8. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar bar sigur úr býtum í samkeppninni Reyklaus bekkur 2009 sem haldin er ár hvert á vegum Lýðheilsustöðvar. Verkefnið þeirra samanstóð af veggmyndum, borðspili sem heitir No smoking, bókamerkjum og vinnustaðafræðslu. Vinnustaðafræðslan fór fram í matsal Alcoa þar sem krakkarnir sýndu veggmyndirnar sínar, fluttu fyrirlestra með glærusýningum og dreifðu bókamerkjum.
Verðlaunin eru 3ja daga ferð til Kaupmannahafnar fyrir bekkinn og umsjónarkennara hans. Flogið verður til Kaupmannahafnar á þriðjudag í næstu viku og á dagskránni er meðal annars ferð í Tívoli og dýragarðinn. Erla Ormarsdóttir er umsjónarkennari 8. bekkjar og hélt utan um verkefnið með krökkunum og það skilaði þessum glæsilega árangri.
Krakkarnir í skólanum voru kallaðir saman í hátíðarsalnum fyrir fyrsta tíma á mánudaginn og engin vissi neitt hvað stóð til. Eftir að skólastjórinn hafði talað við krakkana um efni ótengdu verðlaununum, þá kallaði hún 8. bekkinn upp á svið. Engan grunaði neitt og allra síst að krakkarnir væru að fara í fría ferð til Kaupmannahafnar. Svipurinn á krökkunum var óborganlegur þegar Erla tilkynnti þeim úrslitin í samkeppninni og svo brutust út mikil fagnaðarlæti eins og sjá má á myndinni.
Flokkur: Menntun og skóli | 22.5.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
Athugasemdir
Mér sýnist á skrifum þínum að Alcoa sé orðinn einn aðal samkomustaður Austurlands. Alcoa gerði þetta Alcoa gerði hitt!
Segið svo að ál fyrirtækin séu ekki innspýting fyrir byggðarlögin.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 16:23
Það er rétt, Alcoa hefur verið duglegt við að koma að ýmsum félagslegum málum hér, en "aðal samkomustaðurinn" er kannski full mikið sagt
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.5.2009 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.