Eflaust er slatti af fólki sem trúir þessum veltutölum Alþjóða dýraverndarsjóðsins um umfang og "gróða" af hvalaskoðun, en þessi samtök ásamt fleirum úr þessari átt, eru algjörlega marklaus. Hugmyndafræði dýra og náttúruverndarsamtaka er að vernda allt, sama hvað tautar og raular og að beita óvönduðum meðulum til þess að ná árangri er algjörlega réttlætanlegt í hugum þessa fólks. Auk þess byggist "velta og gróði" samtaka sem þessara á því að draga upp sem dekksta mynd af ástandinu í lífríkinu og náttúrunni.
Hvalaskoðun veltir milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 23.6.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946008
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
brilliant mynd annars :)
en sammála þér. tölur frá aðilum sem eru málinu tengdir eins og í þessu tilviki ætti í það mesta að taka varfærnislega.
vandamálið er ekki veiðar á hvölum, heldur þessi herferð félaga um að veiðarnar séu slæmar, það mætti virkja báðar hliðar á þessu máli.
styrkja hvalaskoðunarferðabransann sem og að halda áfram að veiða nokkur dýr á ári eins og við gerum.
við slátrum enn kindum, hrossum og nautgripum, og eigum í engum vandræðum með að fara í húsdýragarðinn með börn til að skoða sömu dýr, og það án samviskubits.
Egill, 23.6.2009 kl. 14:18
En bíddu nú aðeins við, gengur þetta ekki í báðar áttir þá?
Eru það bara verndunarsinnar sem beygja sannleikann eða tala aðeins utan hans? Getur ekki verið að veiðisinnar beygi sannleikann alveg jafn mikið í sína átt?
Sjálfur er ég óttalega hlutlaus gagnvart þessum málum, en mér finnst það bjánalegt að saka bara annan hópinn um ýkjur.
Svavar Knútur (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 14:42
Sammála Egill, enda hafa heldur aldrei verið færð fyrir því haldbær rök, að hvalveiðar skaði hvalaskoðun.
-
Hvaða ýkjur fara hvalveiðiþjóðirnar með, Svavar? Að dýrin séu ekki í útrýmingarhættu?
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2009 kl. 16:02
Why does Iceland continue to kill whales?
They do it in a pathetic attempt to hold onto the past so that they can continue to identify with their bloody legacy of whaling.
It is a blood sport to them and a way of indulging in the sadistic pleasure of killing whales and thumbing their noses at other nations.
Killing whales is the pursuit of little people with small minds with a lust to destroy creatures more intelligent and more beautiful than themselves.
Tom (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 21:09
Dæmi um það hversu nákvæmar þessar tölur er að í fyrrahaust vann ég ásamt fleirum verkefni um hvalveiðar og hvalaskoðanir meðal þess sem var skoðað voru tekjur hvalaskoðunarfyrirtækja. Ekki var unnt að fá upplýsingar frá fyrirtækjunum sjálfum, hers vegna veit ég ekki og ég fékk aldrei skýringu á því, þannig að það var leitað til RSK, samkvæmt þeirra bókum voru þessi fyrirtæki ÁTTA með 15 báta í rekstri og var ársvelta þeirra árið 2007 rétt rúmar 250 milljónir. Ennfremur rak á fjörur okkar Kanadíska doktorsritgerð um áhrif hvalaskoðana í Kanada. Umrædd doktorsritgerð heitir: The affects of whale watching on humback whales in New Foundland , eftir Corbell,2006 en í þessari skýrslu koma fram nýjar og nýstárlegar kenningar um áhrif hvalaskoðana á hvali og lífshætti þeirra. Í skýrslunni er talað um að hvalaskoðanabátarnir séu flestir komnir til ára sinna og með gamlar og háværar dísilvélar, sem hafi þau áhrif á hvalina að þeir missi heyrn og "staðsetningakerfi" þeirra ruglist, þarna sé komin skýringin á því að þeir séu komnir á dýpra vatn og séu bara einfaldlega að forðast hvalaskoðunarbátana. En hvölunum verður ekki kápan úr því klæðinu því hvalaskoðunarbátarnir elta þá bara. Sé þetta rétt, sem ég hef ekki ástæðu til að draga í efa en það skal tekið fram að þetta þyrfti að rannsaka betur, þá er þarna stór hluti skýringarinnar á fjölgun árekstra milli hvala og skipa og því að "hvalrekum" hefur fjölgað eins gríðarlega og raunin er, en ég er á því að stærsti orsakavaldurinn sé hin gríðarlega fjölgun hvala, sem hefur verið síðan hvalveiðibannið tók gildi 1986.
Jóhann Elíasson, 23.6.2009 kl. 21:56
Takk fyrir fróðlegt innleggið Jóhann.
-
"...pathetic attempt to hold onto the past..." - "...bloody legacy of whaling". - "....a way of indulging in the sadistic pleasure of killing whales" - "
Killing whales is the pursuit of little people with small minds with a lust to destroy creatures more intelligent and more beautiful than themselves".
-
Sá sem talar svona er ekki í neinu sambandi við raunveruleikan. En Tom, gott að fá þetta sýnishorn af rökstuðningi hvalverndunarsinnanna
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2009 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.