Það er með ólíkindum að fjölmiðlar skuli leita til Einars Mar Þórðarsonar sem hlutlauss álitsgjafa. Afhverju spyrja þeir ekki Hannes Hólmstein?
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er holdgerfingur "vinstri slagsíðu" í fjölmiðlun. En holdgerfingarnir hafa verið fleiri og má þá í fljótu bragði nefna þau Björgu Evu Erlendsdóttur og Jóhann Hauksson. Vinstrimenn hafa oft haldið því fram að fjölmiðlum sé stjórnað af hægrimönnum. Það má vel vera, en það kemur þó ekki eins áberandi fram í fréttamatreiðslunni og þegar vinstrimenn eru annars vegar.
Ofangreindir fréttamenn hafa oft verið til vandræða á vinnustöðum sínum vegna þess hversu "litaður" fréttaflutningur þeirra hefur verið.
Man einhver eftir fréttamanni sem hægt er að stimpla sem hægrimann, út frá matreiðslu hans á fréttum, eftir að flokksblöðin liðu undir lok? Ekki ég.
Sögulegar kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fjölmiðlar | 24.4.2009 (breytt kl. 18:13) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Íþróttir
- Landsliðstreyjurnar til sölu í Zagreb
- Nenntu ekki að spila á móti okkur
- Verður dýrasta knattspyrnukona heims
- Amorim braut sjónvarpsskjá
- Markvörður grípur Dota-boltann
- Egyptar með heimsklassa lið
- Gat ekki staðið mig verr
- Brosmildir fyrir annan stórleik (myndir)
- Rekinn frá þýska stórliðinu
- Einn sá eftirsóttasti framlengdi
Athugasemdir
Farið nú að hætta þessu þvaðri. Eru nú fréttamenn og stjórnmálaskýrendur orðnir vinstri menn? Ykkur er ekki sjálfrátt orðið. Nú munu þið fara í frí í að minnsta kosti 4 ár svo þið munuð upplifa stöðu vinstri flokkanna í þau 18 ár sem þið höfðuð til að rústa íslensku þjóðinni. Er þetta kannski full stór biti að kyngja? Á að ritskoða þessa athugasemd eins og þið hægri menn hafið gert vill öll andsvör á þessu bloggi? Verst að þið getið ekki ritskoðað alla fréttamenn og viðmælendur þeirra.
Davíð Löve., 24.4.2009 kl. 18:17
Sæll Gunnar
Ef þig langar að sjá alvöru fjölmiðlamenn sem eru ekki með vandræðavinstrimennsku þá skalt þú kíkja á tvær síðustu færslurnar á blogginu mínu.
Gleðilegt sumar.
Hjálmtýr V Heiðdal, 24.4.2009 kl. 18:25
Það þyrfti rannsókn á misnotkun vinstri manna á Ríkisútvarpinu. Þar er t.d. þáttur sem heitir Spegillinn. Um daginn nokkrum dögum fyrir kosningar var rætt við Svan Kristjánsson og hann kynntur sem prófessor við Háskólann sem er rétt í sjálfu sér, en hann notaði tækifærið og hellti sér með óbótaskömmum yfir Sjálfstæðisflokkinn, eins og honum er jafnan lagið. Það var ekkert faglegt við þá yfirhalningu. Spunahringekja er ítrekað sett af stað með "faglegri" aðstoð úr HÍ.
Skúli Víkingsson, 24.4.2009 kl. 18:36
"Hrafnaþing" á ÍNN er ekki að þykjast vera hlutlaus fréttaþáttur. Þetta er sjónvarpsþáttur fjögurra sjálfstæðismanna. Stjónandinn og eigandi stöðvarinnar, Ingvi Hrafn Jónsson er "helblár", eins og sumir vilja kalla hann. Reyndar hefur hann opið fyrir alla stjórnmálaflokka á stöðinni sinni fyrir samskonar þætti og hinir flokkarnir hafa notfærst sér það. Mér þætti gaman að sjá vinstrimenn bjóða upp á slíkt á stöðinni "sinni"
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2009 kl. 18:40
Fréttir og fréttatengt efni á RÚV er oft eins og "Hrafnaþing" með vinstri mönnum.
Skúli Víkingsson, 24.4.2009 kl. 18:43
hehe... alveg rétt Skúli
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2009 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.