Það er mjög auðvelt að ræna Íslendinga orkuauðlindum sínum. Við þurfum ekki að skrifa upp á afsal til þess að missa stjórnina á þeim, a.m.k. um tiltekinn tíma, jafnvel heilan mannsaldur og fá lítið sem ekkert út úr því.
Það sem vakir fyrir Michael Hudson með þessum orðum sínum, er að vekja athygli á því að ef við skuldsetjum orkufyrirtæki, t.d. Landsvirkjun of mikið, þá getur arðurinn af framkvæmdum og fjárfestingum fyrirtækisins gufað upp í vaxtagreiðslur af lánunum. Þegar þannig hagar til, breytir engu fyrir okkur hver skrifaður er sem eigandi orkulindarinnar. Fyrir almenning í landinu, þá er orkulindin ekki til.
Þessi veruleiki Micahel Hudson er samhljóma málflutningi öfgasinnaðs umhverfisverndarfólks. Eina vandamálið er það að þessi veruleiki er ekki til. Þær hafa ekki reynst sannleikanum samkvæmar, fullyrðingar umhverfisverndarsinnanna, að arður af virkjunum sé enginn og að virkja eigi allt, enda eru einu rök þeirra, getgátur og bölsýnir.
Orkulindir ekki teknar upp í skuld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 6.4.2009 (breytt 7.4.2009 kl. 00:06) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖRIN TIL AÐ SINNA EÐA EITTHVAÐ ANNAÐ?????
- Heilbrigt og réttlátt samfélag
- Bæn dagsins...
- Halla snúið við á mánuði
- Framtíðin er komin, og einhver vél er til sem slappar af fyrir þig
- Tæling Englands
- Sprellfyndin menning
- Draga upp ranga mynd
- Draga upp ranga mynd
Athugasemdir
Hvar eru nú allir hagspekingarnir sem voru að þenja sig í bankahruninu? Og engum tveim bar saman. En kannski heyrir þetta mál frekar undir stjórnmál en hagfræði.
Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 23:34
Sagan markar sporin fyrir málflutning umhverfisverndarsinna. Hún er skjalfest í Þjóðarbókhlöðunni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2009 kl. 23:45
Ársskýrsla Landsvirkjunar mörg ár aftur í tímann, eignastaða, lausafé og annað, sanna að töluverð arðsemi hefur verið lengi af fyrirtækinu. Eignamyndunin átti sér stað á sama tíma og Hjörleifur Guttormsson og sporgöngumenn hans hófu harða vegferð sína með náttúruvernd, en jafnframt harða gegn hvers kyns virkjunum
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2009 kl. 23:51
..... og stóriðju
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2009 kl. 23:52
Hjörleifur og þeir félagar voru eindregið á móti öllu sem ekki var hægt að troða inn í torfkofana.
Baldur Hermannsson, 7.4.2009 kl. 00:05
Sæll Gunnar, ég hef nú ekki haft hátt um orkuverð nýlega en hef nú ansi litla trú á því að Landsvirkjun muni skila arði fyrir árið 2008. Já eða einhver ár fram í tímann ef fyrir því er spáð.
Nú er álverð (sem orkuverðið okkar miðar við) algerlega farið niður úr öllu valdi. Meðalverð ál tonnsins hefur verið um 1500 dollara á tonnið. Landsvirkjun miðaði við 2500 dollara á tonnið til þess að geta reiknað út að Kárahnjúkavirkjun yrði arðbær. Nú er álverð á leiðinni undir 1000 dollara tonnið og líkur á því að þjóðin muni borga gríðarlegar fjárhæðir MEÐ orkunni okkar uns hagvöxtur í heiminum tekur við sér aftur.
Baldvin Jónsson, 7.4.2009 kl. 00:29
Þetta eru stórlegar ýkjur hjá þér Baldvin. Það ætti hins vegar ekki að koma neinum á óvart að einstaka sveiflur koma og fara og skaða fólk og fyrirtæki. Langtímaspár gera ráð fyrir niðursveiflum. Sennileg þó engar sem spáðu svona djúpri lægð. En það spáðu heldur engar fyrir því himinháa verði sem var 2005-2008, svo langtíma ávöxtun er vel viðunandi jákvæð, enda sína fasteignir og lausafé það.
