Delirium tremens
Ég er hraustur, ég er veikur,
ég er hryggur, glaður þó.
Ég er óhræddur, ég er smeikur,
ég er snauður, ríkur nóg.
Elska gjörvallt, allt þó hata,
allt ég veit og neitt þó skil.
Öllu bjarga og öllu glata,
á augnabliki sama ég vil.
Ég er fús og ég er trauður,
ég ber glaður votan hvarm.
Ég er lífs og ég er dauður,
ég er sæll og bý við harm.
Ég er óður, ég er hægur,
ég kýs allt og ekkert vil.
Ég um alla jörð er frægur,
ég hef aldrei verið til.
Þessi skemmtilegi texti er við lag sem við nokkrir karlar í Kirkjukór Reyðarfjarðar erum að æfa þessa dagana, en kórinn heldur tónleika í Kirkju og menningarmiðstöðinni á Eskifirði síðar í maí. Á nótnablaðinu stendur Franz Otto, en ég veit ekkert meir um þann ágæta mann.Textinn er mjög gamall, því "ég" er skrifað "jeg" og ég held að slíkur ritháttur hafi lagst af snemma á síðustu öld.Við karlarnir tökum þrjú lög á tónleikunum.
Kirkjukórinn, sem er auðvitað blandaður kór, er á leið til Færeyja á Ólafsvöku í lok júlí í sumar og prógrammið okkar er geysilega fjölbreytt og skemmtilegt. Meðal laga á efnisskránni er t.d. hið frábæra lag hljómsveitarinnar Queen, "Bohemian rapsody"
Flokkur: Menning og listir | 5.5.2009 (breytt kl. 16:40) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 946010
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
- Í tilefni af hinum FJÓRÐA Í AÐVENTU sem að er í dag og fjallar um þann sem að MUN KOMA, að þá óskum við allri heimsbyggðinni GLEIÐILEGRA JÓLA:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.