjóða sem þeir fjármögnuðu sjálfir. Viðskiptavinir þessara banka töpuðu einfaldlega fjármunum sínum þegar trygingasjóðurinn var tæmdur. Ástæðan fyrir því að Bretar vildu færa útibú Landsbankans undir breska lögsögu var einmitt sú að þeim var full ljóst að ekki var ríkisábyrgð á innlánsreikningunum.
Íslensk stjórnvöld ákveða í einfeldni sinni að játa ríkisábyrgð á innlánsreikningunum í Bretlandi, án þess að spyrja þjóðina álits og setjast síðan að samningaborði um greiðslu á Icesave. Þetta þykir lélegt visðskiptavit, meira að segja hjá byrjanda í faginu. Og svo er ímynduðum ESB-samningi veifað framan í utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, af hollenska utanríkisráðherranum. Sá íslenski fellur á hnén og er tilbúinn að setja þjóðina í ánauð.
Íslendingar skrifuðu undir einhverskonar samkomulag við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, um að þjóðin stæði við skuldbindingar sínar um Icesave samkvæmt lögum. Svo sannarlega eigum við að gera það, en þá þurfum við líka að vita hvað lögin hljóða upp á.
Er það ekki?
Óttaslegin utanríkismálanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.7.2009 (breytt kl. 15:27) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 946048
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ísland á válista ...
- Kalt framundan?
- Óljós eftir Geir Sigurðsson - saga af lúða
- Segir Trudeau af sér?
- Jón Sigurðsson soldáti við íslenska herinn
- Gestirnir í geimnum eru tilbúnir með sinn CONTACT ef að við jarðarbúarnir erum tilbúin:
- 2024 kemur aldrei aftur.
- Annar í jólum - 2024
- Kirkjan er umbúðir, með nýtt innihald. Innihald í andstöðu við umbúðirnar.
- Bæn dagsins...
Athugasemdir
Sammála hverju orði. Er ekki tími til kominn að verði skoðað hvað fólst í einkavæðingu bankanna?
RAUNVERULEG ÁBYRÐ
Það eru komin fram nokkrar greinar og ályktanir, þar sem ábyrgð þjóðarinnar á þessu Icesave-dæmi er dregin í efa, en dettur engum í hug að skoða þau mál og svo er það viðurkennt að Íslendingar voru beittir miklum þvingunum og þannig samninga er ekki mikið mál að ógilda en það atriði sem ég sakna einna mest í umræðunni er það að þegar bankarnir voru EINKA(vina)VÆDDIR á sínum tíma, voru AÐALRÖKIN þau AÐ ÞJÓÐIN OG ÞAR MEÐ RÍKIÐ BÆRU EKKI ÁBYRGÐ Á GJÖRÐUM ÞEIRRA. Var bara verið að BLEKKJA þjóðina þarna á sínum tíma? Svo er annað sem ekki hefur verið í umræðunni; innan Landsbankans voru tveir bankastjórar á alveg svimandi háum launum það var réttlætt með því að þeir BÆRU SVO GRÍÐARLEGA MIKLA ÁBYRGÐ og þar af leiðandi yrðu þeir að hafa ÞOKKALEG laun það væri ENGINN tilbúinn til að setja sig í svo miklar ábyrgðir á einhverjum „verkamannalaunum". En hvernig er það eiginlega með þessa ÁBYRGÐ þeirra, ég hef ekki séð neitt í þá áttina að þeir sæti neinni hel.... ÁBYRGÐ? Hvernig stendur eiginlega á því að þessir menn eru ekki handteknir og ákærðir fyrir stórkostlega vanrækslu í starfi og það að blekkja þjóðina og fyrir fjárplógsstarfssemi erlendis? Ekki nóg með að þessir menn eigi að fara í fangelsi, heldur einnig öll bankastjórn Landsbankans og allir þeir sem þátt áttu í því að koma Icesave á"koppinn". Það á að hirða allar eignir þessa fólks og gera allt þetta fólk gjaldþrota. Það er þetta fólk sem ber ábyrgð á Icesave og það á að borga ekki þjóðin.
Jóhann Elíasson, 23.7.2009 kl. 09:23
Takk fyrir innleggið Jóhann
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.7.2009 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.