Þingmennirnir Atli Gíslason, Jón Bjarnason, Þuríður Backman, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Rafney Magnúsdóttir lýstu yfir andstöðu sinni við ESB-málið á fundi flokksráðsins og sögðust áskilja sér rétt til að greiða atkvæði á móti ESB-tillögunni á Alþingi.
Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að þingmönnum væri skylt að greiða atkvæði sín á þingi í samræmi við eigin sannfæringu. Þegar þingmenn VG gera það, þá birtist það sem frétt í fjölmiðlum.
Þingmenn lýstu yfir andstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
Athugasemdir
Þetta er ályktun sem erfitt er að gera lítið úr Gunnar. Reyndar þekkjum við nú mörg dæmi um að flokkarnir hafa sett alþingismönnum stólinn fyrir dyrnar og þar er enginn undanskilinn. En þetta andskotans mál hefur orðið mörgum íslenskum stjórnmálamönnum erfitt að höndla og nú reynir á alþingismenn sem aldrei fyrr, hvar í flokki sem þeir standa.
Ég er þeirrar skoðunar að málið sé dautt áður en á umsóknina reynir. Mér segir svo hugur að ef þjóðin yrði spurð álits á þessari vegferð þá yrði aðldarviðræðum hafnað með naumum meirihluta. Ég er jafnframt þeirrar skoðunar að áhugi Brusselvaldsins á okkur sé ofmetinn. Og ég er þeirrar skoðunar líka að þingmenn eigi þess kost að setja fram svo þröng samningsmarkmið að umsókninni verði hafnað án langrar umræðu.
Kannski er það óskhyggja.
Árni Gunnarsson, 11.5.2009 kl. 14:28
Heill og sæll Gunnar.
Það að þingmenn frjálslega lýsi yfir andstöðu sinni á þennan hátt, sýnir einfaldlega þann jafningjagrundvöll og óttaleysi sem þeir búa við. Þeir hafa frelsi undan eigin flokki, og eru einstaklingar með sjálfstöðu fyrst og fremst.
Það er ósköp eðlilegt að þeir tilkynni þessa afstöðu sína í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað varðandi stjórnarmyndunina, þann fjölmiðlaþrýsting að túlka úrslit kosninganna sem einhvers konar viljayfirlýsingu þjóðarinnar um inngöngu í Evrópusambandið. Það var alls ekki kosið um Evrópuaðild, það var kosið um fulltrúa okkar á Alþingi Íslendinga.
Það er fróðlegt í þessu sambandi að líta yfir feril Kristins Halldórs Gunnarssonar sem þingmanns. Þarna var á ferðinni þingmaður sem ávallt greiddi atkvæði samkvæmt eigin sannfæringu. Afleiðingarnar fyrir þennan "einstrengingshátt" hans voru þær að hann var illa liðinn í þeim flokkum sem hann starfaði í, var hæddur, svívirtur og honum lýst sem "hann rækist illa í flokki".
Kirkjan sá ástæðu til að brenna þá á báli hér á öldum áður sem "rákust illa í flokki".
Að mínu mati mættu fleiri þingmenn taka sér Kristinn H. til fyrirmyndar, standa við eigin sannfæringu og "rekast illa í flokki".
Þingmenn skyldu ávallt hafa það í huga að þeir eru fulltrúar almennings á þingi þjóðarinnar. Þeir eru þjónar okkar og velferðar samfélagsins. Þingmaður sem fyllist hroka og setur sig á stall við það að vera kjörinn á þing, kemur upp um eigið innræti, ómeðvitund og andlegan vanþroska.
Kveðja,
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 15:07
Það verður gaman að sjá hvort þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem aðhyllast Evrópusambandið greiði atkvæði samkvæmt samfæringu sinni, eins og þú segir þingmenn réttilega eiga að gera, eða hvort þeir hlýða leiðsögn forystunnar og greiða atkvæði á móti?
Ég er þeirrar skoðunar að til að ríkisstjórn fái gott start þurfi hún gott útspil. Þessi EVRÓPUMÁLSMÁLAMIÐLUNARHRÆRINGUR verður seint flokkaður sem slíkt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.5.2009 kl. 15:31
Verði tillaga um aðild borin undir þjóðaratkvæði eru úrslitin ráðin. Hver einasti fjölmiðill mun fara hamförum gegn þeim sem leggjast gegn aðild og flytja Evrópusambandinu daglegan dýrðaróð. Regnskógar munu hverfa og ljósvakinn stíflast og snarringluð þjóðin kýs aðild.
Eru menn búnir að gleyma fjölmiðlafrumvarpinu?
Baldur Hermannsson, 11.5.2009 kl. 22:04
Það var svo sem fyrirfram vitað að þetta yrði þverpólitískt mál. Þess vegna finnst mér þetta ekki mikil frétt.
Pétur Kristinsson, 11.5.2009 kl. 23:59
Ég tek ofan fyrir fólki sem fylgir sannfæringu sinni. En þetta með Kristinn H. Gunnarsson.... hann virðist alltaf vera í vitlausum flokki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2009 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.