-
Gjaldþrotahætta Landsvirkjunar felst í því að alheimskreppan verði mjög, mjög löng og mjög, mjög djúp. Ég ætla mér að halda í þá ágætu von sem sumir hagfræðingar hafi blásið mér í brjóst, þ.e. að Ísland verði búið að ná sér nokkuð vel á strik eftir 18-24 mánuði og restin af heiminum nokkrum mánuðum síðar. Vissulega verður hvorki kaupmáttur né kaupmáttaraukning, sambærileg við það sem best gerðist á "góðærisárunum". En við finnum æ minna fyrir kreppunni. Ákveðnu jafnvægi verður náð. Þetta mun gerast með frjálslyndum öflum úr öllum flokkum, þó vitanlega geti fólk af hægri væng stjórnmálanna eignað sér hugmyndafræðina á bak við árangurinn.
-
Ah.... nei, nú er ég orðinn sveimhuga dagdreymir
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2009 kl. 02:09
Ýkjur að þínu mati, mæli með því að þú kynnir þér málið betur.
Ég hefði ekki verið að nefna þetta hér í álhöfninni nema vegna þess að ég sat fyrirlestur í seinni partinn hjá hagfræði prófessor við Háskóla Íslands þar sem að þessar tölur komu skýrt fram.
Það er voðalega þægilegt að geta stundum stuðst við raunverulegar tölur og staðfestar upplýsingar.
Baldvin Jónsson, 7.4.2009 kl. 02:29
Þú veist að tölur er hægt að túlka og toga eins og annað. Ég hef ekki sannreynt neinar tölur, ekki reiknað þetta út sjálfur, en ég kýs að trúa þeim sem hyggjuvit mitt segir mér að sé skynsamlegt.
-
Ársreikningar Landsvirkjunnar, fasteignir og lausafé fyrirtækisins, eftir rekstur undanfarinna áratuga, allt frá fyrsta raforkusölusamning til stóriðju, sýna að eitthvað hefur fyrirtækið verið að gera rétt.
Andstæðingar stóriðju og mikilli orkusölu til hennar, eru ástríðufullir og meina vel. En þeir eru haldnir svokölluðum "Vistkvíða", sem er nýskilgreindur geðsjúkdómur og viðurkenndur af Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni. Sjúkdómurinn getur lagst af miklum þunga á fólk, en einnig geta minniháttar einkenni gert vart við sig. Ekki er enn vitað hvort vistkvíði er læknanlegur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2009 kl. 03:18
Nánari skilgreining á "vistkvíða" er m.a. :
Sjúkleg hræðsla við að raska nátturunni, ofurást á tilteknum landssvæðum, yfirþyrmandi tilfinningasemi og lotning fyrir öllu "non-man-made".
Sterk tilfinning fyrir að þurfa að vernda náttúruna og koma öðrum í skilning það sama. Tilfinningin verður að áráttu og sjúklingurinn fer að hagræða sannleikanum, til að þjóna markmiðum sínum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2009 kl. 03:23
Endilega kíktu á bloggið hjá mér Gunnar og horfðu á fyrirlesturinn sem þar er. Þú getur farið yfir John Perkins hlutann ef þú vilt, reikna ekki með að þú sért sérstaklega hrifinn af honum. Þar á eftir kemur erindi sem unnið er án tilfinninga, einfaldlega birtar tölur án þess að vera að gildishlaða þær sérstaklega.
Í aðra öfgaröndina eru með fólk haldið vistkvíða mögulega, í hina röndina augljóslega fólk sem haldið er gríðarlegri afneitun sem er einnig geðsjúkdómur og það mjög alvarlegur.
Ég er hins vegar til þess að gera jarðbundinn maður sem vill leita raka fyrir mínum hugmyndum og því sem ég kýs að trúa. Að ætla að byggja eigin sannleika á því sem að maður sjálfur vill trúa að sé skynsemi og það á sama tíma og tölulegar staðreyndir sína okkur annað það er í besta falli bara tilfinningasemi og ekkert hyggjuvit.
Já, það er reyndar bara klár afneitun.
Baldvin Jónsson, 8.4.2009 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.