Ég var í þessum gönguhópi í frábæru veðri, umhverfi og félagsskap.
Hér er hópurinn að búa sig af stað neðan Geithúsárgils, 60 manns og 3 hundar.... eða tveir og hálfur því tíkin mín er svo lítil, hálfgert "hund-líki", silki-terríer, um 5 kg að þyngd. Þessi ganga var liður í gönguviku Fjarðarbyggðar: " Á fætur í Fjarðabyggð". Leiðsögumaður var Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar.
Nokkuð bratt var á fyrsta hálftíma göngunnar, upp með vestanverðu gilinu, en enginn var að flýta sér og hvílt var með reglulegu millibili.
Horft í austur að Reyðarfirði
Komin upp brattan. Fallegur berggangur hinumegin í gilinu.
Ofan gilsins eru nokkrir fallegir fossar. Sævar Guðjónson (sá er fann sprengjuna) er þarna með ungan sinn á bakinu.
Svo var vaðið yfir Geithúsaánna og þau yngstu borin á bakinu
Við Maggi sáum Sléttubóndan, Sigurð Baldursson, stika þurrum kloflöngum fótum yfir stiklur í ánni dálítið ofar. Við ætluðum að leika það eftir, en það var bjánaleg bjartsýni
Komin austur fyrir. Þóroddur er glaðlegur að vanda, enda komin í land ættaróðalsins, Seljateigs. Helgi Seljan, fyrrv. alþingismaður, er faðir Þórodds, en Helgi tók sér ættarnafnið frá bænum. Helgi Seljan, kastljósmaður er bróðursonur Þórodds.
Þessi mynd er tekin skammt frá þeim stað sem sprengjan fannst. Konan í rauða klæðinu er Helga Jónsdóttir, bæjarstýra Fjarðabyggðar
Gilið er mjög tilkomumikið
Þarna stendur Þóroddur yfir tóftum geithúsanna og undirbýr fræðsluerindi
Ferðin var í alla staði vel heppnuð fjölskylduganga. Seinna um kvöldið fór ég á tónleika í Randúlfs-sjóhúsi á Eskifirði, en það er staður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara ef hann er á ferð hér eystra. Jóhanna Vigdís Arnardóttir, leik og söngkona var þar með létta og skemmtilega söngdagskrá fyrir fullu húsi.
Búið að eyða hættulegri sprengju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
Athugasemdir
Sæll Gunnar, þetta eru flottar myndir úr glæsilegu umhverfi.
Magnús Sigurðsson, 26.6.2009 kl. 08:31
Það ætti að virkja þessa fossa, ekki láta orkuna fara óbeislaða hjá...það er engin eftirsjá í þeim né umhverfinu þarna í kring...
HStef (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 14:29
Alveg rétt hjá þér, það er til nóg af þessu út um allt
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.6.2009 kl. 17:27
Tókstu enga mynd af sprengjuni?
Offari, 28.6.2009 kl. 21:11
http://picasaweb.google.com/bjsv.arsol/GeithSRgil#
hér eru nokkrar myndir sem voru teknar ofan í gilinu í fyrra sumar.
Hafliði Hinriksson, 28.6.2009 kl. 21:12
Nei ég sá aldrei sprengjuna, var kominn aðeins á undan niður og nennti ekki að labba upp aftur. En ég sá hana í vélinni hjá Sævari.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.6.2009 kl. 22:54
Flottar myndir Hafliði
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.6.2009 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.