Vissi ekki um innáskiptingar

17159_380_wÉg þekki Atla Eðvaldsson, persónulega ekki neitt en mér hefur aldrei líkað við hann sem þjálfara. Atli var mikill baráttujaxl sem leikmaður. Sumir hefðu jafnvel kallað hann grófan leikmann. Hann var ótrúlega markheppinn miðjumaður en mig minnir samt að hann hafir spilað í fremstu víglínu hjá Dortmund í Þýskalandi.

Undir stjórn Atla lék landslið okkar afspyrnu leiðinlega, og í þokkabót árangurslitla knattspyrnu. Hjá Þrótti, einhverjum árum fyrr, entist hann stutt og var látin fara. KR-liðið þurfti ekki þjálfara á þessum árum þegar Atli var þar við stjórn, ekki frekar en Skagamenn þegar Logi Ólafsson, núverandi þjálfari KR-inga gerði þá að Íslandsmeisturum.

Atli hafði ekki hugmynd um hve marga varamenn hann hafði notað í leiknum, þegar hann spurði Kjartan varmarkvörð hvort hann væri klár að koma í markið en Kjartan svaraði honum að það væri ekki hægt, skiptingarnar væri búnar. "Þá leið mér ekki vel," sagði Atli. Shocking


mbl.is Atli: Hér get ég varla tapað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband