Vítt og breitt

"Búsáhaldabyltingin", krafðist athafna strax fyrir alþýðu landsins. Margir hafa fullyrt að þessi meinta bylting hafi verið skipulögð af VG.

Vinsririhreyfingin grænt framboð er afleggjari Alþýðubandalgsins sáluga.....  sem var afleggjari sósíalista og þar áður kommúnista. Nú, þegar valdið  er í höndum "alþýðunnar", hlýtur eitthvað að fara að gerast. Nú hljóta patentlausnirnar að vera innan seilingar.

Samfylkingin og VG eru með þetta allt á tæru.


mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú fer allt beina leið til helvítis eins og þjóðin vildi.

Baldur Hermannsson, 3.5.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Fersk og frumleg færsla Gunnar, svona rétt eins og kommentið sem á eftir kemur frá honum Baldri

hilmar jónsson, 3.5.2009 kl. 23:45

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Margir hafa fullyrt að þessi meinta bylting hafi verið skipulögð af VG".

Það er væntanlega vandalaust að nefna einhverja af þessum "mörgu"? Baldur Hermannsson? Hannes Gissurarson? Hallur Hallsson? Jón Kristinn Snæhólm? 

Ég held að öllu fremur hafi Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin" skipulagt þá uppreisn sem almenningur efndi til gegn vanhæfum stjórnvöldum, græðgi og spillingu. Það er mitt álit, en sjálfsagt er það ekki réttara en álit hinna "mörgu" áðurnefndu.

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.5.2009 kl. 23:54

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Satt best að segja hef ég nákvæmlega engan áhuga á því hver skipulagði mótmælin við Austurvöll, en hitt liggur fyrir að VG var beinlínis innblandað í málið. Á bloggsíðu Gísla Valdórs má sjá ljósmyndir af mótmælaskiltum sem geymd voru á skrifstofu VG. Meira veit ég ekki og langar eiginlega ekki til að vita það - það er búið sem búið er og basta.

Baldur Hermannsson, 4.5.2009 kl. 00:43

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Gísli Freyr Valdórsson! - Hvernig gat ég gleymt þeim ágæta hvítliða. Á hann myndir af öllum skiltunum og pottunum og pönnunum í fórum byltingarfólksins sem ekki fylgdi VG að málum, heldur t.d. Borgarahreyfingunni eða fylgdi bara sjálfu sér og alþýðu þessa lands?

Nei. Hann á kannski mynd af ofbeldisseggnum úr Seðlabankanum sem vildi ganga í skrokk á mótmælendum?

Líklega.

VG hefur eflaust skipulagt fjöldaflóttann úr Sjálfstæðisflokknum í kosningunum? Æ - það er búið og basta líka.

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.5.2009 kl. 00:59

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svona Friðrik hagaðu þér ekki eins og krakki, hvers vegna ferðu ekki á síðuna hans og finnur þessar myndir? Er þér illa við sönnunargögn? Ert þú einn af þeim sem vilja fá að lifa í friði fyrir staðreyndum?

Ég endurtek: mér er skítsama hver skipulagði saurpokabyltinguna en það liggur fyrir að VG átti hlut að henni. Hvort sá hlutur er lítill eða stór veit ég ekki og langar ekki til að vita. En ef einhver segir mér og leggur fram sönnunargögn - þá mun ég hlusta af minni alkunnu háttvísi.

Baldur Hermannsson, 4.5.2009 kl. 01:06

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ertu að segja að Borgarahreyfingin hafi skipulagt byltinguna, Friðrik? Annars er merkilegt hvað VG fólk er viðkvæmt fyrir því þegar flokkur þeirra er bendlaður við aðkomu að mótmælunm. En nú spyr ég, afhverju safnast þetta sama fólk ekki við Alþingishúsið í dag? Hefur eitthvað breyst frá því vinstriflokkarnir hrifsuðu til sín völdin í vetur?

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.5.2009 kl. 14:49

8 identicon

Margir hafa fullyrt að þessi meinta bylting hafi verið skipulögð af VG". Hvaða fólk ertu að tala um Gunnar??

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 18:19

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef séð þessu víða haldið fram

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2009 kl. 00:43

10 identicon

Já svona svör þekkir maður frá valdatíð hægrimanna en sem betur fer verður það ekki í bráð þótt alltaf verði til fólk sem ekki sér skóginn fyrir trjánum og hugsar miður falleg um hag allra íbúa þessa lands

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband