Nú ertu Fjarri ( Oh, Danny Boy )

Flestir kannast við hið fallega lag "Oh, Danny Boy", en sennilega eru heldur færri sem þekkja lagið með íslenskum texta Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv. ráðherra og alþingismanns, en þá heitir lagið "Nú ertu fjarri". Árni Mathiesen "dýralæknir", er tengdasonur Friðjóns og Þórður Friðjónsson, kauphallarstjóri, er sonur hans. Textan samdi Friðjón til unnustu sinnar þegar hann var við nám erlendis. Afskaplega hugljúfur og rómantískur texti og hæfir laginu vel. Upphaflegt nafn lagsins og texti var annað en ég man bara ekki hvað. Gaman væri ef einhver myndi það. Lagið er írskt.

Kvartettinn Leikbræður, sem vinsæll var á sjötta áratug síðustu aldar, söng þetta lag inn á hljómplötu og naut það mikilla vinsælda á árunum í kringum 1955. Friðjón söng 2. bassa í kvartettnum, bræðurnir Ástvaldur og Torfi Magnússynir sungu 2. tenór og 1. bassa,  og 1. tenór söng faðir minn, Gunnar Einarsson. Þess má geta að Ástvaldur er faðir Þorgeirs Ástvaldssonar, hins kunna útvarpsmanns. Friðjón lifir leik og söngbræður sína alla, kominn vel á níræðis aldur.

024

Kvartettinn Leikbræður, frá vinstri: Við píanóið er Gunnar Sigurgeirsson, Gunnar Einarsson, Ástvaldur Magnússon, Torfi Magnússon og Friðjón Þórðarson. Carl Billich útsetti flest laga Leikbræðra, sérstaklega fyrir þá.

Leikbræður eiga tvö lög í spilaranum hér hægra megin á bloggsíðunni, "Nú ertu Fjarri" og "Óli Lokbrá".

Nú ertu Fjarri

Nú ertu fjarri drottning minna drauma

Og dægrin líða sviplaus framhjá mér.

Ég horfi yfir hafsins bláu strauma,

Því hjarta mitt er bundið einni þér.

 

Og þegar andar aftanblærinn mildi

Og aldan ljóðar grænni ströndu hjá,

Hve sæll og glaður vitja þín ég vildi

Og vera hjá þér allar stundir þaðan frá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Gunnar: fallega ortar vísur þarna á ferðinni, haf þökk fyrir að birta þær. 

Magnús Jónsson, 1.7.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband