Snýst ekki um náttúruvernd

Fólkið sem mótmælir hvalveiðum Íslendinga hefur áhyggjur af aflífunaraðferðunum. Fólkið telur að dýrin líði óbærilegar þjáningar og þess vegna vill fólkið stöðva veiðarnar. Dýraverndunarsamtök hafa hingað til haft áhyggjur sem þessar á sinni könnu, en ekki umhverfisverndarsamtök. Störf umhverfisverndarsamtakanna hafa snúist um lífríkið og náttúruna og umgengni mannanna við umhverfið s.s. mengun, röskun á óspilltri og viðkvæmri náttúru og ósjálfbærri nýtingu.

En nú þegar rök umhverfisverndarsamtaka um að hvalirnir sem við ætlum að veiða séu í útrýmingarhættu halda ekki vatni, þá breyta þau áherslum sínum. Almenningur er nefnilega ekki til í að styrkja samtök sem eru með fullyrðingar sem auðvelt er að hrekja. Það  verður því að vera hlutverk hvalveiðimanna og/eða stjórnvalda að upplýsa almenning um veiðiaðferðirnar. Eru þær mannúðlegar eða ekki?


mbl.is Mótmæla hvalveiðum í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru ENGAR veiðar mannúðlegar en dauðastríð skepnanna er eins stutt og hægt er en ekki er það sama hægt að segja um aðferðir hvalaskoðunarmanna því dæmi eru um það að allt að FIMM bátar elti sömu hrefnuna klukkustundum saman í sínum "frábæru endurnýtanlegu" skoðunarferðum sínum.

Jóhann Elíasson, 26.5.2009 kl. 11:42

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er aldrei þægilegt að deyja. Verst er þó dauðastríð mannfólksins, sem oftlega þjáist ógurlega árum saman en er þó meinað að deyja.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband