Ranghugmyndir um álver

BIN2261Sumt fólk virðist lifa lífinu í þeirri trú að álfyrirtæki og áliðnaðurinn í heild sinni, en þó sérstaklega frumframleiðslugreinin, sjálf álframleiðslan, séu "skítug" fyrirtæki. Og þá er það eiginlega í orðsins fyllstu merkingu.

"Hver mun vilja lifa og vinna í verksmiðjugettói?", sagði dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, en konan sú tjáði sig reglulega sem andstæðingur framkvæmdanna fyrir austan og var í Silfri Egils með reglubundnum hætti..... sællar minningar Errm

2009_jobsÁlverið á Reyðarfirði er nútímalegur vinnustaður sem krefst nútíma menntunnar. Það kemur á óvart hversu fjölbreytt störfin eru hjá álverinu en þau snerta flestar ef ekki allar iðn og tæknigreinarnar. Um 40% þeirra 450 manna sem vinna í álverinu eru háskóla eða tæknimenntaðir. Um 100 manns vinna í skrifstofubyggingunni.

 


mbl.is Lög um Helguvíkurálver samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gunnar minn, þetta er drulludjobb sem jafnvel háskólamenntaðir geta unnið.  Þannig er nú það.

Magnús Sigurðsson, 18.4.2009 kl. 07:39

2 Smámynd: Offari

Þetta er skítadjobb. Mér dettur ekki í hug að halda öðru fram. Fiskvinslan og landbúnaðurinn er það líka svo munurinn er ekki svo mikill.

Offari, 18.4.2009 kl. 07:48

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Ægilega eru menn orðnir fínir með sig. Það mætti halda að það að verða skítugur í vinnunni sé orðið eitthvað ófínt. Það geta jú ekki allir keypt og selt verðbréf í jakkafötum hmmm.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 18.4.2009 kl. 10:11

4 identicon

Alver i Helguvik Thad sidasta sem vid thurfum a Islandi er Alver , Er virkilega til thad heimskt og forpokad folk ad thad vilji virkilega gleypa tha gulrot ad thetta skapi atvinnu ha ha ... Ok hversvegna tha er Alusuisse sem kom straumsvik a koppinn a sinum tima ekki med eitt einasta starfandi alver iSviss sem bokstaflega fann upp thennan idnad fyrir rumum 100 arum sidan og Rio Tinto Alcoa med aldalanga blodidrifna slod og a svortum listum a fjolmorgum stodum vilja gera thetta herna , ja utafhverju skydi hafa verid farid i byggingu Karahnjukavirkjunar og alvers a Reydarfirdi sem var glorulaus adgerd og komid var fram vid folk ad tvilikri mannfyrirlitningu er ekki nog komid thegar buid er ad stranda skutunni kasta arunum og keraldid hriplekt , truir folk tvi ad haegt se ad komast afram a godaerishugsjonini einni (Godaeri = Af hverju er ekki komin mynd af logoi sjalfstaedisflokksins i ordabokina undir thessu blessada godaeri hans Davids og co fuck you hvar er thetta godaeri i huga atvinnulaus manns sem er komin med magasar og sjalfsvigshugsanirum midjar naetur vegna thess ad hann getur ekki framfleitt neinu lengur vegna thess ad myntkorfulanid hefur haekkad um 150 prosent , husid ad lenda undir hamri syslumanns , engin rotfesta i tilverunni lengur vegna thess ad varasjodurinn sem sem var lagdur fyrir var settur i pottthett sjodsbref sem voru svo vatnsheld ad thau hurfu handan sjondeildarhringsins vikuna eftir og urdu af frodu og eg get haldid afram endalaust eina godaerid sem eg se er i vosum nokkra forpokadra gamalla sjalfstedismanna sem hugsa meira en glodina i vindlinum en framtid landsins svo lengi sem vextirnir a svissneska bankareikningnum sem var stofnadur i gegnum eh danskt kofafyrirtaeki haldast obreittir thad er gott ad sofa vaert a blaum feldi a kostad annara , eg hugsa ad folkid sem fekk eina staerstu gjof sem nokkur tjod getur fengid sjalfstaedi 'arid 1944 snui ser vid i grofinni vegna thess ad thad eru til jolasveinar a thingi ekki 1 og 8 eda voru their 63 burt med thetta lid althingi a logberg aftur og breita husinu i dagvistarheimili , svo ad eg komi nu aftur af tvi tha er astaedan fyrir tvi ad thessi fyrirtaeki alusuisse a g og Rio tintan alcoa furdu'al ja mjog furdulegt mal ser su ad thad eru til thad forpokadir einstaklingar sem gefa utlendingum vatnid okkar ja vatn sem er ein dyrmaetasta eign okkar sem einstaklinga tjodar ,til ad se haegt ad framleida elektroniskar eindir til ad finesera smidshoggid a skinandi alstangirnar sem sendar eru ur landi og rafmagnid er ekki alveg sjalfsagt mal ad gefathessum fyrirtaekjum thetta rafmagn upp ad hvada marki 80 prosent marki medan rafmagnsreikningar almennings haekka bara til muna , og talandi um meingunina af thessu , skitt med thad er ekki nog a landinu a ospilltri natturu til ad eydileggja meira segja var haegt fyrir Alcoa ad kaupa logregluna a Reydarfyrdi fyrir nokkra banana hvar var lagabalkurinn tha , nu tharf ad stilla kulunar og hreinsa til fnykurinn af thessum alverum liggur lydnum i landinu illa til vita.

ace (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 14:32

5 identicon

Ég hef einu sinni komið inn í álverið í Straumsvík og ég verð að segja eins og er að þegar maður kemur þangað í fyrsta sinn, þá virðist þetta vera frekar fráhrindandi vinnustaður. En svo var labbað með mann þarna í gegnum byggingarnar, fólkið virtist ánægt sem vinnur þarna enda með einhver hæstu meðallaun sem þekkjast hjá ófaglærðu fólki.

Aðbúnaður allur til fyrirmyndar enda er meðalstarfsaldur mjög hár, sennilega með því hæsta sem gerist hér á landi.

Svo er álið svo umhverfisvænt, en vegna þess hversu létt það er, stuðlar það að orkusparnaði hjá hinum ýmsu farartækjum sem skilar sér í minnandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Ísland er það land sem er eitt ákjósanlegasta land til ál framleiðslu. Víða erlendis eru brennd kol til rafmagnsframleiðslu en hér höfum við fallvötnin og hverina. Þannig að sennilega er vanfundinn sá staður sem er ákjósanlegri til ál framleiðslu en Ísland.

Kommarnir tala í sífellu gegn álverum, og þeir tala líka um að standa vörð um heimilin og atvinnulífið í landinu. Það eina sem ég hef séð þá gera til að auka atvinnulíf síðan þeir tóku við var að bæta eitthvað um 30manns á listamannalaun, sem skattgreiðendur eins og starfsmenn í álverum þurfa svo að halda uppi. 

Svo voga þessir þurfalingar (listamenn á styrkjum) að krítisera þessa starfsgrein sem brauðfærir þá. Þeir ættu að skammast sín.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 23:46

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef unnið í álveri og það var góð vinna. Væri alveg til í að gera það aftur ef í það færi. Ég hef líka unnið í fiski og verið til sjós.  Leiðinlegt hvernig komið er fyrir Íslendingum. Nú þykjast menn of fínir til að vinna líkamleg störf. Ráða hingað útlendinga en  fara sjálfir á bætur. Úrkynjun.

Baldur Hermannsson, 19.4.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband