Hvaða helv... friði?

"Greenpeace náttúruverndarsamtökin hafa strax stimplað fyrirætlun hvalveiðiríkjanna sem "alvarlegt skref aftur á bak" og ásaka hvalveiðiþjóðir um að stefna í hættu friðinum sem nýlega hefur komist á innan Alþjóðahvalveiðiráðsins".

Já, já, það er allt með friði og spekt svo lengi sem öfgakenndir náttúruverndarsinnar fá að ráða.

Náttúruverndaramtök sem missa trúverðugleika sinn með bull málflutningi, geta verið í raun hin mestu hryðjuverkasamtök sem fyrirfinnast gegn náttúrunni. Hugsandi fólk verður afhuga öfgasamtökum og þau náttúruverndarsamtök sem ekki flokkast sem öfgakennd, eiga æ erfiðar uppdráttar vegna orðsporsins sem Árni Finnsson og félagar hafa markað. Á þessari vefsíðu má lesa eftirfarandi:

I observed that none of my fellow directors had any formal science education. They were either political activists or environmental entrepreneurs. Ultimately, a trend toward abandoning scientific objectivity in favor of political agendas forced me to leave Greenpeace in 1986.

The breaking point was a Greenpeace decision to support a world-wide ban on chlorine. Science shows that adding chlorine to drinking water was the biggest advance in the history of public health, virtually eradicating water-borne diseases such as cholera. And the majority of our pharmaceuticals are based on chlorine chemistry. Simply put, chlorine is essential for our health.

My former colleagues ignored science and supported the ban, forcing my departure.

Á seinni árum hafa þeir sem eru  lengst til vinstri í hinu pólitíska litrófi stjórnmálanna, fjarlægst hinar vinnandi stéttir. Skjólstæðingar þeirra, verkamennirnir hafa fyrir löngu misst alla tiltrú á þeim og vinstrimenn urðu því að bregðast við minnkandi fylgi með einhverjum hætti. Töfraorðið var náttúruvernd og vinstrimenn klæddust því græna búningnum. Í græna búningnum smeygja þeir sér inn á þjóðkjörin þing með hnefann á lofti. Ég veit ekki hvort það er tilviljun, en Alþjóðlegi jarðardagurinn er 22. apríl en það er einnig fæðingardagur Vladimir Lenin.

Oftar en ekki eru baráttuaðferðir Greenpeace samtakanna ólöglegar og fótgöngulið þeirra kemst þá gjarnan í kast við laganna verði. Eflaust hafa samtökin þó einhverntíma látið eitthvað gott af sér leiða, en hvort þetta sé satt og rétt sem kemur fram í þessari auglýsingu frá þeim treysti ég mér ekki til að dæma um.  Ágætar auglýsingar samt Joyful

greenpeace1

greenpeace2

greenpeace3

greenpeace4


mbl.is Hvalveiðiráðið í sjálfheldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar þakka þér fyrir þennan áhugaverða pistil þinn. Já ég er sammála að þessi samtök sem að ég hef ekki fyrir að nafngreina eru ekkert annað en náttúruverndarhermdarverkamenn sem að lifa á ótta almennings samanber fólkið í Ameríku sem að mörg af þessum félögum fékk til að kaupa myndir ættleiða og svo framvegis gegn greiðslu! En það er nú það skrýtna að þessir náttúruhermdarverkamenn þora ekki að beina spjótum sínum að Bandaríkjunum fyrir þeirra Löglegu Hvalveiðar sem að þeir flokka undir Frumbyggjalögin! En það er engin furða að þessir skrattakollar þori engu slíku ég er viss um það að eef að þessir náttúruhermdarverkamenn kæmu með sín inn í Bandaríska Lögsögu þá yrði barasta allt draslið þeirra gert upptækt og inn í fangelsi færu þeir en það var öðruvísi farið hér á landi fyrir mörgum árum, þegar að dómstólarnir dæmdu einn þann alversta í smá fangelsi fyrir? Nú því miður var ekki hægt að sakfella aumingjann fyrir Hvalbátana vegna hræðslu einhverra í þáverandi ríkisstjórn? En þessir vesalingar sem að titla sig náttúrusinna ættu að beina spjótum að þeirri þjóð sem að mengar mest og er ekki með heilstæða stefnu í Náttúruvernd.

Örninn

Örn Ingólfsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 01:50

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir innlitið Örn. Já, hræsnin er allsráðandi í þessum samtökum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2009 kl. 04:34

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Gunnar: ekki eru öll mál hræsni hjá þeim, geislavirkur úrgangur er grafalvarlegt mál, sagt er að efnaúrgangur hafi verið losaður undan ströndum Sómalíu til að nefna eitthvað, og regnskógar eru uppspretta þess andrúmslofts sem við þurfum til að lifa, og manskepnan með alla sína tækni getur auðveldlega eiðilagt stór svæði, nærtækasta dæmið um slíkt er Aralvatnið sem er eitt stærsta umhverfisslys sem men hafa valdið, stundum þarf öfga til að benda mönnum á staðreyndir, hérlendis töldu bændur nauðsynlegt að þurrka upp allt votlendi, nú gera men sér grein fyrir skaðsemi þess að þurrka upp og eru að reina að snúa dæminu við, vonandi tekst það, svo ekki er allt slæmt sem þessi samtök berjast fyrir.

Magnús Jónsson, 2.5.2009 kl. 23:05

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rétt Magnús, lofa skal það semm sannanlega vel er gert.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.5.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband