Sá heppni

Nafnið Keiko er japanska og þýðir "sá heppni", en það hlýtur að teljast örgustu öfugmæli. Vitleysan í kringum þetta dýr var auðvitað með ólíkindum en í þessari mbl. frétt segir "Vísindamenn, sem tóku þátt í því verkefni að frelsa háhyrninginn Keikó, segja nú að ekki hafi verið rétt að frelsa hann þar sem aldrei hafi verið raunhæfur möguleiki á því að hann gæti lært að lifa úti náttúrunni".  Skilja mætti þessa yfirlýsingu svo að það hafi tekið þessa vísindamenn rúmlega 5 ár að komast að þessari niðurstöðu.

Margir á Íslandi héldu að hægt yrði að græða á því að fá blessað dýrið í sína heimabyggð. Á sínum tíma stóð valið á milli Eskifjarðar og Vestmannaeyja. Þegar dýrið endaði svo í eyjum, kom í ljós að aldrei stóð til að hægt yrði að gera þetta að féþúfu, því Keiko var nánast í einangrun eftir að hann kom til landsins. Sumir töluðu um að þetta hefði verið kostnaður og ekkert annað fyrir eyjamenn, þó eitthvað af honum hafi verið greiddur úr alþjóðlegum samtökum.

Margir vöruðu við því að þessi aðgerð, að frelsa hvalinn væri dæmd til að mistakast. Bent var á svipaðar tilraunir með önnur dýr því til staðfestingar. "Reality sucks" eins og segir í neðri myndinni.

keiko1

keiko2

"Killer whale" er enska heitið á háhyrningi


mbl.is „Rangt að frelsa Keikó"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Tjahh ekki veit ég nú hvaða kostnað þú ert að tala um fyrri okkur eyja menn að fá þenna hval hingað á sínum tíma.

Árni Sigurður Pétursson, 28.4.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég veit það ekki heldur, enda sagði ég " Sumir töluðu um að þetta hefði verið kostnaður og ekkert annað fyrir eyjamenn",

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2009 kl. 13:21

3 Smámynd: ThoR-E

Neðri myndin er snilld.

ThoR-E, 2.5.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband