Dýrin eru stærri í norðri

I%2BOnce%2BCaught%2Ba%2BCat%2BThis%2BBigÚlfar, refir og birnir eru stærri eftir því sem norðar dregur á hnettinum, ísbjörninn er t.d. stærstur bjarna. Þetta á einnig við um mannskepnuna, með einhverjum undantekningum þó. Íslenski hesturinn er reyndar smávaxinn, en sterkur og fótviss.


mbl.is Leyndarmál kindanna afhjúpað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Gera má ráð fyrir að íslenski hesturinn væri agnarsmár ef hann bjyggi við miðbaug samkvæmt þessu. Viðskiptahugmynd í hallærinu?

Jonni, 3.7.2009 kl. 14:23

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hehe.. rétt Jonni, allt er hey í harðindum

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.7.2009 kl. 14:42

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þessir vísindamenn virðast vísvitandi gleyma "islandism". á eyjum þá minnka og stækka dýr á víxl. Stór dýr verða að litlum dýrum eins og t.d. mammútarnir á Wrangler eyju fyrir norðan Rússland eru gott dæmi um eða eins og Skjaldbökur verða að risa Skjaldbökum á Galapagos. Allt fer eftir aðgangi að fæðu og hvort og hvernig vargurinn fer í dýrin. Kindur á kildu þurfa í raun ekki að vera mjög stórar til þess að lifa af. Nóg gras er til staðar sem ekki er slegið og geymt í hlöðu yfir vetur.

Fannar frá Rifi, 4.7.2009 kl. 02:25

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kuldinn spilar eitthvað inn í þetta með rándýrin, t.d. refi, úlfa og birni. Stærri rándýr eiga sennilega auðveldara með að ráða við kulda.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 04:59

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Væri ekki nær að athuga hvort ullin hefur þynnst ?.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.7.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband