Eiður heiðursmaður

getfileEiður Smári var í sömu sporum og fyrrum félagar sínir hjá Chelsea voru í gærkvöldi, þegar Porto sló þá út í fjórðungsúrslitum fyrir nokkrum árum. Eiður felldi þá tár í leikslok, svo hann skilur vel tilfinningar vina sinna, John Terry og Frank Lampard. Jose Morhino var þá þjálfari Porto.

Það má segja að Barcelona hafi stolið sigrinum og úrslitin hafi verið ósanngjörn, en ég er ánægður með þetta. Úrslitaleikurinn verður mun skemmtilegri með Barca og United.


mbl.is Eiður Smári: Vildi ekki fagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ef hann er á leið til þeirra aftur þá er þetta mjög eðlilegt, einhver er ástæðan að hann er að segja frá þessu í blaðið.

Annars held ég að Eiður sé heiðursmaður að upplagi svo þetta kemur manni ekki á óvart.........enda á hann rætur að rekja til Húsavíkur

Sverrir Einarsson, 7.5.2009 kl. 11:19

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það hefur nú aldrei verið talið til bóta að vera frá Húsavík. Annars er maður alveg búinn að fá upp í kok af þessum grátköstum fullorðinna karlmanna þegar þeir tapa fótboltaleik. Kommon, þetta er bara leikur! Myndi skilja það ef þeir væru 8 ára gamlir, en þetta eiga að heita fullorðnir menn. Andsk***** aumingjar.

Baldur Hermannsson, 7.5.2009 kl. 11:22

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er það í umræðunni Sverrir, að hann sé á leið til Chelsea aftur? Síðast heyrði ég Bayern Munchen nefnt.

Baldur, fótbolti er ástríða. Sá sem er ekki ástríðufullur í því sem hann gerir, verður aldrei annað en meðalmaður

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2009 kl. 11:30

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eiður er kominn niður á Newcastle stigið. Og Gunnar: eitt er að vera ástríðufullur, annað að hafa merarhjarta.

Baldur Hermannsson, 7.5.2009 kl. 11:50

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2009 kl. 12:36

6 identicon

Baldur,

Áður en þú ferð að tjá þig á alheimsnetinu og sýna óþroska og heimsku skal ég gera þér greiða með því að segja þér svolitið.

Þetta er ekki leikur, þetta er atvinna. Þeir verða af stolti, peningum og svo að menn með mikinn metnað vilja vera bestir í sinni atvinnu. Ef þú værir götusópari á Kópaskeri og búinn að vinna allt árið að því að hreinsa þessa einu götu og þegar þú værir búinn að því mundir þú fá heimsathygli, virðingu, peninga og bónusa en svo kemur einhver annar og stelur þessu beint fyrir framan nefið á þér og hirðir allt þitt, þína virðingu þitt stolt og þú getur ekki sagt að þú hafir klárað verkið....

Með þessu Baldur minn bið ég þig að hugsa um að Höttur á Egilsstöðum eru með kappleiki sem snúast um virðingu og stolt. Hvað þá atvinnumenn.

 Vonandi að þú hafir stolt í þinni vinnu ef þú hefur einhverja.

 Kv.

Jón

Jón (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:43

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, þetta er mjög áhugaverð athugasemd hjá þér og sennilega lærdómsrík, en ég neyðist til að viðurkenna að ég botna ekkert í henni. Konur gráta, karlmenn bíta á jaxlinn. Er þetta flókið?

Baldur Hermannsson, 7.5.2009 kl. 13:06

8 identicon

Konurnar sem ég þekki bíta líka á jaxlinn, Baldur. Hefurðu þú kannski aldrei orðið vitni að slíku hjá kvenfólkinu í kringum þig?

Elvar (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:57

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2009 kl. 14:03

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2009 kl. 14:04

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Úff, Elvar, það fer um mig kuldahrollur.

Baldur Hermannsson, 7.5.2009 kl. 14:24

12 identicon

Þá veistu hvernig konum líður.

Elvar (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband